Síðast uppfært: 09.07.2024.
Skjalavarsla og skjalastjórn
Varðveisla skjala afhendingarskyldra aðila er lögbundin og eyðing þeirra óheimil nema með sérstakri heimild þar um. Í skjölum afhendingarskyldra aðila eru upplýsingar um rekstur og stöðu viðkomandi aðila, alla ákvarðanatöku og hvernig staðið er að henni, sem og um réttindi og skyldur einstaklinga og lögaðila. Þar er að finna skýringar á framgangi mála í gegnum tíðina. Skjalasafnið er því mikilvægur hluti starfseminnar og í því er jafnframt að finna sögu viðkomandi skjalamyndara.
Skjalavarsla og skjalastjórn felur í sér skipulögð vinnubrögð við daglega meðferð og varðveislu skjala, í hvaða formi sem þau eru, sem til verða hjá afhendingarskyldum aðilum.
Þjóðskjalasafn Íslands hefur það hlutverk lögum samkvæmt að setja reglur um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila, gefa út leiðbeiningar, standa fyrir fræðslu og veita ráðgjöf um skjalavörslu og skjalastjórn. Jafnframt hefur safnið eftirlit með því að afhendingarskyldir aðilar uppfylli þau lög og reglur sem skjalahaldi þeirra eru settar.
Ráðgjöf um skjalavörslu og skjalastjórn
Á vefsíðu fyrir ráðgjöf og eftirlit er að finna leiðbeiningar og eyðublöð um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila. Skjalaverðir Þjóðskjalasafns Íslands veita jafnframt ráðgjöf og leiðbeiningar um skjalahald afhendingarskyldra aðila. Ná má sambandi við skjalaverði safnsins með því að senda tölvupóst á skjalavarsla@skjalasafn.is eða hringja í síma 590 3300 á þessum símatímum:
Mánudagar | kl. 10 – 12 |
Miðvikudagar | kl. 10 – 12 |
Fimmtudagar | kl. 10 – 12 |