Afgreiddar grisjunarbeiðnir

Síðast uppfært: 03.02.2023.

Grisjunarbeiðnir verða afgreiddar hið minnsta á tveggja vikna fresti og oftar ef aðstæður kalla á það. Þar sem grisjunarráð hefur verið lagt niður verða afgreiðslur grisjunarbeiðna ekki lengur birtar í fundargerðum heldur í sérstökum lista yfir grisjunarheimildir og forsendur ákvörðunar sem sjá má hér að neðan. Einnig er hægt að leita í henni eftir öllum efnisatriðum sem í henni eru.

Athugið að taflan er breið og neðst er stika til að færa hana til.

Máls-númerDags. afgreiðsluHeiti afhendingar­skylds aðilaTegund gagnaGögn sem beðið er um að fá að grisjaNidur­staðaGrisjunar­heimildSýnishorna­takaForsenda ákvörðunarinnar
2204135224.05.2022Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf.VinnugögnKennitölur sem safnað var í bókunarkerfi Hörpu, sem vinnsluaðillinn Tix sá um að safna fyrir Hörpu.HeimilaðHarpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. hefur heimild til að grisja kennitölur
sem safnað er í bókunarkerfi Hörpu sem myndast hafa á tímabilinu 2011-2021
og til frambúðar.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða upplýsingar sem höfðu tímabundið gildi í tengslum við kaup og afhendingu á aðgöngumiðum á viðburðum hjá Hörpu, þar sem kennitölum miðakaupenda var safnað, til að tryggja örugga afhendingu miðana með auðkenningu kennitalna. Nefndin vekur athygli á því að Persónuvernd vegna þessarar upplýsinga úrskurðað (Úrskurður í máli nr. 2020010611 dags. 8. mars 2022) að Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. hafi brotið gegn 9. gr. laga nr. 90/2018 og 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679 um vinnsluheimildir, meginreglu 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna og c-liðar 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar um lágmörkun gagna og meginreglu 1. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna og a-liðar 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar um lögmæti, sanngirni og gagnsæi með söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag vegna miðakaupa á viðburði á vegum fyrirtækisins í þessum tilgangi. Í sama úrskurði kom fram að Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. hafo brotið gegn ákvæði 13. gr. laganna með söfnun upplýsinga um kennitölu.
2204128729.06.2022Þjóðskjalasafn Íslands - Vegagerð ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsBókhald. Númerað fylgiskjalabókhald. Dagbókarfylgiskjöl frá Vegagerð ríkisins.
Hér er um hefðbundið fylgiskjalabókhald að ræða undir yfirflokkinum vegamál: kostnaðarbókhald, kvittanir, útskrifaðir reikingar og dagbókarbókarfylgiskjöl í flokkum 21-23, 31-62. Skjölin eru frá árunum 1962-1977. Skjölin tilheyra tveimur afhendingum Vegagerðar ríkisins nr. 23 og 51 frá árinu 1990.
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds frá Vegagerð ríkisins sem myndast hafa á tímabilinu 1962 og til 1977.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603011. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
2204115924.05.2022RíkislögreglustjóriVinnugögnHljóðskrárHeimilaðRíkislögreglustjórinn hefur heimild til að grisja Hljóðskrár sem myndast hafa
á tímabilinu 2016-2019 þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að hljóðskrárnar hafa tímabundið upplýsingagildi fyrir embættið sem sinnir einungis miðlunarhlutverki sem felst í því að senda skránna til viðeigandi lögreglustjóraembættis til úrvinnslu. Eftir að hljóðskránni hefur verið miðlað hefur það ekkert gildi fyrir embættið. Sérhvert lögreglustjóraembætti sem tekur við hljóðskránni tekur hana til vinnslu og er gert endurrit hennar sem skráð er inn í lögreglukerfisins LÖKE. Endanlegur varðveislustaður upplýsinganna sem fram koma í hljóðskránni er því hjá því í skjalasafni þess lögreglstjóraembætti sem tekur við skránni til úrvinnslu.
2204115724.05.2022Embætti landlæknisUmsóknirÚtfyllt eyðublöð einstaklinga vegna úrsagna úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði (MGH)
Um er að ræða útfyllt innsend eyðublöð frá einstaklingum sem óskuðu úrsagnar úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði.
HeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að grisja útfyllt eyðublöð einstaklinga
vegna úrsagna úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði sem myndaðist á
tímabilinu 1999-2014. Gagnasafnið hefur verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns
Íslands og samþykkt á vörsluútgáfu liggur fyrir
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinar er sú að til að tryggja varðveislu skjalanna og upplýsinga sem þar eru skráðar þurfi embættið að hafa lokið afhendingu á vörsluútgáfu úr téðu rafrænu gagnasafni í samræmi við úrskurð 5/2018 og fengið hana samþykkta. Samþykkt á vörsluútgáfu liggur fyrir þegar bréf þess efnis hefur borist embættinu.
Er það í samræmi við minnisblaði dags. 26. apríl sl. um prófun á upplýsingum í Úrsagnargrunni gagnagrunns á heilbrigðissviði sem Embætti landlæknis hefur afhent Þjóðskjalasafni (vörslunúmer AVID.THI.20058). Prófun leiddi í ljós að allar þær upplýsingar sem áttu að vera í rafræna gagnasafninu voru þar varðveittar.
2204101813.06.2022Þjóðskrá ÍslandsVinnugögnÍ símkerfinu verða til tölfræðigögn um fjölda símtala og lengd sem notuð eru til að taka út tölfræði um símtöl yfir visst tímabil. Gögnin eru eingöngu rafræn.
HeimilaðÞjóðskrá Íslands hefur heimild til að grisja símagögn, tölfræði þegar hagnýtu
gildi er lokið. Skjölin hafa myndast á tímabilinu 2017-2020 og munu gera svo
til frambúðar.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að gögnin hafa tímabundið gildi og innihalda einungis söfnun á heildarfjölda símtala yfir ákveðið tímabil. Ekki er um upptökur um efni símtala að ræða. Lagt er til að grisjun sé heimil þegar hagnýtu gildi er lokið.
231119206.12.2023Heilbrigðisstofnun NorðurlandsVinnugögnFylgiskjöl launabókhalds - LaunaskýrslurHeimilaðHeilbrigðisstofnun Norðurlands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl launabókhalds og launaskýrslur þegar 10 áru eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar eru þær sömu og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum vegna launabókhalds og fylgiskjala. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nefndin leggur því til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum þegar þau hafa náð 10 ár aldri.
231104606.12.2023Menntaskólinn við SundVinnugögnEinkunnabreytingar í INNUHeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja skjöl varðandi einkunnabreytingu í INNU þegar ár er liðið frá sýningu einkunnar í samræmi við varðveisluviðmið reglna um eyðingu prófúrlausna og metinna námsmatgagna nr. 913/2021.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða vinnugögn sem hafa tímabundið gildi.
231021122.11.2023Háskóli ÍslandsVinnugögnSpurningalistar vegna könnunar á viðhorfi ferðamanna til vindmyllaHeimilaðHáskóli Íslands hefur heimild til að grisja spurningalista vegna könnunnar á viðhorfi ferðamanna til vindmylla sem myndaðist árið 2014 þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin höfðu tímabundið gildi meðan á framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar fór fram. Niðurstaða könnunarinnar er varðveitt í skýrslu sem gefin hefur verið út.
231018322.11.2023Happdrætti Háskóla ÍslandsVinnugögnHappaþrennurHeimilaðHappdrætti Háskóla Íslands hefur heimild til að grisja happaþrennur með skilyrði um sýnishornatöku í þeim tilgangi að heimildir um verklag varðveitist og þar með sögu happdrættisins.Varðveita skal eina öskju af happaþrennum.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa tímabundið gild
231006102.11.2023Menntaskólinn við SundVinnugögnAfrit af skönnuðum skjölum - Vottorðum um nám, skólavist og greiðslur sem afgreiddar eru rafræntHeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja afrit af skönnuðum skjölum sem mynduðust á tímabilinu 2015 til 2023 þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar eru til í öðrum skjölum hjá skólanum
231003906.12.2023Ás styrktarfélagVinnugögnDagbækurHeimilaðÁs styrktarfélag hefur heimild til að grisja dagbækur sem mynduðust á tímabilinu 2013 til 2018 þegar fimm ár eru liðin frá lokum hvers árs.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnuskjöl með tímabundið gildi er að ræða.
230917529.09.2023VegagerðinFylgiskjöl bókhaldsStarfsmannamál - Launabókhald og fylgiskjölHeimilaðVegagerðin hefur heimild til að eyða fylgiskjölum launabókhalds sem mynduðust á tímabilinu 1974 til 2008 þegar 10 ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar eru þær sömu og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum vegna launabókhalds og fylgiskjala. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
230903220.09.2023Tryggingastofnun ríkisinsVinnugögnDómsmálHeimilaðTryggingastofnun ríkisins hefur heimild til að grisja dómsmál sem mynduðust á tímabilinu 2000 til 2006 að uppfylltu því skilyrði að dómar sem hafa verið höfðaðir séu listaðir upp og varðveittir í skjalasafni Tryggingastofnunnar.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar úr skjölunum er að finna hjá viðeigandi dómstóli.
230902120.09.2023Embætti landlæknisRafræn útgáfa varðveittAfrit af undirrituðum útsendum bréfumHeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að grisja afritum af undirrituðum útsendum bréfum sem myndaðist á tímabilinu 2009 til 2020 þegar vörsluútgáfa af rafrænu gagnasafni embættisins hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að rafræn útgáfa er varðveitt af skjölunum.
230902020.09.2023Embætti landlæknisRafræn útgáfa varðveittÚtprentaður tölvupóstur og viðhengiHeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að grisja útprentaðan tölvupóst og viðhengi sem myndaðist á tímabilinu 2009 til 2020 þegar vörsluútgáfa af rafrænu gagnasafni embættisins hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að rafræn útgáfa er varðveitt af skjölunum.
230819520.09.2023Reiknistofa bankanna hf.Fylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhaldsHeimilaðReiknistofa bankanna hf. hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem eru vinnugögn fyrir rekstrar- og mannhaldsáætlanir sem myndast á tímabilinu 2013 til 2023 á þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230816120.09.2023Heilbrigðisstofnun VestfjarðaSjúkragögn
RöntgenmyndirHeimilaðHeilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur heimild til að grisja framkallaðar röntgenmyndir sem mynduðust á tímabilinu 1970 til 2005 þegar þær hafa náð 10 ára aldri.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar sem koma úr rannsókninni sem röntgenmyndin á við er varðveitt í sjúkraskrá einstaklingsins og myndirnar eru ekki nýtanlegar í samanburði í komandi rannsóknum.
230803820.09.2023BorgarholtsskóliRafræn útgáfa varðveittAfrit af fylgiskjölum nemendaHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimildt til að grisja afrit af fylgiskjölum nemaenda á pappír þegar vörsluútgáfa af GoPro skjalavörslukerfi skólans hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að rafræn útgáfa verður varðveitt af skjölunum. Lagt er til að heimilt verði að eyða pappírsskjölunum þegar vörsluútgáfa af GoPro skjalavörslukerfi skólans hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.
230803720.09.2023BorgarholtsskóliRafræn útgáfa varðveittFylgiskjöl starfsfólks á pappír t.d. afrit af prófskírteinum, læknisvottorðum o.fl.HeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimildt til að grisja afrit af fylgiskjölum starfsfólks á pappír þegar vörsluútgáfa af GoPro skjalavörslukerfi skólans hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að rafræn útgáfa verður varðveitt af skjölunum. Lagt er til að heimilt verði að eyða pappírsskjölunum þegar vörsluútgáfa af GoPro skjalavörslukerfi skólans hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.
230609820.09.2023Ráðgjafar- og greiningarstöðFylgiskjöl bókhaldsC Fylgigögn bókhalds - Vinnugögn fyrir rekstrar- og mannhaldsáætlanir.HeimilaðRáðgjafar- og greiningarstöð hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds, vinnugögn fyrir rekstrar- og mannhaldsáætlanir sem myndast á tímabilinu 2003 til 2015 á þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230609730.06.2023Ráðgjafar- og greiningarstöðFylgiskjöl bókhaldsC Fylgigögn bókhaldsHeimilaðRáðgjafar- og greiningarstöð hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds frá sem myndast á tímabilinu 2003 til 2015 á þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230607920.09.2023HugverkastofaUmsóknirCBD Dauðar einkaleyfaumsóknirSynjaðÁ ekki við
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin innihalda upplýsingar sem varða þjóðarsöguna, t.d. út frá hugmyndasögu og einnig sögu nýsköpunar á Íslandi. Þrátt fyrir eldri ákvæði um aðgangstakmarkanir að skjölunum sem Hugverkastofa vísar til í málinu, ásamt ákvæðum laga um einkaleyfi nr. 17/1991 um sama efni, verður að horfa til ákvæða 27. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 sem kveða á um takmarkanir á aðgangi að skjölum sem hafa að geyma upplýsinga um viðskiptaleyndarmál. Þar kemur fram að óheimilt sé að veita aðgang að skjölum sem hafa að geyma upplýsingar sem snerta virka og mikilvæga hagsmuni einstaklings eða fyrirtækis um viðskiptarleyndarmál. Þjóðskjalasafn gætir þess alltaf við afgreiðslu upplýsingabeiðna hvort að virk og mikilvæg viðskiptaleyndarmál séu í þeim skjölum sem óskað er eftir aðgang að. Séu þau skilyrði fyrir hendi er slíkum beiðnum hafnað með vísun í 27. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014
230606620.09.2023Ráðgjafar- og greiningarstöðVinnugögnEC Skjólstæðingur SIS málHeimilaðRáðgjafar- og greiningarstöð hefur heimild til að eyða skjölum vegna SIS mála sem mynduðust á tímabilinu 2011 til 2019.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið gildi er að ræða. Niðurstöður rannsóknar varðveittar annars staðar með rafrænum hætti þar sem skjólstæðingur getur nálgast þær sem og aðrir aðilar sem gætu þurft á að halda.
230525802.11.2023RíkissaksóknariVinnugögnBeiðnir um uppflettingu í sakaskrá.HeimilaðRíkissaksóknar hefur heimild til að eyða skjölum vegna uppflettingar í sakaskrá þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið að því skilyrði sýnishorn sé varðveitt. Það er gert til að sýna hvernig verklag var við að svara uppflettingarbeiðnum hjá Ríkissaksóknara.Ein askja af beiðnum um uppflettingu í sakaskrá.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að nefndin sér ekki augljósa ástæðu til að varðveita skjalaflokkinn í heild sinni.
