Grisjun

Síðast breytt: 19/05/2021

Með grisjun er átt við skipulega eyðingu skjala úr skjalasöfnum sem fram fer samkvæmt lögum ásamt því að ákveðnum reglum og aðferðafræði er fylgt. Grisjun er bundin við skjalasöfn sem heildir og er því annað og meira en tiltekt eða hreinsun á einstökum málum eða skjölum. Sjá Hreinsun í skjalasafni. Grisjun skjala hjá afhendingarskyldum aðilum lýtur lögum og reglum. Í 2. mgr. 24. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn segir:

„Óheimilt er að ónýta eða farga nokkru skjali í skjalasöfnum þeirra aðila sem falla undir 1. eða 2. mgr. 14. gr. nema það sé gert á grundvelli samþykktar þjóðskjalavarðar, reglna skv. 23. gr. eða 2. mgr. þessarar greinar eða sérstaks lagaákvæðis.“

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 2 af 2 fannst skýringin gagnleg.
Skoðað: 96