Stigveldisskipan málalykils

Síðast breytt: 19/05/2021
Slóð:

Málalyklar afhendingarskyldra aðila skulu vera stigveldisskipaðir og endurspegla verkefni aðila. Með verkefnum er t.d. átt við verkefni afhendingarskyldra aðila sem m.a. eru bundin í lögum, reglugerðum eða sérstökum samþykktum sem sett hafa verið fyrir viðkomandi aðila. Efsta stigið í stigveldisskipuðum málalykli nefnist efnissvið og lýsir verkefnum viðkomandi aðila. Aðal- og undirflokkar í málalykli endurspegla hvernig afhendingarskyldur aðili vinnur sín verkefni, þau eru nefnd starfsþættir.

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 1 af 1 fannst skýringin gagnleg.
Skoðað: 99