Afhending skjala

Síðast uppfært: 30.06.2021.

Í 15. gr. laga nr. 77/2014 er fjallað um afhendingu afhendingarskyldra skjala til opinbera skjalasafns. 1. mgr. laganna hljóðar svo:

Afhendingarskyld skjöl skal afhenda opinberu skjalasafni þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Þó skulu skjöl og önnur gögn á rafrænu formi afhent að jafnaði eigi síðar en þegar þau hafa náð fimm ára aldri. Í báðum tilvikum er miðað við síðustu innfærslu eða síðasta bréf afgreidds máls. Varðandi skrár reiknast ársfresturinn frá lokum þess árs þegar síðast var fært inn í skrána. Afhendingarskyldur aðili ber ábyrgð á afgreiðslu úr rafrænum gögnum þar til þau hafa náð 30 ára aldri.

Hér er nánar fjallað um afhendingu gagna.