Aðrar leiðbeiningar

Síðast uppfært: 25.11.2022.

Hér eru birtar aðrar leiðbeiningar sem Þjóðskjalasafn hefur gefið út.

Leiðbeiningar

Sameining ríkisstofnana, færsla verkefna, niðurlagning og einkavæðing ríkisaðila. Leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu (2021).
Þegar breytingar eru fyrirhugaðar á afhendingarskyldum aðilum ríkisins, s.s. tilfærsla verkefna, niðurlagning eða einkavæðing er nauðsynlegt að huga að skjalamálum.

Meðferð, varðveisla og eyðing tölvupósta (2022)
Mikilvægt er að meðferð, varðveisla og eyðing tölvupósta sé eftir ákveðnum ferlum og að tryggt sé að tölvupóstar sem varða mál sem eru til meðferðar hjá afhendingarskyldum aðilum og varða starfsemi þeirra séu skráðir og varðveittir á skipulegan hátt.

Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga (2010).
Leiðbeiningar um skjalavörslu sveitarfélaga eru í Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga sem gefin var út árið 2010.

Fræðslumyndbönd Þjóðskjalasafns Íslands
Hér er að finna fræðslumyndbönd um ýmsa þætti skjalavörslu og skjalastjórnar.