Námskeið

Síðast uppfært: 06.02.2024.

Þjóðskjalasafn Íslands stendur fyrir námskeiðum um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila. Upplýsingar um námskeið og skráningu á þau má finna hér að neðan.

Öll námskeið verða kennd í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams. Tengill á námskeiðið verður sendur út á skráða þátttakendur í aðdraganda námskeiðisins.

Öll námskeið verða kennd á milli kl. 10 og 11 nema annað sé auglýst og eru endurgjaldslaus fyrir þátttakendur.

Smellið hér til að skrá ykkur á námskeið Þjóðskjalasafns Íslands

13. febrúar 2024 kl. 10-11. Undirbúningur og gerð vörsluútgáfu.

Kennari: Fanney Sigurgeirsdóttir og Haukur Kristófer Bragason

Á námskeiðinu verður farið yfir nokkur atriði sem auðvelda vinnu við gerð vörsluútgáfu og umbreytingu gagna. Farið verður yfir helstu áskoranir þegar kemur að frágangi og umbreytingu á ýmsum skráarsniðum og hvaða ráð eru best fyrir umsjónarfólk skjalasafna til að greiða fyrir afhendingu og gerð vörsluútgáfu.

27. febrúar 2024 kl. 10-11. Innra eftirlit í rafrænum gagnasöfnum.

Kennari: Heiðar Lind Hansson

Samkvæmt 18. gr. reglna um tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum nr. 877/2020 eiga afhendingarskyldir aðilar að hafa eftirlit með skráningu samkvæmt reglum um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila ásamt því að hafa eftirlit með skráarsniðum sem eru skráð í gagnasafnið og að þau séu leyfð í notendahandbók. Á námskeiðinu verður farið yfir að hverju þurfi að huga að í eftirlitinu og þá verður farið yfir aðferðir við gæðamat og skoðun skráarsniða. Einnig verður komið inn á hvernig skjalastjórar og umsjónarfólk skjalasafna afhendingarskyldra aðila geta stuðlað að aukinni meðvitund um gildi skjalavörslu og skjalastjórnar meðal notenda rafræns gagnasafns.