Frá síðari hluta ársins 2014 til ársins 2019 starfaði grisjunarráð sem var þjóðskjalaverði til ráðuneytis um afgreiðslu grisjunarbeiðna.
Frá og með 27. mars 2019 hafa grisjunarbeiðnir verið afgreiddar af þjóðskjalaverði í samráði við varðveislu- og grisjunarnefnd Þjóðskjalasafns, sem í sitja sérfræðingar safnsins og yfirfara allar grisjunarbeiðnir sem berast, og sviðsstjóra upplýsinga- og skjalasviðs safnsins, sem ber ábyrgð á ráðgjöf og eftirliti um skjalastjórn og skjalavörslu til afhendingarskyldra aðila, þ.m.t. eyðingu skjala. Afgreiðslur grisjunarbeiðna eru frá sama tíma birtar í fundargerðum heldur í sérstökum lista yfir grisjunarheimildir og forsendur ákvörðunar.
Hér eru fundargerðir Grisjunarráðs frá árunum 2014-2019 birtar. Ef skjalið opnast ekki í vafra, þá má hlaða því niður með því að hægri-smella á táknmyndina og velja „Save link as…“ eða „Save target as…“ og vista þannig í tölvuna.