Fræðsla Þjóðskjalasafns

Síðast uppfært: 09.06.2021.

Þjóðskjalasafn veitir fræðslu til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn. Safnið gefur út leiðbeiningarit, fræðslu- og kennslumyndbönd og stendur fyrir reglulegum námskeiðum og ráðstefnum um skjalavörslu og skjalastjórn. Auk þess veita sérfræðingar safnsins ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um alla opinbera skjalavörslu og skjalastjórn sem lýtur að meðferð þeirra gagna sem ekki hefur enn verið skilað til varðveislu á safnið.

Fyrirspurnir um skjalavörslu og skjalastjórn má senda á netfangið skjalavarsla@skjalasafn.is eða hafa samband við sérfræðinga safnsins í síma 590 3300 á tilteknum símatímum, sem eru mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10:00 – 12:00.