230525730.06.2023RíkissaksóknariVinnugögnFylgibréf dóma
HeimilaðRíkissaksóknari hefur heimild til að grisja fylgibréf dóma þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að fylgibréfin hafa einungis tímabundið gildi þegar endurrit dóms ásamt ákæru er sent Ríkissaksóknara m.t.t. til áfrýjunar og skráningar í Sakaskrá. Eftir yfirferð er dómar sendir til Fangeilsismálastofnunar til fullnustu. Fylgibréfið verður eftir hjá Ríkissaksóknara. Þar sem nefndin sér ekki augljósar ástæður til varðveislu leggur hún til að grisjun sé heimil þegar hagnýtu gildi er lokið.
230520705.07.2023Skeiða- og GnúpverjahreppurFylgiskjöl bókhaldsFjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps - Fylgiskjöl bókhalds
HeimilaðSkeiða- og Gnúpverjahreppur hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds frá Fjarskiptafélagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á rafrænu formi þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230520605.07.2023Skeiða- og GnúpverjahreppurFylgiskjöl bókhaldsHitaveita Brautarholts - Fylgiskjöl bókhalds
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds frá Hitaveitu Brautarholts á rafrænu formi þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230520505.07.2023Skeiða- og GnúpverjahreppurFylgiskjöl bókhaldsVirðisaukaskattur
HeimilaðSkeiða- og Gnúpverjahreppur hefur heimild til að grisja virðisaukaskattsgögn á rafrænu formi þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230520420.09.2023Skeiða- og GnúpverjahreppurFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhaldsHeimilaðSkeiða- og Gnúpverjahreppurh hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast á tímabilinu 2011 til 2023 á rafrænu formi þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230514412.06.2023Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR)VinnugögnVinnuskjöl vegna mælinga og greininga
HeimilaðÍslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hefur heimild til að grisja vinnuskjöl vegna mælinga og greininga þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að vinnuskjölin sem eru á Excel-skráarsniði hafa tímabundið gildi vegna úrvinnslu mála en í þeim eru upplýsingar vegna efnagreininga, sýnatöku, mælinga ásamt hnitataflna. Fram kemur að grisjun þessara skjala ætti ekki að hafa mikil áhrif á varðveislu upplýsinga um niðurstöðu viðkomandi máls þar sem niðurstaða verkefnavinnu er ætíð vistuð við verklok í formi lokaskýrslu, greinargerðar eða minnisblaði.
230512430.06.2023Þjóðskjalasafn Íslands VinnugögnVinnugögn tengd útgefnu efni
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur heimild til að grisja vinnugögn tengd útgefnum bókum. Á ekki við.Lagt er til að heimila grisjun. Nefndin sér ekki augljósar ástæður fyrir varðveislu á vinnugögnunum og því leggur hún til að grisjun verði heimil þegar hagnýtu gildi er lokið.
230512030.06.2023VegagerðinFylgiskjöl bókhaldsB Bókhald
HeimilaðVegagerðin hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230507730.06.2023VegagerðinVinnugögnSkjöl Spalar ehf um áskrift að Hvalfjarðargöngum
HeimilaðVegagerðin hefur heimild til að grisja skjöl Spalar varðandi áskrift að Hvalfjarðargöngunum þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið með því skilyrði að varðveitt séu sýnishorn.Varðveita skal sýnishorn af skjölunum sem nemur tveimur skjalaöskjum.Varðveislu- og grisjunarnefnd telur rétt að samþykkja beiðnina.

Lagt er til að heimila grisjun með skilmála um sýnishornatöku. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin höfðu tímabundið gildi meðan Spölur ehf. sá um sölu á veglyklum og aðgangsmiðum í Hvalfjarðargöng. Nefndin leggur þó til að varðveitt verði sýnishorn af skjölunum þar sem framkvæmd og rekstur gjaldinnheimtu í Hvalfjarðargöngum er hluti af samgöngusögu Íslands. Lagt er til að Vegagerðin varðveiti eina öskju að eigin vali sem sýnishorn.
230507130.06.2023Sjúkratryggingar ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsReikningar og undirliggjandi-tengd skjöl frá innlendum veitendum heilbrigðisþjónustu
HeimilaðSjúkratryggingar Íslands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Varðveislu- og grisjunarnefnd telur rétt að samþykkja beiðnina.
Lagt er til að heimila grisjun. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að samskonar grisjunarbeiðni var afgreidd árið 2013 fyrir Sjúkratryggingar vegna sömu gagna en í því máli fór stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns fram á yfirgripsmikla sýnishornatöku, sjá mnr. 1301042. Í takt við fyrri afgreiðslur safnsins vegna fylgiskjala fjárhagsbókhalds leggur nefndin ekki til sýnishornatöku.
230504030.06.2023Fjölbrautaskóli SuðurlandsFylgiskjöl bókhaldsNemendauppgjör Garðyrkjuskólans
HeimilaðFjölbrautaskóli Suðurlands hefur heimild til að grisja nemedauppgjör Garðyrkjuskólans þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230503930.06.2023Fjölbrautaskóli SuðurlandsVinnugögnLæknisvottorð og umsóknir um undanþágu frá mætingu við Garðyrkjuskólann
HeimilaðFjölbrautaskóli Suðurlands hefur heimild til að grisja læknisvottorð og umsóknir um undanþágu frá mætingu við Garðyrkjuskólann þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
230503802.11.2023Fjölbrautaskóli SuðurlandsVinnugögnLaunabréfSynjaðÁ ekki við.Á ekki viðLaunabréf eru skjöl sem eru hluti af bréfasafni Garðyrkjuskólans og ættu því að vera varðveitt til frambúðar.
230416323.05.2023Menntaskólinn á ÍsafirðiVinnugögnKennslukannanir
HeimilaðMenntaskólinn á Ísafirði hefur heimild til að grisja kennslukannanir.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða gögn sem hafa tímabundið upplýsingagildi vegna úrvinnslu á sjálfsmati skólans og frammistöðumati kennara sem nemendur meta í könnuninni. Kennarar fá aðgang að niðurstöðunum til að meta starf sitt. Lagt er til að grisjun sé heimil fimm árum eftir að könnun fór fram en þá hefur skólinn lokið úrvinnslu könnunarinnar. Er sú tillaga nefndarinnar í takti við fyrri afgreiðslur sbr. mnr. 2205198 vegna grisjunarbeiðnar Menntaskólans við Sund vegna kennslukannana.
230412323.05.2023Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl - önnurLaunagögn
Um er að ræða ráðningasamninga, vottorð, upplýsingar um launahækkanir og önnur launagögn sem FJS notar til greiðslu launa.
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja skjöl varðandi launagreiðslur.Á ekki við.Forsendur ákvörðunarinnar eru þær sömu og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum hf. vegna launabókhalds og fylgiskjala. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita umrædd skjöl lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 um bókhald og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nefndin leggur því til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum þegar þau hafa náð 10 ár aldri.
230409023.05.2023Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðumVinnugögnVinnugögn tengd útgefnum bókum
HeimilaðStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur heimild til að grisja vinnugögn tengd útgefnum bókum. Á ekki við.Nefndin sér ekki augljósar ástæður fyrir varðveislu á vinnugögnunum og því leggur hún til að grisjun verði heimil þegar hagnýtu gildi er lokið.
230408912.06.2023Menntaskólinn á LaugarvatniVinnugögnUpplýst samþykki lögráða nemenda vegna veikindaskráninga
HeimilaðMenntaskólinn á Laugarvatni hefur heimild til að grisja upplýst samþykki lögráða nemenda vegna veikindaskráninga þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin höfðu tímabundið gildi fyrir nemandann í þeirri ákvörðun sinni að veita forráðamönnum aðgang að mætingasögu og einkunnum ásamt því að veita þeim umboð til að sjá um veikinda- og leyfisbeiðnir. Fram kemur í upplýsingum frá skólanum að skólinn hefur ekki lengur milligöngu um þessa leyfisveitingu heldur er það gert að af nemendanum sjálfum inni í Innu án allrar aðkomu skólans. Nefndin leggur til að grisjun sé heimil þegar hagnýtur gildi er lokið.
230408812.06.2023Fjölbrautaskóli SuðurlandsUmsóknirUmsóknir til Garðyrkjuskólands um skólavist
Að hlutaFjölbrautaskóli Suðurlands hefur heimild til að grisja umsóknir til Garðyrkjuskólans um skólavist.Á ekki við.Að hluta til.
Nefndin leggur til að grisjun umsókna sé heimil en að grisjun á afriti svarbréfa skólans vegna afgreiðslu umsókna verði hafnað. Forsenda ákvörðunarinnar er að umsóknir hafa einungis tímabundið gildi meðan afgreiðsla hennar er í vinnslu. Skjöl sem segja frá framvindu nemanda eru á móti varðveitt í skjalasafni skólans. Nefndin telur hins vegar að svarbréfin innihaldi m.a. upplýsingar um forsendur ákvörðunar um synjun skólavistar sem kunna að hafa í för með sér upplýsingagildi til framtíðar, t.d. fyrir mismunandi tímabil í sögu skólans og hag stjórnsýslu skólans.
230325517.05.2023Sveitarfélagið MúlaþingFylgiskjöl umsókna um félagsþjónustu.Fylgigögn umsókna félagsþjónustu
HeimilaðSveitarfélagið Múlaþing hefur heimild til að grisja fylgiskjöl umsókna um félagsþjónustu.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að fylgiskjölin hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu umsóknar stendur. Niðurstaða vegna úrvinnslu umsókna í formi greinargerðar ásamt greiðsluupplýsingum eru þó varðveitt í skjalasafni til frambúðar. Lagt er til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum þegar hagnýtu gildi er lokið.
230303902.11.2023Menntaskólinn við HamrahlíðFylgiskjöl - önnurVinnuskýrslur kennara og aukagreiðslur til kennaraHeimilaðMenntaskólinn við Hamrahlíð hefur heimild til að grisja vinnuskýrslur til kennara og aukagreiðslur til kennara sem mynduðust á tímabilinu 1974 til 1987 þegar skjölin hafa náð 10 ár aldri.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem tilgreind eru í beiðninni hafa tímabundið upplýsingagildi. Um er að ræða fylgiskjöl launabókhalds og starfsmannahalds. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita umrædd skjöl lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 um bókhald og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
230303830.03.2023Menntaskólinn í KópavogiFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl sjóðs og bankareikninga
Bókhaldsgögn MK sem eru orðin eldri en 7 ára
HeimilaðMenntaskólinn í Kópavogi hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á skjölunum þar sem þau hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160
230228030.03.2023Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE)Skattskýrslur og launaseðlarVinnugögn vegna útreikninga á launum
HeimilaðFramkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) hefur heimild til að grisja skjöl varðandi launagreiðslur þegar 10 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem tilgreind eru í beiðninni hafa tímabundið upplýsingagildi. Um er að ræða fylgiskjöl launabókhalds og starfsmannahalds, t.d. launalista, launaútreikninga þar með talin gögn vegna útreikninga á fæðingarorlofi, dagpeningum, mötuneytisúttektum, launabreytingum, beiðni og staðfestinga á launalausu leyfi, veikindavottorð, sakavottorð, starfsvottorð, ferðaheimild, akstursskýrslur, skuldayfirlit og viðvera. Fram kemur í rökstuðningi fyrir varðveislu og grisjun að samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat að ekki sé þörf á að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
230218129.03.2023Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE)VinnugögnAðaluppdrættir - verk og sérhlutateikningar
HeimilaðFramkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) hefur heimild til að grisja aðaluppdrætti, verk- og sérhlutateikningar þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um afrit skjala er að ræða sem hafa tímabundið gildi á meðan verkefni tengd þeim eru unnin. Að auki eru frumritin eru varðveitt hjá öðrum afhendingarskyldum aðilum.Einnig er bent á að Framkvæmdasýsla ríkisins aflaði sér samskonar heimildar til að eyða teikningum þegar sjö ár eru liðin frá myndun þeirra árið 2000.
230218029.03.2023Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE)Fylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
HeimilaðFramkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á skjölunum þar sem þau hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230216329.03.2023DómsmálaráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittUndirrituð bréf
HeimilaðDómsmálaráðuneytið hefur heimild til að grisja undirrituð bréf þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt, utan þess að útprentun á sér stað til að afla undirritunar starfsmanns. Undirritað bréf er síðan skannað og sent út til málsaðila. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Önnur forsenda ákvörðunarinnar er að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalsafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasöfn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
230214629.03.2023Þjóðskjalasafn Íslands Fylgiskjöl bókhaldsFramleiðnisjóður landbúnaðarins - Fjárhagsbókhald
Þjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja fjárhagsbókhald Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sem myndaðist á árunum 1985-2014 þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á skjölunum þar sem þau hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230210229.03.2023Menningar- og viðskiptaráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittÁrituð minnisblöð og tölvupóstar
HeimilaðMenningar- og viðskiptaráðuneytið hefur heimild til að grisja árituð minnisblöð og tölvupósta þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að minnisblöðin og tölvupóstarnir eru skjöl sem eru mynduð rafrænt og að vinnsla þeirra fer fram að lang mestu leyti rafrænt. Vegna þessa telur nefndin að varðveislan eigi að vera á rafrænu formi. Útprentun fer einungis fram í þeim tilgangi að afla staðfestingar og undirritunar ráðuneytisstjóra og ráðherra. Í einhverjum atvikum gerir ráðuneytisstjóri athugasemdir og sendir þá minnisblaðið aftur til úrvinnsluaðila þess innan ráðuneytisins með athugasemdum. Eintak með árituðum athugasemdum er skannað inn og vistað í viðkomandi máli í málasafni ráðuneytisins. Nefndin vekur athygli á því að samkynja grisjunarbeiðni barst Þjóðskjalasafni frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 31. maí 2019. Afgreiðslu hennar lauk með grisjunarheimild, sjá mnr. 1906068. Í samskiptum við ráðuneytið vegna þeirrar beiðnar kom fram hjá lögfræðingi þess að ætlunin væri að þessi minnisblöð yrðu aldrei prentuð út í ofangreindum tilgangi heldur yrði athugasemdir og undirritun ráðuneytisstjóra og ráðherra gerð rafrænt. Nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Þessu tengdu má nefna að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalsafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasafn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
230205830.03.2023Fjölbrautaskóli SuðurnesjaFylgiskjöl bókhalds
Skattskýrslur og launaseðlar
Starfsmannagögn - Um er að ræða launamiða, vinnuskýrslur, akstursbækur ásamt launalistum.HeimilaðFjölbrautaskóli Suðurnesja hefur heimild til að grisja skjöl varðandi launagreiðslur sem myndast hafa á tímabilinu 1985-2022 og til frambúðar þegar 10 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem tilgreind eru í beiðninni hafa tímabundið upplýsingagildi. Um er að ræða fylgiskjöl launabókhalds og starfsmannahalds, samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat varðveislu og grisjunarnefndar að ekki sé þörf á að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
230204229.03.2023Slökkvilið höfuðborgarsvæðisinsVinnugögnMannauðsmál - Læknisskoðun
HeimilaðSlökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur heimild til að grisja skjöl varðandi læknisskoðun þegar eitt ár er liðið frá tilurð þeirra.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn er að ræða sem hafa tímabundið gildi.
