Sniðmát vegna grisjunarbeiðna

Samþykki forstöðumanns vegna grisjunar

Þegar sótt er um heimild til grisjunar er nauðsynlegt að forstöðumaður afhendingarskylda aðilans sé meðvitaður og samþykkur því að skjölunum, sem sótt er um að eyða, sé eytt. Það er gert í krafti 2. mgr. 22. gr. laga um opinber skjalasöfn sem kveður á um að: „Forstöðumaður afhendingarskylds aðila ber ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu viðkomandi aðila, þ.m.t. að unnið sé í samræmi við fyrirmæli laga og reglna þar að lútandi. Hið sama gildir um formann stjórnsýslunefndar og framkvæmdastjóra sveitarfélags, svo og forstöðumenn sjálfseignarstofnana, sjóða og annarra aðila sem lög þessi gilda um skv. 14. gr.“

Til að sýna fram á að forstöðumaður sé meðvitaður og samþykkur grisjunarbeiðninni er beðið um að hann undirriti Samþykki forstöðumanns sem hægt er að nálgast á meðfylgjandi hlekk. Hægt er að undirrita skjalið rafrænt eða þá með því að prenta það út og rita undir það með penna og skanna inn og hlaða því upp á viðeigandi svæði.

Samþykki forstöðumanns vegna grisjunar

Hægt er setja textann á bréfsefni aðilans ef vilji er til þess.

Mat héraðsskjalavarðar vegna grisjunar

Þegar afhendingarskyldir aðilar sem eru aðilar að héraðsskjalasafni vilja grisja skjöl úr skjalasafni sínu þurfa þeir að senda inn grisjunarbeiðni til Þjóðskjalasafns Íslands ásamt rökstuddri tillögu um eyðingu skjalanna. Skal skjalið vera undirritað af héraðsskjalaverði á héraðsskjalasafninu sem afhendingarskyldi aðilinn er afhendingarskyld til.

Hægt er að nálgast sniðmát fyrir mat héraðsskjalavarðar á meðfylgjandi hlekk.

Mat héraðsskjalavarðar vegna grisjunar

Hægt er setja textann á bréfsefni héraðsskjalasafnsins ef vilji er til þess.