Hvar eru afhendingarskyldir aðilar skilgreindir?
Upplýsingar um hvort að lögaðili sé afhendingarskyldur aðili er að finna í 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Ekki er að fullu ljóst hvort að lögaðili sé afhendingarskyldur aðili, hvar fæst það staðfest?
Ef lögaðili er í vafa hvort hann sé afhendingarskyldur aðili skal hann leita til Þjóðskjalasafns Íslands og fá úrskurð þar um. Í 2. mgr. 14.gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn tekur Þjóðskjalasafn Íslands ákvörðun um afhendingarskylduna komi upp ágreiningur um afhendingarskyldu lögaðila.