230132630.03.2023Fjársýsla ríkisinsVinnugögnLyklaskrár og taxtaskrár
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja lyklaskrár og taxtaskrár þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að gögn hafa tímabundið gildi.
230132529.03.2023Landsbókasafn-HáskólabókasafnVinnugögnUppsetning námsbókasafns - tölvupóstar og fylgiskjöl (leslistar)
HeimilaðLandsbókasafn-Háskólabókasafn hefur heimild til að grisja skjöl uppsetningu námsbókasafns þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Varðveislu- og grisjunarnefnd telur rétt að samþykkja beiðnina.
Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn er að ræða sem hafa tímabundið gildi. Rök Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns ættu að vera tekin gild fyrir grisjun á umræddum skjölum.
230132422.02.2023Isavia ohf.Fylgiskjöl bókhaldsSkjalaflokkur E - bókhald reikningar og greiðslukvittanir
HeimilaðIsavia ohf. hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 1988-2016 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
230130722.02.2023Fjársýsla ríkisinsVinnugögnSkyldusparnaður
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja skjöl varðandi skyldusparnað þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Varðveita skal sýnishorn af skjölunum sem nemur tveimur skjalaöskjum.Varðveislu- og grisjunarnefnd telur rétt að samþykkja beiðnina. Með skilyrði um sýnishornatöku. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin höfðu tímabundið gildi meðan á söfnun og útgreiðslur skyldusparnaði fór fram. Skyldusparnaður var tímabundin og voru bréfin með loka gjalddaga sem rann út árið 1990. Fjársýslan leggur til sýnishornatöku og telur nægjanlegt að taka sýnishorn af skírteinum, bæði útfyllt og óutfýllt og kvittunum. Nefndin tekur undir tillögu stofnunarinnar um sýnishornatöku. Nefndin vekur athygli á því að Fjársýslan mun varðveita öll bréf og samskipti vegna skyldusparnarðar og afhenda Þjóðskjalasafni til varðveislu í fyllingu tímans.
230128022.02.2023Fjársýsla ríkisinsVinnugögnBréfaskrá
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja bréfaskrá þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar í bréfaskránum eru varðveittar í öðrum pappírssskjölum í skjalasafni Fjársýslunnar. Hver skrár inniheldur eftirfarandi upplýsingar um hvern og einn starfsmann ríkisins: Nafn, starfsheiti, vinnustaður, efni og nafnnúmer. Vísar hvert blað í bréfabækur í vörslu Fjársýslunnar. Þessar sömu upplýsingar eru varðveittar í spjaldskrá í vörslu stofnunarinnar sem verður varðveitt og því eru forsendur til að grisja gögnin.
230124302.06.2023Landspítali - Háskólasjúkrahús Rafræn útgáfa varðveittNæringarblöndur. FramleiðsluseðlarHeimilaðLandspítali-Háskólasjúkrahús hefur heimild til að grisja framleiðsluseðla vegna næringablöndunar sem myndast hafa á tímabilinu 2015 til 2022 þegar vörsluútgáfa hefur verið afhent úr gagnasöfnunum Aria (lyfjaávísanakerf), Therapy og Cato (lyfjablöndunarkerfi) til varðveislu á Þjóðskjalasafn.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingar þær sem eru varðveittar í skjölunum eru þegar varðveittar í rafrænu gagnasöfnunum Aria (lyfjaávísanakerfi, Therapy og Cato (lyfjablöndunarkerfi). Landspítalinn hefur nú þegar tilkynnt þessi þrjú rafrænu gagnasöfn og hefur varðveislu- og grisjunarnefnd kveðið á um að þau gagnasöfn beri að varðveita og afhenda í vörsluútgáfu,
230124202.06.2023Landspítali - Háskólasjúkrahús Rafræn útgáfa varðveittKrabbameinslyfjablöndun. Framleiðsluseðlar.HeimilaðLandspítali-Háskólasjúkrahús hefur heimild til að grisja framleiðsluseðla vegna krabbameinslyfjablöndunar sem myndast hafa á tímabilinu 2022 til 2027 þegar vörsluútgáfa hefur verið afhent úr gagnasöfnunum Aria (lyfjaávísanakerf), Therapy og Cato (lyfjablöndunarkerfi) til varðveislu á Þjóðskjalasafn.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingar þær sem eru varðveittar í skjölunum eru þegar varðveittar í rafrænu gagnasöfnunum Aria (lyfjaávísanakerfi, Therapy og Cato (lyfjablöndunarkerfi). Landspítalinn hefur nú þegar tilkynnt þessi þrjú rafrænu gagnasöfn og hefur varðveislu- og grisjunarnefnd kveðið á um að þau gagnasöfn beri að varðveita og afhenda í vörsluútgáfu,
230124102.06.2023Landspítali - Háskólasjúkrahús Rafræn útgáfa varðveittKrabbameinslyfjablöndun. Framleiðsluseðlar.HeimilaðLandspítali-Háskólasjúkrahús hefur heimild til að grisja framleiðsluseðla vegna krabbameinslyfjablöndunar sem myndast hafa á tímabilinu 2015 til 2021 þegar vörsluútgáfa hefur verið afhent úr gagnasöfnunum Aria (lyfjaávísanakerf), Therapy og Cato (lyfjablöndunarkerfi) til varðveislu á Þjóðskjalasafn.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingar þær sem eru varðveittar í skjölunum eru þegar varðveittar í rafrænu gagnasöfnunum Aria (lyfjaávísanakerf), Therapy og Cato (lyfjablöndunarkerfi). Landspítalinn hefur nú þegar tilkynnt þessi þrjú rafrænu gagnasöfn og hefur varðveislu- og grisjunarnefnd kveðið á um að þau gagnasöfn beri að varðveita og afhenda í vörsluútgáfu,
230119322.02.2023Fjársýsla ríkisinsVinnugögnNafnaskrá - Starfsmannaskrá - StarfsheitaskráHeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja nafnaskrá, starfsmannaskrá og starfsheitaskrá þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um afrit eru að ræða af skjölum sem þegar eru varðveitt í skjalasafni Fjársýslunnar, bæði á pappír og á filmum.
230119222.02.2023Fjársýsla ríkisinsVinnugögnLaunagjaldaskrá
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja launagjaldskrá þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um afrit eru að ræða af skjölum sem þegar eru varðveitt í skjalasafni Fjársýslunnar.
230117722.02.2023ForsætisráðuneytiRafræn útgáfa varðveittB- Bréfasafn - Minnisblöð
HeimilaðForsætisráðuneyti hefur heimild til að grisja umbeðin minnisblöð þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að minnisblöðin eru skjöl sem eru mynduð rafrænt og að vinnsla þeirra fer fram að lang mestu leyti rafrænt. Vegna þessa telur nefndin að varðveislan eigi að vera á rafrænu formi. Útprentun fer einungis fram í þeim tilgangi að afla staðfestingar og undirritunar ráðuneytisstjóra og ráðherra. Í einhverjum atvikum gerir ráðuneytisstjóri athugasemdir og sendir þá minnisblaðið aftur til úrvinnsluaðila þess innan ráðuneytisins með athugasemdum. Eintak með árituðum athugasemdum er skannað inn og vistað í viðkomandi máli í málasafni ráðuneytisins. Nefndin vekur athygli á því að samskonar grisjunarbeiðni barst Þjóðskjalasafni frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 31. maí 2019. Afgreiðslu hennar lauk með grisjunarheimild, sjá mnr. 1906068. Í samskiptum við ráðuneytið vegna þeirrar beiðnar kom fram hjá lögfræðingi þess að ætlunin væri að þessi minnisblöð yrðu aldrei prentuð út í ofangreindum tilgangi heldur yrði athugasemdir og undirritun ráðuneytisstjóra og ráðherra gerð rafrænt. Nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Þessu tengdu má nefna að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalsafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasafn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
230117622.02.2023ForsætisráðuneytiRafræn útgáfa varðveittUndirrituð útsend bréf sem eru send rafrænt
HeimilaðForsætisráðuneyti hefur heimild til að grisja umbeðin undirrituð útsend bréf sem eru send rafrænt þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt, utan þess að útprentun á sér stað til að afla undirritunar starfsmanns. Undirritað bréf er síðan skannað og sent út til málsaðila. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Önnur forsenda ákvörðunarinnar er að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalsafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasöfn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
230115622.02.2023GrindavíkurbærVinnugögnSkattkort
HeimilaðGrindavíkurbær hefur heimild til að grisja umbeðin skattkort þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Nefndin leggur til að heimila grisjun. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að með breytingum á lögum nr. 45/1987 voru skattkortin aflögð og því ekki í notkun lengur. Nefndin sér ekki augljósar ástæður til varðveislu og því leggur hún til að eyða megi þessum skattkortum þegar hagnýtu gildi í samræmi við fyrri afgreiðslur, sjá t.d. mnr. 1907138. Nefndin vekur athygli að upplýsingarnar eru varðveittar hjá Skattinum.
230113422.02.2023Fjölbrautaskólinn við ÁrmúlaVinnugögnLæknisvottorð nemenda
HeimilaðFjölbrautaskólinn við Ármúla hefur heimild til að grisja umbeðin læknisvottorð þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið í samræmi við fyrri afgreiðslur, sjá t.d. mnr. 2209204.
221130820.12.2022NeytendastofaFylgiskjöl bókhaldsLöggildingarstofa - Bókhaldsgögn
HeimilaðNeytendastofa hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds Löggildingarstofu sem myndast hafa á
tímabilinu 2000-2005 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
221130720.12.2022NeytendastofaFylgiskjöl bókhaldsTalsmaður neytenda - Bókhaldsgögn
HeimilaðNeytendastofa hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds Talsmanns neytenda sem myndast hafa á
tímabilinu 2005-2015 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
221130620.12.2022NeytendastofaFylgiskjöl bókhaldsNeytendastofa - Bókhaldsgögn
HeimilaðNeytendastofa hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 2000-2015 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
22112181.12.2022Þjóðskjalasafn Íslands Afrit - frumrit varðveitt hjá stofnun5.11 Beiðnir um aðgang - upplýsingaþjónusta - útstrikuð afrit á pappír
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum beiðnum um aðgang þegar vörsluútgáfu skv. úrskurði 2/2017 hefur verið afhent Þjóðskjalasafni Íslands og samþykkt.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að þegar afhendingarferli vegna vörsluútgáfu er lokið hefur varðveisla skjalanna á rafrænu formi verið gátuð af hendi Þjóðskjalasafns og því engar ástæður lengur fyrir því að varðveita téðar upplýsingar á pappír. Nefndin vekur athygli á því að þetta tilgangur þessa afrits er eðli máls ólíkt samskonar afriti sem grisjunarbeiðni í mnr. 2211217 tekur til. Útstrikað afrit sýnir vinnslu skjalavarða í upplýsingaþjónustu við að afmá persónurekjanlegar upplýsingar úr skjalinu í þeim tilgangi að mæta ákvæðum laga. Til að tryggja varðveislu þeirrar úrvinnslu sér nefndin ástæðu til þess að leggja til fyrrgreindan fyrirvara á grisjun.
22112171.12.2022Þjóðskjalasafn Íslands Afrit - frumrit varðveitt hjá stofnun5.11 Beiðnir um aðgang - upplýsingaþjónusta - afrit á pappír
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum beiðnum um aðgang.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að afrit þessu eru hrein afrit af skjölum sem varðveitt eru í sínu skjalasafni í safnkosti Þjóðskjalasafns. Fyrir liggur í viðkomandi beiðnamáli í málasafni hvar skjölin eru varðveitt, t.d. í hvaða afhendingu, skjalaflokki og öskju, og því greið leið að hafa uppi á þeim ef á þarf að halda. Sökum þessa sér nefndin ekki augljós rök fyrir varðveislu þessara afrita þar sem frumritin eru þegar varðveitt í Þjóðskjalasafni.
22110901.12.2022ReykjanesbærRafræn útgáfa varðveittAfrit útsendra bréfa
HeimilaðUtanríkisráðuneytið hefur heimild til að grisja afrit undirritaðra bréfa sem mynduðust frá 1. maí og til frambúðar þegar vörsluútgáfa hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að þegar afhendingarferli vegna vörsluútgáfu er lokið hefur varðveisla skjalanna á rafrænu formi verið gátuð af hendi Þjóðskjalasafns og því engar ástæður lengur fyrir því að varðveita téðar upplýsingar á pappír.
22110851.12.2022LandsnetFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
HeimilaðLandsnet hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 2010-20 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra og til frambúðar.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Þá vekur nefndin athygli á því að grisjunarbeiðnin er í reynd sú sama og afgreidd var í máli nr. 1705017 með grisjunarheimild. Í fyrirliggjandi beiðni er hins vegar óskað eftir að grisjunarheimildin gildi frá því ári sem eldri heimild takmarkaðist við og áfram til frambúðar.
22102331.12.2022Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinuVinnugögnErfðafjárskýrslur ljósrit
HeimilaðSýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur heimild til að eyða ljósritum af erfðarfjárskýrslum þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsendur ákvörðunarinnar er sú að skjölin eru einungis hrein afrit af frumritum sem þegar eru í vörslu embættisins. Tilgangur þessara afrita var einungis til að hafa skjölin til reiðu við afgreiðslu og takmarka notkun á frumritum. Fram kemur í beiðninni að afrit þessa hafa lokið hlutverki sínu og því eru ekki sjáanleg rök fyrir því að varðveita þau lengur.
221021420.12.2022VesturbyggðVinnugögnDagbækur úr leikskólum
HeimilaðVesturbyggð hefur heimild til að grisja umræddar dagbækur stjórnenda og deilda þegar þær hafa náð eins árs aldri.Ein dagbók á 10 ára fresti fyrir ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða gögn með tímabundið upplýsingagildi. Fram kemur í beiðninni að upplýsingarnar í dagbókunum hafa þýðingu fyrir leikskólana á því ári sem þær eru í notkun. Því ætti að heimila grisjun umbeðinna dagbóka þegar þær hafa náð eins árs aldri. Nefndin leggur að varðveitt séu sýnishorn til að varðveita sögulegar upplýsingar um leikskólastarf og er lagt til að varðveita sem sýnishorn eina dagbók fyrir ár sem enda á 0. Nefndin bendir á að um sömu forsendur er að ræða og í máli nr. 2007093.
