Forvarsla

Síðast uppfært: 08.06.2021.

Forvarsla felur í sér þætti eins og rannsóknir, skráningu, forvarnir, fyrirbyggjandi forvörslu og viðgerðir sem miða að því að viðhalda upprunalegu útliti skjala. Forverðir rannsaka ástand skjala og þau efni sem þau eru unnin úr. Þeir leggja til aðgerðir sem tefja fyrir skemmdum og eru skjölunum til styrktar. Einnig skrá þeir ástand skjala og halda meðferðarskýrslu meðan á viðgerð stendur. Sú skýrsla er skrifleg og studd ljósmyndum. Meðferðarskýrsla er mikilvæg þar sem hún innheldur upplýsingar um viðgerðir sem gerðar eru á skjölunum, þ.e. upplýsingar til næstu kynslóða forvarða og skjalavarða. Lögð er áhersla á að allar viðgerðir séu afturkræfar. Viðgerðir á skjölum eru m.a. þurrhreinsun, vothreinsun, afsýrun, þá eru límbönd, lím og mygla  fjarlægð, rifur eru bættar og búnar eru til sérsmíðaðar öskjur eða möppur utan um mjög viðkvæm og/eða illa farin skjöl.

Handbók um varðveislu safnkosts

Þjóðskjalasafn Íslands hefur í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn gefið út handbók um varðveislu safnkosts. Handbókin er í tveimur bindum og er ætluð safnafólki, skjalavörðum og öðru starfsfólki sem tengist varðveislu menningararfsins.

Handbók um varðveislu safnkosts 1

Handbók um varðveislu safnkosts

Fyrra bindi

Handbók um varðveislu safnkosts 2

Handbók um varðveislu safnkosts

Seinna bindi

Frágangur ljósmynda

Hér er vísað í handbók um varðveislu ljósmynda og filmuefnis eftir Karen Brynjolf Pedersen, Katja Rie Glud og Ulla Kejser í þýðingu Maríu Karenar Sigurðardóttur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Ingu Láru Baldvinsdóttur, Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Handbókin er birt hér á vefnum með leyfi Þjóðminjasafnsins.

Handbók þessi er hugsuð sem uppflettirit og er ætluð starfsfólki á söfnum og öðrum sem vinna að frágangi mynda.

Varðveitum myndina

Leiðbeiningar um varðveislu á ljósmyndum og filmuefni