Safnmál eru mál sem geta verið lengi í meðferð hjá afhendingarskyldum aðila og geta því náð yfir nokkur ár. Mál starfsmanna afhendingarskylds aðila geta verið safnmál þar sem safnað er öllum skjölum er varða starf viðkomandi starfsmanns yfir allt skjalavörslutímabilið, t.d. starfslýsingar, ráðningarsamningar o.fl. Þegar skjalavörslutímabili lýkur er safnmálinu lokað og stofnað nýtt safnmál fyrir næsta skjalavörslutímabil. Oft eru öll gögnin af gamla málinu afrituð yfir á nýja málið en stundum er látið duga að tengja á milli gamla safnmálsins og þess nýja.