221021320.12.2022VesturbyggðVinnugögnViðverukladdar úr grunnskólum
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar eru sú að kladdar þessir kunna að innihalda einu upplýsingarnar um nemendaskipan í bekkjum grunnskólans hveru sinni. Eftir því sem nefndin kemst næst er reglulega beðið um aðgang að bekkjarklöddum grunnskóla í því skyni að vita bekkjarskipan, t.d. í því skyni að halda árgangsmót, og því telur nefndin að kladdarnir varðveiti sögulegar mikilvægar upplýsingar fyrir nemendur.
22102121.12.2022Ráðgjafar- og greiningarstöðFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
HeimilaðRáðgjafar- og greiningarstöð hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 1985-2002 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra og til frambúðar.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
221021128.11.2022LandsvirkjunFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds - sýnishorn
HeimilaðLandsvirkjun hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 1980-2015 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra og til frambúðar.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
220926628.11.2022Háskólinn á AkureyriFylgiskjöl umsóknaFylgiskjöl með umsókn vegna sérúrræða í námi
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að fyrrum nemendur eiga rétt til að afla sér upplýsinga um þau sérrúræði sem þeir fengu á skólagöngu sinni og hvernig úrvinnslu þeirra umsóknar var háttað. Ekki er tryggt að einstaklingurinn eigi þessi skjöl hjá sér til lengri tíma ásamt því að skólinn þarf að varðveita þetta hjá sér til að geta sýnt fram á að veitt hafi verið þjónusta í samræmi við það sem nemandinn átti rétt á.
220926528.11.2022Sameinað sveitarfélag Húnavatnshrepps og BlönduósbæjarFylgiskjöl - önnurLaun - afstemmingar
HeimilaðSameinað sveitarfélag Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar hefur heimild til að eyða afstemmingum launa þegar 10 ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsendur ákvörðunarinnar eru þær sömu og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum hf. vegna launabókhalds og fylgiskjala. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddaga með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nefndin leggur því til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum þegar þau hafa náð 10 ár aldri.
22092641.11.2022Héraðsskjalasafn ÁrnesingaUmsóknirGrunnskóli Árnessýslu - MötuneytisumsóknirSamþykktGrunnskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja mötuneytisumsóknir þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að mötuneytisumsóknirnar hafa tímabundið upplýsingagildi.
22092631.11.2022Héraðsskjalasafn ÁrnesingaFylgiskjól bókhaldsGrunnskóli Árnessýslu - AkstursbækurSamþykktGrunnskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja akstursbækur þegar 7 ár eru liðin frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr 1802160. nr. máli á finna má og aðila afhendingarskyldra fjárhagsbókhaldi.
22092621.11.2022Héraðsskjalasafn ÁrnesingaVinnugögnGrunnskóli Árnessýslu - Mætingarlistar-mætingarskrárSamþykktGrunnskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja mætingalista/mætingarskrár þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að mætingarlistarnir hafa tímabundið upplýsingagildi og upplýsingar sem varða frávik eru varðveittar í persónumöppum nemenda.
220924828.11.2022UtanríkisráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittSkjalaflokkur B-Málasafn - Minnisblöð til ráðherra eða ráðuneytisstjóra
HeimilaðUtanríkisráðuneytið hefur heimild til að grisja minnisblöð sem myndast hafa á
tímabilinu 01.01.2015 og til frambúðar.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að minnisblöðin eru skjöl sem eru mynduð rafrænt og að vinnsla þeirra fer fram að lang mestu leyti rafrænt. Vegna þessa telur nefndin að varðveislan eigi að vera á rafrænu formi. Útprentun fer einungis fram í þeim tilgangi að afla staðfestingar og undirritunar ráðuneytisstjóra og ráðherra. Í einhverjum atvikum gerir ráðuneytisstjóri athugasemdir og sendir þá minnisblaðið aftur til úrvinnsluaðila þess innan ráðuneytisins með athugasemdum. Eintak með árituðum athugasemdum er skannað inn og vistað í viðkomandi máli í málasafni ráðuneytisins.
Nefndin vekur athygli á því að samkynja grisjunarbeiðni barst Þjóðskjalasafni frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 31. maí 2019. Afgreiðslu hennar lauk með grisjunarheimild, sjá mnr. 1906068. Í samskiptum við ráðuneytið vegna þeirrar beiðnar kom fram hjá lögfræðingi þess að ætlunin væri að þessi minnisblöð yrðu aldrei prentuð út í ofangreindum tilgangi heldur yrði athugasemdir og undirritun ráðuneytisstjóra og ráðherra gerð rafrænt.
Nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Þessu tengdu má nefna að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalsafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasafn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
220924728.11.2022UtanríkisráðuneytiðFylgiskjöl bókhaldsSkjalaflokkur E-Bókhald - Bankayfirlit reikningsskil og fleira
HeimilaðUtanríkisráðuneytið hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 1961-2022 og til frambúðar þegar 10 ár eru liðinn frá tilurð þeirra og til frambúðar.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á þeim skjölum sem teljast til fylgiskjala bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum enda hafa þau náð 7 ára aldri og er það í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Í öðru lagi er forsenda ákvörðunarinnar sú sama og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum hf. sem fjallaði um launabókhald og fylgiskjöl þess. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi, í þessu tilviki endurgreiðslur úr sjúkrasjóði. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nefndin leggur því til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum þegar þau hafa náð 10 ár aldri.
220924628.11.2022UtanríkisráðuneytiðFylgiskjöl bókhaldsSkjalaflokkur E-Bókhald - Reikningar og greiðslukvittanir
HeimilaðUtanríkisráðuneytið hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 2017-2022 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra og til frambúðar.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
220924528.11.2022UtanríkisráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittSkjalaflokkur B-Málasafn - Innsend erindi á pappír-trúnaðar- og afturköllunarbréf sendiherra
HeimilaðUtanríkisráðuneytið hefur heimild til að grisja undirrituð bréf sem verða til í
málaskrá og eru einungis send til viðtakenda sem viðhengi í tölvupósti sem myndast hafa á
tímabilinu 01.01.2015 og til frambúðar þegar vörsluútgáfa af hefur verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að hér er um að ræða skjal sem er afrit af skjali sem varðveitt er í skjalasafni Embætti forseta Íslands auk þess sem ráðuneytið býr til stafræna endurgerð skjalsins við skönnun þess í rafrænt gagnasafn. Vinnsla málsins innan ráðuneytisins fer nær að öllu leyti rafrænt og er aðsenda pappírsskjalið aldrei notað. Nefndin vekur athygli á því að hér er um að ræða aðsent skjal en ekki skjal sem til verður í rafrænu gagnasafni innan ráðuneytisins. Af þeim sökum er málið annars eðlis en áþekkum afgreiðslum nefndarinnar sbr. lið b. fyrr á þessum fundi. Þess utan fer ráðuneytið sjálft fram á að eyða pappírnum þegar fyrrgreind vörusluútgáfa hefur verið afhent Þjóðskjalasafni.
220924428.11.2022UtanríkisráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittSkjalaflokkur B-Málasafn - Undirrituð útsend erindi á pappír sem verða til í málaskrá og eru einungis send til viðtakenda sem viðhengi í tölvupósti
HeimilaðUtanríkisráðuneytið hefur heimild til að grisja undirrituð bréf sem verða til í
málaskrá og eru einungis send til viðtakenda sem viðhengi í tölvupósti sem myndast hafa á
tímabilinu 01.01.2015 og til frambúðar.
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt, utan þess að útprentun á sér stað til að afla undirritunar starfsmanns. Undirritað bréf er síðan skannað og sent út til málsaðila. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Önnur forsenda ákvörðunarinnar er að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem jafnframt er að hluta forveri menningar- og viðskiptaráðuneytisins, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalasafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasöfn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
220921904.10.2022FiskistofaVinnugögnVinnugögn vegna leiðréttinga í GAFLSamþykktFiskistofa hefur heimild til að grisja vinnugögn vegna landana erlendis-GAFL sem myndast
hafa á tímabilinu 2007-2019 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi er lokið.
Á ekki viðUm er að ræða gögn sem hafa tímabundið upplýsingagildi og eru samkynja vinnugögnum vegna vinnslu í sama gagnasafni
22092053.11.2022Dómsmálaráðuneyti - SýslumannaráðFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhaldsSamþykktSýslumannsembættin hafa heimild til að eyða fylgiskjölum bókhalds sem mynduðust frá árinu 2015 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðin frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
220920418.10.2022Fjölbrautaskóli SuðurlandsVinnugögnLæknisvottorðSamþykktFjölbrautarskóli Suðurlands hefur heimild til að grisja læknisvottorð-pappírsskjöl sem
myndast hafa á tímabilinu 2014-2021 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða
220912218.10.2022ForsætisráðuneytiFylgiskjól bókhaldsFylgigögn bókhaldsSamþykktForsætisráðuneytið hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á
tímabilinu 1999-2010 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
220912118.10.2022Menningar- og viðskiptaráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittUndirrituð útsend bréf sem eru send rafræntSamþykktMenningar- og viðskiptaráðuneytið hefur heimild til að grisja undirrituð bréf sem verða til í
málaskrá og eru einungis send til viðtakenda sem viðhengi í tölvupósti sem myndast hafa á
tímabilinu 01.02. 2022 og til frambúðar.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt, utan þess að útprentun á sér stað til að afla undirritunar starfsmanns. Undirritað bréf er síðan skannað og sent út til málsaðila. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Önnur forsenda ákvörðunarinnar er að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem jafnframt er að hluta forveri menningar- og viðskiptaráðuneytisins, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalasafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasöfn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
220900404.10.2022HeilbrigðisráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittÚtprentuð og undirrituð eintök af bréfiSamþykktHeilbrigðisráðuneytið hefur heimild til að grisja útprentuð og undirrituð bréf sem myndast
hafa á tímabilinu 2019 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að nefndin telur að eðlismunur sé á þessari grisjunarbeiðni og öðrum grisjunarbeiðnum vegna pappírsskjala sem eiga sér hliðstæðu í rafrænu gagnasafni. Meginmunurinn er sá að hér er um að ræða skjal sem til verður rafrænt og að vinnsla þess fer að mestu leyti rafrænt, utan þess að útprentun á sér stað til að afla undirritunar starfsmanns. Undirritað bréf er síðan skannað og sent út til málsaðila. Ekki er t.d. um að ræða aðsent bréf eða erindi sem borist hefur ráðuneytinu. Því ætti að heimila grisjun á útprentuðum pappír vegna þessarar vinnslu. Önnur forsenda ákvörðunarinnar er að eitt af fyrrum ráðuneytum Stjórnarráðsins, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur afhent vörsluútgáfu fyrir málaskrá og málasafn til Þjóðskjalsafns. Ráðuneyti Stjórnarráðsins hafa á undanförnum árum notað sama rafræna gagnasafnið til að halda utan um málaskrá og málasöfn sín og því er komin reynsla á afhendingu vörsluútgáfu frá Stjórnarráðinu. Slíkt undirbyggir þá skoðun að komin sé reynsla á varðveislu rafrænna gagna hjá Stjórnarráðinu og þar með að varðveisla slíkra gagna sé traust.
220824814.9.2022Heilbrigðisstofnun SuðurlandsFylgiskjól bókhaldsSjúkrahús Vestmannaeyja - BókhaldsgögnSamþykktHeilbrigðisstofnun Suðurlands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem mynduðust hjá
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja á tímabilinu 1960 til 2004.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603011. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220824004.10.2022ÚtlendingastofnunUmsóknirVegabréfsáritanirSamþykktÚtlendingastofnun hefur heimild til að grisja vegabréfsáritanir sem myndast hafa á tímabilinu
2021 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að ekki er gerð krafa um varðveita umsóknir og fylgigögn lengur en í eitt ár skv. reglugerð (Regulation (EC) No. 810/2009 of the European Parliament and of the Council of 13 July 2009 establishing a Community Code on Visas). Réttindin sem falin eru í skjölunum eru tímabundin og þetta er skjalaflokkur með tímabundið hagnýtt gildi.
220823304.10.2022Fjölbrautaskólinn við ÁrmúlaFylgiskjól bókhaldsBókhaldsskjöl - Fylgiskjöl bókhaldsSamþykktFjölbrautarskólinn við Ármúla hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa
á tímabilinu 2002-2015 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603011. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220820814.9.2022Menntaskólinn að LaugarvatniFylgiskjól bókhaldsBókhaldsgögnSamþykktMenntaskólinn að Laugarvatni hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 1960 og til 2022 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603011. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220819104.10.2022Menntaskólinn við SundVinnugögnEinkunnalistar - Vinnugögn vegna skráningar einkunnaSamþykktMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja vinnugögn vegna skráningar einkunna sem
myndast hafa á tímabilinu 1991-2002 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða vinnugögn og skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
220819004.10.2022Menntaskólinn við SundUmsóknirUmsóknir um skólavistSamþykktMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja umsóknir um skólavist sem myndast hafa á
tímabilinu 1991-2005 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa einungis tímabundið gildi meðan afgreiðsla umsóknarinnar er í vinnslu. Skjöl sem segja frá framvindu nemanda eru varðveitt í skjalasafni skólans.
220815804.10.2022Seðlabanki ÍslandsFylgiskjól bókhaldsFylgiskjöl bókhaldsSamþykktSeðlabanki Íslands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 2011 og til 2014 og til frambúðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603011. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220814104.10.2022Fjölbrautaskóli SuðurnesjaUmsóknirUmsóknir um skólavistSamþykktFjölbrautaskóli Suðurnesja hefur heimild til að grisja umsóknir um skólavist og fylgiskjöl þeirra sem myndast hafa á tímabilinu 1976 til 2022.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa einungis tímabundið gildi meðan afgreiðsla umsóknarinnar er í vinnslu. Skjöl sem segja frá framvindu nemanda eru varðveitt í skjalasafni skólans.
220811604.10.2022MatvælaráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittB - Bréfasafn - MinnisblöðSamþykktMatvælaráðuneytið hefur heimild til að grisja minnisblöð á pappír sem myndast hafa á tímabilinu frá 01.02. 2022 og sem munu myndast til framtíðar enda varðveitt rafrænt.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að minnisblöðin eru skjöl sem eru mynduð rafrænt og að vinnsla þeirra fer fram að lang mestu leyti rafrænt.
220811504.10.2022MatvælaráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittB - Bréfasafn - Útsend bréfSamþykktMatvælaráðuneytið hefur heimild til að grisja útsend bréf á pappír sem myndast hafa á tímabilinu frá 01.02. 2022 og sem munu myndast til framtíðar enda varðveitt rafrænt.Á ekki við Forsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi ráðuneytisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu.
220700404.10.2022Sveitarfélagið VogarUmsóknir Fylgiskjöl umsóknaUmsókn um húsaleigubætur - Frumrit af umsókn.
Tilfallandi samskipti milli umsækjanda og starfsmanns.
SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞjóðskjalavörður hafnaði beiðninni á afgreiðslufundi grisjunarbeiðna 4. október 2022 því skjölin geyma heimildir um hlutverk og þjónustu sveitarfélagsins Voga og endurspegla húsnæðisþörf og félagslegar aðstæður og eru þar af leiðandi sögulegar heimildir um íslenskt samfélag.
220700404.10.2022Sveitarfélagið VogarUmsóknir Fylgiskjöl umsóknaUmsókn um húsaleigubætur. Afrit af gögnum er varða upplýsingar um tekjur og eignir (s.s. skattframtöl og launaseðlar)
Aflýstum húsaleigusamningum.
SamþykktSveitarfélagið Vogar hefur heimild til að grisja umsóknir um húsaleigubætur þ.e. afrit af
skjölum sem varða upplýsingar um tekjur og eignir og aflýsta húsaleigusamninga sem
myndast hafa á tímabilinu 2003-2016 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á umbeðnum fylgiskjölum vegna umsókna um húsnæðisbætur hjá sveitarfélögum er rétt að heimila grisjun að hluta með þeim skilmálum að tekin verði sýnishorn. Lagt er til að heimila skuli grisjun á eftirfarandi fylgiskjölum sem hafi tímabundið gildi fyrir Sveitarfélagið Voga:

220623704.10.2022Landspítali - háskólasjúkrahúsVinnugögnNæringarblöndur.Framleiðsluseðlar.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞjóðskjalavörður hafnaði beiðninni á afgreiðslufundi grisjunarbeiðna þann 4. október 2022 þar sem ekki er búið að tilkynna rafræna gagnasafnið til Þjóðskjalasafns og úrskurða það varðveisluhæft.
220623604.10.2022Landspítali - háskólasjúkrahúsVinnugögnKrabbameinslyfjablöndun - Framleiðsluseðlar - 2015-2020SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞjóðskjalavörður hafnaði beiðninni á afgreiðslufundi grisjunarbeiðna þann 4. október 2022 þar sem ekki er búið að tilkynna rafræna gagnasafnið til Þjóðskjalasafns og úrskurða það varðveisluhæft.
220623504.10.2022Landspítali - háskólasjúkrahúsVinnugögnKrabbameinslyfjablöndun - Framleiðsluseðlar - 2021-2026SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞjóðskjalavörður hafnaði beiðninni á afgreiðslufundi grisjunarbeiðna þann 4. október 2022 þar sem ekki er búið að tilkynna rafræna gagnasafnið til Þjóðskjalasafns og úrskurða það varðveisluhæft.
220614904.10.2022ReykjanesbærUmsóknirUmsókn um stuðningsúrræði vegna samræmdra prófaSynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin varða úrvinnslu á réttindum nemenda og er vinnsla þeirra vitnisburður um hvernig staðið var að þeim málum.
220607529.06.2022VestmannaeyjabærFylgiskjöl bókhaldsAfstemmingarlistiHeimilaðVestmannaeyjabær hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 2017 og til 2019 þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna. Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar eru þær sömu og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum hf. vegna launabókhalds og fylgiskjala. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nefndin leggur því til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum þegar þau hafa náð 10 ár aldri.
220607528.6.2022VestmannaeyjabærFylgiskjól bókhalds - LaunAfstemmingarlistiSamþykktVestmannaeyjabær hefur heimild til að grisja afstemmingarlista þegar þeir hafa náð 10 ár aldri.Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar eru þær sömu og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum hf. vegna launabókhalds og fylgiskjala. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
220520829.05.2022Þjóðskjalasafn Íslands Fylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds - Ferðaheimildir - Ferðareikningar - Gjaldeyrisumsóknir. HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 2011 og til 2013 þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin leggur þó til sýnishornatöku þar sem eitt sýnishorn sem barst með beiðninni innihélt sögulegar heimildir sem snerta sögu Þjóðskjalasafns og samskipti við dönsk yfirvöld vegna skjalaskipta, þ.e. skjal sem varðaði skjalaskil frá Danmörku árin 2003-2004. Til að meta sýnishornatöku leggur nefndin til að starfsmaður safnsins sem er vel að sér í sögu Þjóðskjalasafns skoði þessi skjöl með það fyrir augum að meta heimildagildi þeirra og gera tillögu um sýnishornatöku.
220515929.06.2022Embætti landlæknisVinnugögnSamgöngusamingur, útfyllt eyðublöðHeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að grisja samgöngusamninga- útfyllt eyðublöð sem
myndast hafa á tímabilinu 2019 og til frambúðar þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að eyðublöðin hafi tímabundið gildi á meðan unnið er að gerð samgöngusamnings, en sá samningur er varðveittur í málasafni.
220515829.06.2022Heilbrigðisstofnun SuðurlandsFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn.
Fylgiskjöl bókhalds.
HeimilaðHeilbrigðisstofnun Suðurlands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 2004 og til 2022 þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna. Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
220511913.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnStaðfestingar til starfsmannaHeimilaðMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja staðfestingar til
starfsmanna t.d. um starfstíma þegar hagnýti gildi er lokið. Skjölin hafa
myndast á tímabilinu skólaárið 2020-2021 og munu myndast til frambúðar.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að staðfestingin hefur tímabundið gildi og að upplýsingarnar sem þar eru að finna eru varðveittar í skjölum í starfsmannamöppu viðkomandi starfsmanns í skjalasafni skólans. Lagt er til að eyðing fari fram þegar hagnýtu gildi er lokið.
220511813.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnStaðfestingar á skólavist, greiðslu og útskriftHeimilaðMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja staðfestingar á skólavist, greiðslu og útskrift þegar hagnýti gildi er lokið. Skjölin hafa
myndast á tímabilinu skólaárið 2020-2021 og munu myndast til frambúðar.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að staðfestingin hefur tímabundið gildi og að upplýsingarnar sem þar eru að finna eru varðveittar í öðrum skjölum í vörslu skólans. Lagt er til að eyðing fari fram þegar hagnýtu gildi er lokið.
220511613.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnViðverulistar, listar yfir nemendur sem mæta í lokapróf: Nafnalisti yfir próftaka þar sem yfirsetukennari merkir viðveru/fjarvist.
HeimilaðMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja viðverulista í lokaprófum
sem myndast hafa á tímabilinu 2020-2021 og til frambúðar þegar hagnýtu
gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að mætingaskrárnar hafa tímabundið gildi meðan á próftöku stendur.
Vitnisburður um próftöku er prófið sjálft og einkunn úr prófinu. Heimila ætti eyðingu þegar hagnýtu
gildi er lokið.
220511513.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnLæknisvottorð nemenda á pappír og rafrænu formiMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja læknisvottorð nemenda á pappír og á rafrænu formi
sem myndast hafa á tímabilinu 2020-2021 og til frambúðar þegar hagnýtu
gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn eru að ræða með tímabundið gildi og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
220511413.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnUndirskriftarlistar frá nemendumHeimilaðMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja undirskriftarlista frá nemendum
sem myndast hafa á tímabilinu 2020-2021 og til frambúðar þegar hagnýtu
gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinar er sú að til að tryggja varðveislu skjalanna og upplýsinga sem þar eru skráðar þurfi skólinn að hafa lokið afhendingu á vörsluútgáfu úr téðu rafrænu gagnasafni í samræmi við úrskurð 28/2020.
220511313.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnLeyfisbeiðnir starfsmanna.HeimilaðMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja leyfisbeiðnir starfsmanna sem myndast hafa á tímabilinu 2020-2021 og til frambúðar þegar hagnýtu
gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða gögn með tímabundið gildi og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið. Vakin er athygli á því að um samskonar gögn er að ræða og úrskurðað var um í grisjunarheimild í máli nr. 2111239.
220511213.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnLeyfisbeiðnir nemenda á pappír og rafrænu formiHeimilaðMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja leyfisbeiðnir nemenda sem myndast hafa á tímabilinu 2020-2021 og til frambúðar þegar hagnýtu
gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða gögn með tímabundið gildi og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
220511013.06.2022Menntaskólinn á AkureyriVinnugögnViðverulistar á fundumHeimilaðMenntaskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja viðverulista á fundum
sem myndast hafa á tímabilinu 2020-2021 og til frambúðar þegar hagnýtu
gildi þeirra er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn er að ræða með tímabundið gildi. Listarnir hafa þýðingu rétt á meðan verið er að rita fundargerð en í henni kemur fram hverjir sóttu tiltekinn fund.
220510713.06.2022Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnUmsóknir um niðurfellingu fjarvista vegna veikinda.
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Garðabæ hefur heimild til að grisja umsóknir um
niðurfellingu fjarvista vegna veikinda þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.
Skjölun hafa myndast árið 2018 og munu myndast til frambúðar.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að eyðublaðið hefur tímabundið gildi og að upplýsingarnar sem þar eru að finna eru varðveittar í öðrum skjölum í vörslu skólans. Lagt er til að eyðing fari fram þegar hagnýtu gildi er lokið.
220507113.06.2022HeilbrigðisráðuneytiðVinnugögnSamkomulag um styrkHeimilaðHeilbrigðisráðuneytið hefur heimild til að grisja skjöl um samkomulag um.
styrk á pappír sem eru skönnuð inn í málakerfi ráðuneytisins með skilmála um
afhendingu kerfisins til Þjóðskjalasafns og samþykkt safnsins á vörsluútgáfu.
Skjölin hafa myndast á tímabilinu 1.1. 2019 og sem munu myndast til
frambúðar
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinar er sú að til að tryggja varðveislu skjalanna og upplýsinga sem þar eru skráðar þurfi ráðuneytið að hafa lokið afhendingu á vörsluútgáfu úr téðu rafrænu gagnasafni í samræmi við úrskurð 24/2020.
220505413.06.2022FiskistofaRafræn útgáfa varðveittVigtar- og ráðstöfunarskýrslur - VORHeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja vigtar-og ráðstöfunarskýrslur á pappír
sem myndast hafa á tímabilinu 2014-2017.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að Fiskistofa hefur nú þegar afhent Þjóðskjalasafni vörsluútgáfu (vörslunr. AVID.THI.20017) af rafræna gangasafninu VOR sem varðveitir sömu upplýsingar og skráðar eru í þeim skýrslum sem grisjunarbeiðnin tekur til. Vörsluútgáfan hefur verið staðfest af Þjóðskjalasafni.
220493313.06.2022Vinnueftirlit ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsUm er að ræða lista yfir orlof og fjarvistir starfsmanna Vinnueftirlitsins frá 1994-2011 og launalistar frá 1998-2006. Upplýsingar á launalistum eru á launaseðlum og skattskýrslum starfsmanna.HeimilaðVinnueftirlit ríkisins hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 1994 og til 2011 þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna.Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar eru þær sömu og í máli nr. 2204922 vegna grisjunarbeiðnar frá Landsbankanum hf. vegna launabókhalds og fylgiskjala. Um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi. Samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat nefndarinnar að ekki þurfi að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Nefndin leggur því til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum þar sem þau hafa náð 10 ár aldri ellegar hefði hún lagt til að grisjun ætti að fara fram þegar skjölin hefðu náð 10 ára aldri.
220492224.05.2022Landsbankinn hf.Fylgiskjöl bókhalds
Skattskýrslur og launaseðlar
Launabókhald og fylgiskjölHeimilaðLandsbankinn hf. hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds þegar 10 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna. Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem tilgreind eru í beiðninni hafa tímabundið upplýsingagildi. Um er að ræða fylgiskjöl launabókhalds og starfsmannahalds, t.d. launalista, launaútreikninga þar með talin gögn vegna útreikninga á fæðingarorlofi, dagpeningum, mötuneytisúttektum, launabreytingum, beiðni og staðfestinga á launalausu leyfi, veikindavottorð, sakavottorð, starfsvottorð, ferðaheimild, akstursskýrslur, skuldayfirlit og viðvera. Fram kemur í rökstuðningi Landsbankans fyrir varðveislu og grisjun að samkvæmt lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda, er almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda fjögur ár, sbr. 3. gr. Rísi ágreiningur um launakröfur fyrrum starfsfólks bankans fyrnast slíkar kröfur í samræmi við framangreint. Þá fyrnist krafa sem er umsamin eða ákveðin vegna eftirlauna, framfærslueyris, meðlags eða annarrar greiðslu, og fellur í gjalddag með jöfnu millibili og er ekki afborgun af höfuðstól, þegar liðin eru tíu ár frá þeim degi sem síðasta greiðsla var innt af hendi. Hafi engar greiðslur átt sér stað byrjar fresturinn að líða frá þeim degi þegar kröfuhafi gat krafist þess að fá greidda fyrstu greiðsluna. Einstakar gjaldfallnar greiðslur fyrnast enn fremur eftir ákvæðum 3. gr. Því er það mat bankans að ekki sé þörf á að varðveita skjölin lengur en í 10 ár í ljósi þess tilgangs sem var með söfnun þeirra í upphafi, sbr. ákvæði laga nr. 145/1994 og laga nr. 150/2007, en einnig ákvæði 4. og 5. tölul. 8. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Nefndin tekur undir þessi sjónarmið og leggur til að heimila grisjunar á umbeðnum skjölum þegar þau hafa náð 10 ár aldri. Nefndin vill vekja athygli á því að hún leitaði álits Fjársýslu ríkisins á þessari grisjunarbeiðni. Í svari Fjársýslunnar kom fram það mat að ekki þyrfti að varðveita fylgigögn launabókhalds, líkt og þau sem talin eru upp í grisjunarbeiðni Landsbankans, til frambúðar en aftur á móti þyrfti að varðveita launaseðla lengur vegna réttarstöðu starfsmanna, en í launaseðlum kemur fram launatímabil og fjárhæð launa.
220481924.05.2022Ás styrktarfélagFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
Um er að ræða fylgiskjöl bókhalds og undirgögn bókhalds, innkaupanótur fyrir vörur og þjónustu.
HeimilaðÁs styrktarfélag hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 2011 og til 2013 þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna. Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr 1802160. nr. máli á finna má og aðila afhendingarskyldra fjárhagsbókhaldi.
Ás er afhendingarskylt til Borgarskjalasafns Reykjavíkur sbr. mál nr. 2102303 en beiðnin er lögð fyrir afgreiðslufund grisjunarbeiðna til að úrskurða um að sýnishornataka verði ekki í samræmi við reglur nr. 627/2010.
2203146 / 2204117511.04.2022HeilbrigðisráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittMinnisblöð
HeimilaðHeilbrigðisráðuneytið hefur heimild til að grisja minnisblöð á pappír sem myndast hafa á tímabilinu frá 01.01. 2019 og sem munu myndast til framtíðar enda varðveitt rafrænt.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að minnisblöðin eru skjöl sem eru mynduð rafrænt og að vinnsla þeirra fer fram að lang mestu leyti rafrænt.
2202228 / 2204110911.04.2022Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystraRafræn útgáfa varðveittGoPro Foris - Pappírsafrit af tölvupóstum og gögnum
Þessi skjöl eru vistuð í Gopro 2015-2019. Afrit af tölvupóstum og gögnum vegna ýmissa mála sem eru þegar vistuð rafrænt.
HeimilaðLögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur heimild til að grisja GoPro Fortis-Pappírsafrit af tölvupóstum og gögnum sem myndast hafa á tímabilinu 2015 og til framtíðar. Er það gert með skilmála um afhendingu til Þjóðskjalasafns Íslands og samþykkt á vörsluútgáfu til að tryggja varðveislu skjalanna og upplýsinga sem þar eru skráðar.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinar er sú að til að tryggja varðveislu skjalanna og upplýsinga sem þar eru skráðar þurfi embættið að hafa lokið afhendingu á vörsluútgáfu úr téðu rafrænu gagnasafni í samræmi við úrskurð 42/2021.
2202033 / 2204103811.04.2022Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnGreiningar - Ljósrit - Beiðni um endurskoðun ákvörðunar
SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðEkki eru forsendur til að endurskoða ákvörðun vegna grisjunar á umræddum gögnum. Sjónarmiðin eru þau sömu og fram koma í umsögn vegna fyrri grisjunarbeiðnar, sbr. mnr. 2104199, þ.e. að einstaklingar geti leitað til skólans til að afla sér upplýsinga um þær greiningar sem þeir höfðu á skólagöngu sinni. Ekki er tryggt að einstaklingurinn eigi þessi skjöl hjá sér til lengri tíma ásamt því að skólinn þarf að varðveita þetta hjá sér til að geta sýnt fram á að veitt hafi verið þjónusta í samræmi við þær þarfir sem þurfti til að uppfylla í samræmi við greiningar
220200710.03.2022Landspítali - Háskólasjúkrahús VinnugögnBráðamóttökuskrá barna
HeimilaðLandspítali-háskólasjúkrahús hefur heimild til að grisja bráðamóttökuskrá barna sem myndast mun á tímabilinu 2022 til 2027 þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi þeirra er lokið.Á ekki viðForsendan er sú að um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið gildi og að upplýsingar í skjölunum eru varðveittar í sjúkrarskrá.
2201341 / 2204102811.04.2022Menntaskólinn í ReykjavíkPrófúrlausnir og verkefni6.04.01 Miðannarmat (Frumrit prófa og verkefna sem eru lögð fyrir önnur en lokapróf)Menntaskólinn í Reykjavík hefur heimild til að grisja miðannarmat þ.e.
frumrit prófa og verkefna sem eru lögð fyrir önnur en lokapróf.
Varðveita skal sem sýnishorn einn mánuð á önn á fimm ára fresti.Forsendur ákvörðunarinnar er sú að með þessu náist markmið að varðveita heimildir um þróun og sögu námsmatsgagna af þessu tagi. Auk þess væri þetta í samræmi við álit Menntamálastofnunar um varðveislu námsmatsgagna dags. 17. mars 2020, sjá mnr. 1704198, að varðveita ætti eintök af öllum prófum, verkefnum og öðrum gögnum sem verða til við námsmat og eru lögð fyrir nemendur auk niðurstaðna námsmatsins (t.d. einkunnir).
220127710.03.2022Menntaskólinn á LaugarvatniVinnugögnFæðingar- og skírnarvottorð
Um er að ræða fæðingar- og skírnarvottorð sem nemendur hafa skilað inn til skólans í tengslum við umsókn um skóladvöl.
HeimilaðMenntaskólinn að Laugarvatni hefur heimild til að grisja fæðingar- og skírnarvottorð sem myndast hafa á tímabilinu 1964 til 1972.Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar er sú að umrædd gögn höfðu tímabundið gildi meðan á skráningu nemenda við skólann stóð á tímabilinu um um ræðir, þ.e. 1964-1972.
2201274 / 2204101011.04.2022Menntaskólinn á LaugarvatniVinnugögnSkírteini um miðskólapróf
Um er að ræað staðfestinu á lúkningu miðskólaprófs sem hluta af umsóknarferli inn í Menntaskólann að Laugarvatni.
HeimilaðMenntaskólinn á Laugarvatni hefur heimild til að grisja skírteini um miðskólapróf sem myndast hafa á tímabilinu 1963 til 1972.Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar er sú að umrædd gögn höfðu tímabundið gildi meðan á skráningu nemenda við skólann stóð á tímabilinu um um ræðir, þ.e. 1963-1972.
220126310.03.2022SkatturinnRafræn útgáfa varðveitt
Vinnugögn
Farmskrár innflutnings sem varðveitt eru á pappír
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja farmskrár innflutnings sem varðveittar eru á pappír sem myndast hafa á tímabilinu 1989 og til framtíðar þegar þær hafa náð 6 ára aldri og eru einnig varðveittar rafrænt.

Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að að umfang þeirrar sýnishornatöku á skjölunum sem fram hefur farið á grunni ákvörðunar stjórnarnefndar Þjóðskjalsafns, sbr. svarbréf safnsins frá 18. desember 2008, er of umfangsmikil. Rafrænt gagnasafn sem heldur utan um framskrárnar hefur verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns og úrskurðað hefur verið um varðveislu þess. Í þessu rafræna gagnasafni eru allar farmskrár í skjalaflokknum varðveittar. Einnig er vakin athygli á því að úrvinnsla og samantektir úr þessum skýrslum eru birt í útgefnu efni Hagstofu Íslands.
220126210.03.2022SkatturinnVinnugögn
Rafræn útgáfa varðveitt
Farmskrár útflutnings sem varðveitt eru á pappír
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja farmskrár útflutnings sem varðveittar eru á pappír sem myndast hafa á tímabilinu 1989 og til framtíðar þegar þær hafa náð 6 ára aldri og eru einnig varðveittar rafrænt.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að að umfang þeirrar sýnishornatöku á skjölunum sem fram hefur farið á grunni ákvörðunar stjórnarnefndar Þjóðskjalsafns, sbr. svarbréf safnsins frá 18. desember 2008, er of umfangsmikil. Rafrænt gagnasafn sem heldur utan um framskrárnar hefur verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns og úrskurðað hefur verið um varðveislu þess. Í þessu rafræna gagnasafni eru allar farmskrár í skjalaflokknum varðveittar. Einnig er vakin athygli á því að úrvinnsla og samantektir úr þessum skýrslum eru birt í útgefnu efni Hagstofu Íslands.
220126110.03.2022SkatturinnRafræn útgáfa varðveittTollskýrslur útflutnings og fylgigögn þeirra sem geymd er á pappír
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja tollskýrslur útflutnings og fylgigögn þeirra sem geymd eru á pappír sem myndast hafa á tímabilinu 1989 og til framtíðar þegar skjölin hafa náð 6 ára aldri og eru einnig varðveitt rafrænt.Á ekki viðForsendur ákvörðunarinnar er sú þær að skjölin hafa tímabundið gildi þar sem réttur hins opinbera, lögaðila og einstaklinga til leiðréttinga tolla og annarra gjalda fellur niður að sex árum liðnum frá tollafgreiðslu. Þá eru upplýsingar um innflutning varðveittar í útgefnu efni t.d. á vegum Hagstofu Íslands. Ef til þess kemur verða upplýsingar úr tollskýrslunum sjálfum aðgengilegar í rafrænu gagnasafni sem heldur utan um upplýsingar um tollskýrslur.
220126010.03.2022SkatturinnFylgiskjöl bókhaldsEndurgreiðsla vegna tolla og vsk [virðisaukaskatts]
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja endurgreiðslur vegna tolla og virðisaukaskatts sem myndast hafa á tímabilinu 1996 og til frambúðar þegar 6 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða bókhaldsskjöl sem hafa tímabundið gildi. Nefndin leggur til að grisjun verði heimil sex árum eftir tollaafgreiðsludegi í samræmi við ákvæði 112. gr. tollalaga nr. 88/2005.
220125910.03.2022SkatturinnFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
Skjölin verða til við greiðslu reikninga og eru hluti af lögbundnu bókhaldi embættisins.
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 1997 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603013. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220125810.03.2022SkatturinnFylgiskjöl bókhaldsGreiðsluáætlanir
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja greiðsluáætlanir sem myndast hafa á tímabilinu 2003 og til framtíðar þegar 10 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603013. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220125710.03.2022SkatturinnFylgiskjöl bókhaldsSkilagreinar sundurliðanir
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja skilagreinar-sundurliðanir sem myndast hafa á tímabilinu 2001 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603013. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220125610.03.2022SkatturinnFylgiskjöl bókhaldsSértækir lista - AX listar
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja sértæka lista-Ax lista sem myndast hafa á tímabilinu 2004 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603013. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220125510.03.2022SkatturinnFylgiskjöl bókhaldsVörugjaldsskýrslur
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja vörugjaldsskýrslur sem myndast hafa á tímabilinu 2006 og til framtíðar þega 7 ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Nefndin vekur athygli á því að grisjunarráð hafði áður samþykkt grisjun á skjölunum á fundi sínum 13. apríl 2016 með skilmála um sýnishornatöku. Sjá nánari í máli nr. 1603015. Í ljósi ofangreindra forsendna leggur nefndin til að ákveðið verði að hætta sýnishornatöku og heimila grisjun.
220120131.01.2022Þjóðskjalasafn Íslands Fylgiskjöl bókhaldsSkrifstofa Rannsóknarstofnanna Atvinnuveganna (SRA) - Bókhald - Afhending 1989/5HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands vegna Skrifstofu rannsóknarstofnana atvinnuveganna hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 1973 til 1986.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á umbeðnum skjölum enda eru þau eldri en 7 ára og þannig í samræmi við varðveisluákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
220119731.01.2022SkatturinnVinnugögnUmboð og beiðnir lögfræðinga
Þetta eru umboð fyrir lögmenn og endurskoðendur til að sinna málum skjólstæðingasinna.
HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að grisja umboð lögfræðinga sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar stjórnsýslulegu og hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðVarðveislu- og grisjunarnefndin sér ekki augljósar ástæður fyrir varðveislu og því leggur hún til að grisjun verði heimil þegar stjórnsýslulegu og hagnýtu gildi er lokið.
220104431.01.2022Menntaskólinn á EgilsstöðumFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds-launalistar
Skjöl þessi hafa orðið til við mánaðarlega launaútreikninga starfsmanna á sínum tíma.
HeimilaðMenntaskólinn á Egilsstöðum hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds-launalista sem myndast hafa á tímabilinu 1981 til 2010.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160.
211223428.01.2022Vinnueftirlit ríkisinsVinnugögnVinnugögn
Vinnugögnin sem um er að ræða eru tölvupóstar og skjöl á tölvudrifum stofnunarinnar.
HeimilaðVinnueftirlit ríkisins hefur heimild til að grisja rafræn vinnugögn sem myndast hafa á tímabilinu 2007 til 2021 þegar hagnýtu og stjórnsýlulegu gildi er lokið. Um grisjun/varðveislu tölvupósta hafa verið settar reglur nr. 331/2020.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi embættisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu
211218020.01.2022Landsbankinn hf.Afrit - frumrit varðveitt hjá stofnunSkýrsla með afriti af persónuupplýsingum einstaklinga sem óska eftir aðgangi að eigin gögnum (GDPR skýrsla)HeimilaðLandsbankinn hf. hefur heimild til að grisja skýrslu með afriti af persónuupplýsingum einstaklinga sem óska eftir aðgangi að eigin gögnum (GDPR skýrsla) sem myndast hefur á tímabilinu 2018 til dagsins í dag. Á ekki viðForesenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skýrslur sem eru afrit af upplýsingum sem þegar eru í vörslu bankans og því er rétt að heimila grisjun.
211202319.01.2022Embætti landlæknisRafræn útgáfa varðveittInnsend erindi á pappír sem þegar hafa borist embætti landlæknis sem viðhengi í tölvupósti
HeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að grisja innsend erindi á pappír sem þegar haf borist embætti landlæknis sem viðhengi í tölvupósti sem myndast hafa á tímabilinu 1. janúar 2021 og til framtíðar. Er það gert með þeim skilmála að grisjun fari fram þegar vörsluútgáfa úr rafrænu gagnasafni, þar sem skjölin eru varðveitt, hafi verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi embættisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu. Rétt er að benda á að varðveita umrædd skjöl á pappír saman í þeirri röð sem þau berast til þess að auðvelda grisjun þegar hún verður heimil.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi embættisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu. Nefndin telur rétt að ráðleggja embættinu að varðveita umrædd skjöl á sama stað í skjalageymslu í þeirri röð sem þau berast. Slíkt mun greiða fyrir grisjun þegar hún verður heimil.
211134914.01.2022Embætti landlæknisVinnugögnTilkynningar frá öðrum löndum um heilbrigðisstarfsfólk undir eftirliti eða sem hefur takmarkað starfsleyfi
HeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að grisja tilkynningar frá öðrum löndum um heilbrigðisstarfsfólk undir eftirliti eða sem hefur takmarkað starfsleyfi sem myndast hafa á tímabilinu 1. janúar 2021 og til framtíðar. Er það gert með þeim skilmála að grisjun fari fram þegar vörsluútgáfa úr rafrænu gagnasafni, þar sem skjölin eru varðveitt, hafi verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalasafni. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi embættisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi embættisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu.
211125514.01.2022Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittUndirrituð bréf sem eru send rafrænt til viðtakenda
HeimilaðAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur heimild til að grisja undirrituð bréf sem eru send rafrænt sem myndast hafa á tímabilinu 2017 til 2022. Er það gert með þeim skilmála að grisjun fari fram þegar vörsluútgáfa úr rafrænu gagnasafni, þar sem skjölin eru varðveitt, hafi verið afhent og samþykkt af
Þjóðskjalasafni.
Á ekki við.Nefndin telur rétt að heimila grisjun með þeim skilmála að grisjun fari fram þegar vörsluútgáfa úr rafrænu gagnasafni þar sem skjölin eru varðveitt hafi verið afhent og samþykkt af Þjóðskjalsafni. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi ráðuneytisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu. Nefndin telur rétt að ráðleggja ráðuneytinu að varðveita umrædd skjöl á sama stað í skjalageymslu í þeirri röð sem þau berast. Slíkt mun greiða fyrir grisjun þegar hún er heimil.
211124019.01.2022BorgarholtsskóliVinnugögn
Afrit - frumrit varðveitt hjá stofnun
Skjöl sem verða til vegna skönnunar og undirritunar
HeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að grisja skjöl sem verða til vegna skönnunar og undirritunar sem myndast hafa á tímabilinu 1996 og til framtíðar þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem um ræðir eru einungis með undirsskrift annars undirritara og hefur það með takmarkað gildi, enda er skjalið varðveitt með öllum nauðsynlegum undirskriftum sem til þarf.
