Námskeið

Síðast uppfært: 16.03.2023.

Þjóðskjalasafn Íslands stendur fyrir námskeiðum um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila. Upplýsingar um námskeið og skráningu á þau má finna hér að neðan.

Öll námskeið verða kennd í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams. Tengill á námskeiðið verður sendur út á skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðisins.

Öll námskeið verða kennd á milli kl. 10 og 11 nema annað sé auglýst og eru endurgjaldslaus fyrir þátttakendur. Ekki verður hægt að skrá sig á námskeið eftir kl. 16 daginn fyrir námskeiðið.

Smellið hér til að skrá ykkur á námskeið Þjóðskjalasafns Íslands

21. mars 2023 kl. 10-11. Innra eftirlit með rafrænum gagnasöfnum

Kennari: Heiðar Lind Hansson

Samkvæmt 18. gr. reglna um tilkynningar á rafrænum gagasöfnum nr. 877/2020 eiga afhendingarskyldir aðilar að hafa eftirlit með skráningu samkvæmt reglum um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila ásamt því að hafa eftirlit með skráarsniðum sem eru skráð í gagnasafnið og að þu séu leyfð í notendahandbók. Á námskeiðinu verður farið yfir það hvað þarf að athuga í rafrænu gagnasöfnunum skv. því sem kemur fram í notendahandbók og reglum um skráningu mála og málsgagna. Það verður farið yfir það hvernig hægt er að framkvæma gæðamat og hvernig hægt er að skoða hvort skráarsniðin séu leyfileg. Einnig verður komið inn á hvernig skjalastjórar og umsjónarfólk skjalasafna afhendingarskyldra aðila geta frætt starfsfólk afhendingarskyldra aðila um það hvernig best er að skrá í rafrænt gagnasafn sem unnið er með.