Leitaraðferð í rafrænum gagnasöfnum

Síðast breytt: 19/05/2021
Slóð:

Með leitaraðferðum er átt við það kerfi í rafrænum gagnasöfnum sem gerir kleift að leita að og finna stök skjöl og skjöl sem heyra saman efnislega. Í rafrænum gagnasöfnum með skjölum er leitaraðferðin byggð á skráningarhluta og skráningaraðferð. Í skráningarhluta eru skráðar upplýsingar um stök skjöl og stök mál, þar með talin tengsl einstakra skjala við hvert mál og skráningaraðferð (t.d. númer í málalykli). Skráningaraðferð er notuð til þess að tryggja rétt samhengi upplýsinga, þannig að skjöl sem varða sams konar mál og lýsa sams konar máli liggi saman og finnist á sama stað, hvort sem er á rafrænu formi eða pappír. Málalykill er t.d. sú skráningaraðferð til þess að raða skjölum í málasafni sem gerð er krafa um að afhendingarskyldir aðilar noti.

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 1 af 1 fannst skýringin gagnleg.
Skoðað: 99