211123914.01.2022BorgarholtsskóliVinnugögnLeyfisbeiðnir starfsmannaHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að grisja leyfisbeiðnir starfsmanna sem myndast hafa á tímabilinu 1996 og til framtíðar þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa tímabundið upplýsingagildi.
211123814.01.2023BorgarholtsskóliUmsóknirUmsóknir um nám á afreksíþróttasviðiSynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Rafræn varðveisla upplýsinganna er ekki tryggð. Hægt er að endurskoða ákvörðunina þegar INNA hefur verið tilkynnt til ÞÍ.
211123714.01.2024BorgarholtsskóliVinnugögnStarfsmannasamtölSynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú telja verður mögulegt að hagsmunir eða réttindi einstaklinga sem og jafnvel viðkomandi stjórnvalds verði fyrir borð bornir verði fallist á grisjun þeirra gagna sem tilgreind eru í beiðni. Samkvæmt álitsgerð Kristínar Benediktsdóttir dósents um grisjun á gögnum sem verða til í starfsmannasamtölum dags. 30. september 2017, má almennt ganga út frá að framangreind samtöl séu tæki til að innleiða aðferðir í mannauðsstjórnun hjá ríkisstofnunum til að styrkja starfsemi þeirra og veita starfsmönnum þeirra tækifæri til að þróast og þroskast í starfi. Að auki sé tilgangurinn að bæta upplýsingagjöf milli yfirmanna og starfsmanna sem hefur áhrif á starf og starfsumhverfi auk þess að vera grunnur að fræðslu og þjálfun starfsmanna. Það sama getur átt við um stjórnendur. Ekki sé hægt að útiloka að slík samtöl geti verið upphaf að máli sem endar með viðurlagaákvörðun gagnvart starfsmanni eða stjórnanda stofnunar.
211123614.01.2025BorgarholtsskóliUmsóknirUmsóknir um skólavist og fylgiskjöl þeirraHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að grisja umsóknir um skólavist og fylgiskjöl þeirra sem myndast hafa á tímabilinu 1996 til 2003.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa einungis tímabundið gildi meðan afgreiðsla umsóknarinnar er í vinnslu. Skjöl sem segja frá framvindu nemanda eru varðveitt í skjalasafni skólans.
21102845.11.2021Þjóðskjalasafn Íslands - Fjársýsla ríkisins og RíkisbókhaldFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds frá Ríkisbókhaldi og Fjársýslu ríkisins voru afhent Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu frá framangreindum stofnunum um 1990-2010. Um er að ræða fylgiskjöl fjárhagsbókhalds sem myndast hafa í starfsemi afhendingarskyldra aðila. Almenn greiðsluskjöl og millifærslur í bókhaldi, hreyfingalistar, dag- og aðalbækur t.d. fylgiskjalaflokkar úr BÁR; 21, 22, 23, 31, 35 og 38 og úr Orra; AP-reikningar, GL 20, GL 21, GL 23, GL 24, GL 26, GL 50, Innkaupakort.HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem eru í vörslu safnsins frá Ríkisbókhaldi og Fjársýslu ríkisins sem myndast hafa á tímabilinu 1960 til 2010.Varðveita skal einn hillumetra sem sýnishorn.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn. Einnig er stuðst við minnisblað frá Fjársýslu ríkisins sem
211023415.12.2021Hljóðbókasafn ÍslandsVinnugögnVottorð frá lánþegumHeimilaðHljóðbókasafn Íslands hefur heimild til að grisja vottorð frá lánþegum sem myndast hafa á tímabilinu 2016 og áfram.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa einungis tímabundið gildi meðan afgreiðsla bókasafnskort er í vinnslu. Þegar kortið hefur verið afgreitt og gefið út hafa skjölin lokið hlutverki sínu. Að auki er um að ræða skjöl með persónuupplýsingum sem ekki teljast nauðsynlegar til varðveislu fyrir starfsemi stofnunarinnar. Nefndin vekur athygli á því að beiðnin er samkynja annarri beiðni frá sömu stofnun í máli nr. 1603016. Grisjunarheimild vegna þess máls gerði ráð fyrir grisjun sömu skjala á árabili 2007-2016. Í fyrirliggjandi beiðni er óskað eftir því að grisjunarheimildi gildi frá 2016 og til framtíðar.
211023415.12.2021Hljóðbókasafn ÍslandsVinnugögnVottorð frá lánþegumHeimilaðHljóðbókasafn Íslands hefur heimild til að grisja vottorð frá lánþegum sem myndast hafa á tímabilinu 2016 og áfram.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa einungis tímabundið gildi meðan afgreiðsla bókasafnskort er í vinnslu. Þegar kortið hefur verið afgreitt og gefið út hafa skjölin lokið hlutverki sínu. Að auki er um að ræða skjöl með persónuupplýsingum sem ekki teljast nauðsynlegar til varðveislu fyrir starfsemi stofnunarinnar. Nefndin vekur athygli á því að beiðnin er samkynja annarri beiðni frá sömu stofnun í máli nr. 1603016. Grisjunarheimild vegna þess máls gerði ráð fyrir grisjun sömu skjala á árabili 2007-2016. Í fyrirliggjandi beiðni er óskað eftir því að grisjunarheimildi gildi frá 2016 og til framtíðar.
211020715.12.2021FiskistofaFylgiskjöl bókhaldsStarfsmannagögn. Vinnugögn varðandi launaútreikninga
HeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja starfsmannagögn-vinnugögn varðandi launaútreikninga sem myndast hafa á tímabilinu 2010 til 2015.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin innihalda afrit af upplýsingum sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi.
211020715.12.2021FiskistofaFylgiskjöl bókhaldsStarfsmannagögn. Vinnugögn varðandi launaútreikninga
HeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja starfsmannagögn-vinnugögn varðandi launaútreikninga sem myndast hafa á tímabilinu 2010 til 2015.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin innihalda afrit af upplýsingum sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi.
211020115.12.2021Háskólinn á AkureyriFylgiskjöl - önnurFylgigögn með framgangsbeiðnum
HeimilaðHáskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja fylgirit með framgangsbeiðnum sem myndast ha+G23fa á tímabilinu 1998 til 2011.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða fylgigögn sem eru útgefið efni og hafa því tímabundið gildi og eru varðveitt á öðrum stöðum m.a. í bókasöfnum og upplýsingagáttum á vefnum. Lagt er til að grisjun verði heimil þegar hagnýtu gildi skjalanna er lokið. Forsendan er af sama toga og í máli nr. 1406031.
211020115.12.2021Háskólinn á AkureyriFylgiskjöl - önnurFylgigögn með framgangsbeiðnum
HeimilaðHáskólinn á Akureyri hefur heimild til að grisja fylgirit með framgangsbeiðnum sem myndast ha+G23fa á tímabilinu 1998 til 2011.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða fylgigögn sem eru útgefið efni og hafa því tímabundið gildi og eru varðveitt á öðrum stöðum m.a. í bókasöfnum og upplýsingagáttum á vefnum. Lagt er til að grisjun verði heimil þegar hagnýtu gildi skjalanna er lokið. Forsendan er af sama toga og í máli nr. 1406031.
211015415.12.2021Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisinsVinnugögnSkjólstæðingur EB- vinnugögn og upptökur
HeimilaðGreiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur heimild til að grisja Skjólstæðingur EB-vinnugögn og upptökur sem myndast hafa á tímabilinu 1986 til 2006 og einnig frá 1975 til 1985 sem tilheyra eldri starfsemi í sama málaflokki (Kjarvalshús og Öskjuhlíðarskóli).Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um er að ræða vinnugögn þar sem niðurstöður athuganna eru skjalfest í skýrslum sem eru varðveitt í skjalasafni stofnunarinnar. Til er fordæmi í máli nr. 1805053 sem fjallaði um sams konar gögn. Þar var forsenda ákvörðunarinnar að um vinnugögn er að ræða með tímabundið upplýsingagildi þar sem niðurstaða er varðveitt í skýrslum og matslistum í skjalasafni viðkomandi aðila.
211015415.12.2021Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisinsVinnugögnSkjólstæðingur EB- vinnugögn og upptökur
HeimilaðGreiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur heimild til að grisja Skjólstæðingur EB-vinnugögn og upptökur sem myndast hafa á tímabilinu 1986 til 2006 og einnig frá 1975 til 1985 sem tilheyra eldri starfsemi í sama málaflokki (Kjarvalshús og Öskjuhlíðarskóli).Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um er að ræða vinnugögn þar sem niðurstöður athuganna eru skjalfest í skýrslum sem eru varðveitt í skjalasafni stofnunarinnar. Til er fordæmi í máli nr. 1805053 sem fjallaði um sams konar gögn. Þar var forsenda ákvörðunarinnar að um vinnugögn er að ræða með tímabundið upplýsingagildi þar sem niðurstaða er varðveitt í skýrslum og matslistum í skjalasafni viðkomandi aðila.
211013215.12.2021Þjóðskjalasafn ÍslandsAfrit - frumrit varðveitt hjá stofnunAusturhöfn - TR ehf - H - Teikningar
Skjölin eru rúmlega 170 veggspjöld sem voru sýnd á sýningu til kynningar á byggingu Hörpu. Á spjöldunum eru ýmsar tillögur og teikningar af útliti Hörpu og umhverfi hennar.
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja H-Teikningar. Veggspjöld sem voru á sýningu til kynningar ábyggingu Hörpu sem notuð voru á tímabilinu 2001 til 2009.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að umrædd skjöl eru afrit af öðrum skjölum sem eru frágengin og varðveitt í skjalasafni Austurhafnar – TR ehf.

211013215.12.2021Þjóðskjalasafn ÍslandsAfrit - frumrit varðveitt hjá stofnunAusturhöfn - TR ehf - H - Teikningar
Skjölin eru rúmlega 170 veggspjöld sem voru sýnd á sýningu til kynningar á byggingu Hörpu. Á spjöldunum eru ýmsar tillögur og teikningar af útliti Hörpu og umhverfi hennar.
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja H-Teikningar. Veggspjöld sem voru á sýningu til kynningar ábyggingu Hörpu sem notuð voru á tímabilinu 2001 til 2009.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að umrædd skjöl eru afrit af öðrum skjölum sem eru frágengin og varðveitt í skjalasafni Austurhafnar – TR ehf.

211012813.10.2021Heilbrigðisstofnun AusturlandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds.
Um er að ræða gömul bókhaldsgögn varðandi almennan rekstur s.s reikningar, kvittanir, afrit . Löngu búið að loka viðkomandi árum og til eru ársreikningar sem unnir hafa verið upp úr þessum gögnum.
HeimilaðHeilbrigðisstofnun Austurlands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds sem myndast hafa á tímabilinu 01.01. 1998 til 31.12. 2012.Á ekki viðForsenda þess er sú að þar sem starfsauglýsingin er hluti málsgagna og í reynd upphaf ráðningarmáls í málasafni ber að varðveita auglýsinguna í skjalasafni. Ákvörðun um veitingu starfs hjá stjórnvaldi er stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
2110103 / 220479411.04.2022ÚtlendingastofnunUmsóknirVegabréfsáritanir / áritunarmál 1970-2002
SynjaðÁ ekki við
Á ekki viðForsendur þess eru þær að ákvörðun um vegabréfsáritun er stjórnvaldsákvörðun sem varðar réttindi fólks. Að auki hafa útgefnar vegabréfsáritanir verið varðveittar hingað til.
21100827.10.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnÝmsar leyfis- og undanþágubeiðnir til skólaráðs
Skjölin sem um ræðir eru beiðnir nemenda um leyfi t.d. vegna utanlandsferða eða annarra ástæðna til skólaráðs. Einnig um undanþágur frá námsáföngum sem þau ættu annars að ljúka eða aðrar undanþágur, t.d. frá skólasóknarreglum.
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Garðabæ hefur heimild til að grisja ýmsar leyfis- og undanþágubeiðnir til skólaráðs sem myndast hafa á tímabilinu 1990 til haustannar 2019.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að leyfisveitngarnar eru skráðar í fundargerðir skólaráðs sem eru varðveittar í málasafni stofnunarinnar. Beiðnirnar hafa því tímabundið gildi og því ætti að heimila að eyða þessum skjölum þegar hagnýtu gildi lokið
211006215.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnÝmis bréf og tölvupóstar almenns eðlis, tilkynningar og fyrirmæli
HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að grisja ýmis bréf og tölvupósta almenns eðlis, tilkynningar og fyrirmæli sem myndast hafa á tímabilinu 2018-1978.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl sem hafa borist skólanum og eru almenn eðlis og varða mál hans ekki með efnislegum hætti og krefjast því ekki viðbragða.
211006215.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnÝmis bréf og tölvupóstar almenns eðlis, tilkynningar og fyrirmæli
HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að grisja ýmis bréf og tölvupósta almenns eðlis, tilkynningar og fyrirmæli sem myndast hafa á tímabilinu 2018-1978.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl sem hafa borist skólanum og eru almenn eðlis og varða mál hans ekki með efnislegum hætti og krefjast því ekki viðbragða.
211006115.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögn
Fylgiskjöl - önnur
Fundarboð fyrir ýmsa fundi
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða sem ætti að vera varðveitt með fundargerðinni.
211006115.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögn
Fylgiskjöl - önnur
Fundarboð fyrir ýmsa fundi
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða sem ætti að vera varðveitt með fundargerðinni.
21100606.10.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæStarfsauglýsingar sem birst hafa opinberlega eða innan stofnunnar.
Um er að ræða starfsauglýsingar sem birst hafa í fjölmiðlum eða verið birtar innanhúss.
SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda þess er sú að þar sem starfsauglýsingin er hluti málsgagna og í reynd upphaf ráðningarmáls í málasafni ber að varðveita auglýsinguna í skjalasafni. Ákvörðun um veitingu starfs hjá stjórnvaldi er stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
211005915.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæFylgiskjöl - önnurEinstaklingsbundnar náms- og kennsluáætlanir fyrir nemendur sérnámsbrautar
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl sem innihalda upplýsingar sem varða réttindi nemandans, sjá t.d. viðmið í máli nr. 1803049 og í 33. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Skjölin varpa einnig ljósi á framkvæmd skólans á lagaskyldum sínum og kunna því að hafa þýðingu fyrir hann.
211005915.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæFylgiskjöl - önnurEinstaklingsbundnar náms- og kennsluáætlanir fyrir nemendur sérnámsbrautar
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl sem innihalda upplýsingar sem varða réttindi nemandans, sjá t.d. viðmið í máli nr. 1803049 og í 33. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Skjölin varpa einnig ljósi á framkvæmd skólans á lagaskyldum sínum og kunna því að hafa þýðingu fyrir hann.
211005715.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnMætingayfirlit nemenda
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar eru sú að þar sem hvorki Inna né Axel hafa verið tilkynnt sem rafræn gagnasöfn og ekki sé hægt að heimila grisjun fyrr en gagnasöfnin hafi verið tilkynnt og úrskurðað um rafræn skil á þeim.
