Síðast uppfært: 03.12.2021.
Þjóðskjalasafn Íslands notar þjónustu Signet Transfer til að taka á öruggan hátt við gögnum frá afhendingarskyldum aðilum sem innihalda viðkvæmar upplýsingar. Slík gögn geta t.d. verið geymsluskrár vegna afhendinga á pappírsskjalasöfnum og tæknileg gögn fyrir rafræn gagnasöfn vegna tilkynninga á þeim til safnsins. Tæknileg gögn eru lýsingar á töflum og dálkum, einindavenslarit ásamt skjölum sem sýna að unnt sé að mynda vörsluútgáfu á venslaformi. Aðeins er tekið við slíkum gögnum í gegnum Signet Transfer en ekki í gegnum tölvupóst eða aðrar samskiptaleiðir.