211005715.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnMætingayfirlit nemenda
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar eru sú að þar sem hvorki Inna né Axel hafa verið tilkynnt sem rafræn gagnasöfn og ekki sé hægt að heimila grisjun fyrr en gagnasöfnin hafi verið tilkynnt og úrskurðað um rafræn skil á þeim.
211005515.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnÁminningar veittar nemendum vegna brota á skólasóknarreglum
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um eru að ræða málsgögn sem ber að varðveita í málasafni. Upplýsingarnar í þeim gætu varðað réttindi nemenda jafnvel þó að skólavist þeirra sé lokið.
211005515.12.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnÁminningar veittar nemendum vegna brota á skólasóknarreglum
SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um eru að ræða málsgögn sem ber að varðveita í málasafni. Upplýsingarnar í þeim gætu varðað réttindi nemenda jafnvel þó að skólavist þeirra sé lokið.
21100384.10.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsGL 26 Millifærslur tekna
Með millifærslum tekna er verið að bóka í Orra uppgjör frá tekjubókhaldskerfi ríkisins (TBR)._x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja GL 26 Millifærslur tekna sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn
frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
211003715.12.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsAP-reikningar
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja AP-reikninga sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014.Á ekki við.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/29914 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Þar eru talin upp tegundir skjala sem Fjársýslan álítur að megi eyða og þar á meðal eru umrædd skjöl.
211003715.12.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsAP-reikningar
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja AP-reikninga sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014.Á ekki við.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/29914 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila og má finna á máli nr. 1802160. Þar eru talin upp tegundir skjala sem Fjársýslan álítur að megi eyða og þar á meðal eru umrædd skjöl.
21100374.10.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsInnkaupakort
Reikningar vegna vörukaupa starfsmanna stofnana (í greiðslu og bókhaldsþjónustu hjá FJS). Frumgögn vegna innkaupakorta viðskiptavina, kvittanir á pappír til bókunar eftir greiðslu kortareiknings sem ýmist barst rafrænt eða á pappír í AP-reikninga_x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja innkaupakort sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn
frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
21100364.10.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsGL-21 Dagbók, millifærslur
Millifærslur, almennar - greiðslur og leiðréttingar færðar m.a. skv. beiðnum frá viðskiptavinum með viðeigandi fylgigögnum_x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja GL-21 Dagbók, millifærslur sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn
frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
21100354.10.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsGL 20. Ríkisféhirðir. Dagbók
Millifærslur vegna uppgjöra á sjóðum og bankareikningum ríkisféhirðis.
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja GL 20. Ríkisféhirðir. Dagbók sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn
frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
21100344.10.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsFerðareikningar
Undirgögn er varða ferðalög starfsfólks stofnana ríkisins (í greiðslu-og bókhaldsþjónustu FJS). Afrit/frumrit af fargjöldum, hótelkostnaði, ráðstefnugjalda, lestarmiðar, leigubílar og svo framvegis._x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja ferðareikninga sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn
frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
21100334.10.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsGL 23 Málskostnaður
Útlagður málskostnaður lögreglu- og sýslumannsembætta. Málskostnaður eru reikningar fyrir kaup á vöru og þjónustu._x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja GL 23 Málskostnaður sem myndast hafa á tímabilinu 2006 til 2014 og til framtíðar þegar 7 ár eru liðinn
frá tilurð þeirra.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210928810.03.2022Landmælingar ÍslandsVinnugögnPrentfilmusafn Landmælinga Íslands - VinnugögnHeimilaðLandmælingar Íslands hafa heimild til að grisja prentfilmusafn sem myndast hefur á tímabilinu 1956 til 2005.

.
Varðveita skal sem sýnishorn skjöl frá árunum 1956 til 1960Forsendur ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið gildi og þjónuðu sem vinnugögn við gerð korta sem gefin voru út af Landmælingum. Kortin eru endanleg útgáfa hverrar kortagerðar og formleg lok þess lögbundna verkefnis sem stofnunin hefur með kortagerð sinni. Nefndin sér ekki aðrar ástæður fyrir langtímavarðveislu þessara skjala utan þess að varðveita heimildir um verklag við kortagerð frá því tímabili sem skjölin urðu til á. Því telur nefndin að varðveisla allra skjala af þessu tagi sem til urðu fyrir 1960, sem er í samræmi við viðmið sem sett voru af stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns á sínum tíma, muni þjóna þeim tilgangi að varðveita sögu um verklag. Sá skilmáli um varðveislu sýnishorna er ennfremur í samræmi við tillögu og vilja Landmælinga um varðveislu sem fram kemur í grisjunarbeiðninni. Nefndin bendir á að Landmælingar vinna að því að skanna allt prentfilmusafnið og því verða stafræn endurgerð þessara gagna til.
210928723.9.2021Þjóðskjalasafn Íslands - Skrifstofa rannsóknastofnanna atvinnuvegannaFylgiskjöl bókhaldsBókhald frá Skrifstofa rannsóknastofnanna atvinnuveganna
Skjölin eru fylgiskjöl bókhalds úr afhendingu 2017/132. Stofnun sjálf sótti um grisjun á bókhaldi árið 2014 og sagði skjölin væru aðallega launafylgiskjöl, millifærslur, reikningar og nótur, skuldfærslulistar, afrit af samningum sem til eru hjá fjársýslunni eða þeim stofnunum sem gerir samninginn, beiðnir um greiðslur og fleira. Það sama á við um skjölin í þessari afhendingu._x0000_
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds Ríkisspítala þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210922115.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaFylgiskjöl bókhaldsLeikskólar í Árnessýslu - Uppgjörsbunki leikskólagjalda
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umrædda uppgjörsbunka leikskjólagjalda þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr 1802160. nr. máli á finna má og aðila afhendingarskyldra fjárhagsbókhaldi.
210922115.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaFylgiskjöl bókhaldsLeikskólar í Árnessýslu - Uppgjörsbunki leikskólagjalda
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umrædda uppgjörsbunka leikskjólagjalda þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr 1802160. nr. máli á finna má og aðila afhendingarskyldra fjárhagsbókhaldi.
210922015.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaFylgiskjöl bókhaldsLeikskólar í Árnessýslu - Vinnuskýrslur og akstursbækur
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umræddar vinnuskýrslur og akstursbækur þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr 1802160. nr. máli á finna má og aðila afhendingarskyldra fjárhagsbókhaldi.
210922015.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaFylgiskjöl bókhaldsLeikskólar í Árnessýslu - Vinnuskýrslur og akstursbækur
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umræddar vinnuskýrslur og akstursbækur þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að leggja til að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Þar að auki er vísað til minnisblaðs sem Fjársýsla ríkisins útbjó við vinnslu á reglum um eyðingu skjala úr 1802160. nr. máli á finna má og aðila afhendingarskyldra fjárhagsbókhaldi.
210921915.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaVinnugögnLeikskólar í Árnessýslu - Útieftirlit
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umrædda skjöl um útieftirlit þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða vinnugögn sem hafa tímabundið gildi við úrlausn þessa verkefnis. Ef slys verður eru upplýsinga úr gögnunum varðveittar í persónumöppu nemanda og í skjalaflokknum slysaskráningar.
210921915.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaVinnugögnLeikskólar í Árnessýslu - Útieftirlit
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umrædda skjöl um útieftirlit þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða vinnugögn sem hafa tímabundið gildi við úrlausn þessa verkefnis. Ef slys verður eru upplýsinga úr gögnunum varðveittar í persónumöppu nemanda og í skjalaflokknum slysaskráningar.
210921814.01.2022Héraðsskjalasafn ÁrnesingaVinnugögnLeikskólar í Árnessýslu - Mætingarlistar/skrár
HeimilaðLeikskólinn Álfaborg hefur heimild til að grisja mætingarlista, mætingaskrár sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til frambúðar þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að mætingarlistarnir hafa tímabundið upplýsingagildi og upplýsingar sem varða frávik eru varðveittar í persónumöppum barna.
210921814.01.2022Héraðsskjalasafn ÁrnesingaVinnugögnLeikskólar í Árnessýslu - Mætingarlistar/skrár
HeimilaðLeikskólinn Álfaborg hefur heimild til að grisja mætingarlista, mætingaskrár sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til frambúðar þegar hagnýtu og stjórnsýslulegu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að mætingarlistarnir hafa tímabundið upplýsingagildi og upplýsingar sem varða frávik eru varðveittar í persónumöppum barna.
210921715.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaVinnugögnLeikskólar í Árnessýslu - Dagbækur stjórnenda og deilda
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umræddar dagbækur stjórnenda og deilda þegar þær hafa náð eins árs aldri.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða gögn með tímabundið upplýsingagildi og að upplýsingar í dagbókum eru varðveittar á öðrum stöðum.
210921715.12.2021Héraðsskjalasafn ÁrnesingaVinnugögnLeikskólar í Árnessýslu - Dagbækur stjórnenda og deilda
HeimilaðLeikskólar í Árnessýslu hafa heimild til að grisja umræddar dagbækur stjórnenda og deilda þegar þær hafa náð eins árs aldri.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða gögn með tímabundið upplýsingagildi og að upplýsingar í dagbókum eru varðveittar á öðrum stöðum.
210915213.9.2021SýslumannaráðVinnugögnPóstkvittanabækur og skrár yfir ábyrgðarbréf og póstkröfurÁ ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210915113.9.2021SýslumannaráðVinnugögnStimpilklukkuspjöldÁ ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210915013.9.2021SýslumannaráðVinnugögnBækur/samantektir - Skráning á stöðu stimpilvélarÁ ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210914913.9.2021SýslumannaráðVinnugögnBækur/upplýsingarit/samantektir útgefnar af öðrum stofnunum - Reikningsskil og uppgjörÁ ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210914813.9.2021SýslumannaráðVinnugögnBækur/upplýsingarit/samantektir útgefnar af öðrum stofnunum - Launalistayfirlit og starfsmannalistarÁ ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210914713.9.2021SýslumannaráðVinnugögnBækur/upplýsingarit/samantektir útgefnar af öðrum stofnunum - FasteignamatÁ ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210914613.9.2021SýslumannaráðVinnugögnVegabréf (útrunnin/ósótt)Á ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210914513.9.2021SýslumannaráðVinnugögnÖkuskírteini (ósótt)Á ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210914413.9.2021SýslumannaráðVinnugögnNafnskírteiniÁ ekki viðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjunarbeiðnir þessar voru ekki teknar fyrir þar sem þær voru sendar fyrir mistök en heimildirnar voru til staðar nú þegar.
210912515.12.2021Eva Engilráð ehf.VinnugögnVinnugögn - Hluti af málþroskaprófum, skýrslur frá öðrum stofnunum og læknisbeiðnirSynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunar eru þær að umrædd skjöl tilheyra sjúkraskrá einstaklings og grisjun gæti valdið því að samhengi upplýsinga í skránni myndi raskast sem getur síðar haft áhrif á réttindi einstkalingsins sem um ræður. Umsækjanda verður ráðlagt að afhenda skjölin til safnsins til varðveislu.
210912515.12.2021Eva Engilráð ehf.VinnugögnVinnugögn - Hluti af málþroskaprófum, skýrslur frá öðrum stofnunum og læknisbeiðnirSynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunar eru þær að umrædd skjöl tilheyra sjúkraskrá einstaklings og grisjun gæti valdið því að samhengi upplýsinga í skránni myndi raskast sem getur síðar haft áhrif á réttindi einstkalingsins sem um ræður. Umsækjanda verður ráðlagt að afhenda skjölin til safnsins til varðveislu.
21090323.9.2021Fjölbrautaskóli SuðurnesjaFylgiskjöl bókhaldsBókhald
Um er að ræða fylgiskjöl bókhalds. Möppur sem fundist hafa í geymslum eru t.d. merktar GL innkaupakort, bankayfirlit, afstemming bankareikninga, AP - viðskiptaskuldir, afrit kvittana fyrir
skólagjöldum/efnisgjöldum/öldungadeild, mötuneyti kennara, mötuneyti nemenda, skólasjóður,
bóksala FS, staðfestingar vegna LÍN styrks.
HeimilaðFjölbrautaskóli Suðurnesja hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
21090313.9.2021Fjölbrautaskóli SuðurnesjaVinnugögnVottorð
Vottorðin verða til hjá utanaðkomandi aðilum, sérfræðingum eða fagaðilum, t.d. læknisvottorð, staðfestingar frá tannlæknum o.fl. _x0000_
HeimilaðFjölbrautaskóli Suðurnesja hefur heimild til að grisja umrædd vottorð þegar hagnýtu gildi er lokið.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
210822827.8.2021Þjóðskjalasafn Íslands - Sakadómur ReykjavíkurFylgiskjöl bókhaldsSakadómur Reykjavíkur - Sektarmiðar og kvittanir.
Skjölin sem um ræðir eru kvittanir fyrir sektargreiðslur frá árunum 1973-1989. Um er að ræða tvíritsskjöl þar sem sekgargreiðandi fékk frumritið. _x0000_
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds Sakadóms Reykjavíkur þegar þau hafa náð 7ára aldri.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210815620.8.2021Þjóðminjasafn ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
Óskað er eftir að grisja fylgiskjöl bókhalds hjá Þjóðminjasafni. Þau eru eftirfarandi:
Kassauppgjör.
Reikningar til Þjóðminjasafns og reikningar gefnir út af safninu.
Yfirlit yfir millifærslur.
Ferðareikningar.
Gjaldeyrisumsóknir.
Uppgjör ávísanareikninga.
Fylgiskjöl með ávísanareikningum.
Reikningsyfirlit.
Virðisaukaskattsuppgjör.
Kvittanir.
HeimilaðÞjóðminjasafn Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210815019.8.2021SamgöngustofaFylgiskjöl bókhaldsLaunabókhald Flugmálastjórnar 1960-2013.
Grisjunarbeiðni tekur til launabókhaldsgagna Flugmálastjórnar Íslands, sem urðu til á tímabilinu 1960-213. Umrædd launabókhaldsgögn samanstanda af launalistum og tengdum gögnum, sjá nánar yfirlit.
Til dæmis eru þetta reikningar, millifærslur, sjóðsuppgjör, bankayfirlit, ferðareikningar og fleira.
HeimilaðSamgöngustofa hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210814919.8.2021SamgöngustofaFylgiskjöl bókhaldsBókhald 2013-
Grisjunarbeiðni tekur til bókhaldsgagna Samgöngustofu sem urðu til á tímabilinu 2013 og þar eftir. Umrædd bókhaldsgögn samanstanda af fylgigögnum bókhalds, sjá nánar yfirlit. Þ.á.m. Reikningar, kvittanir, sölubækur, ferðareikningar, millifærslur, sjóðsmiðar og fleira._x0000_
HeimilaðSamgöngustofa hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210812718.8.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsFrídagar starfsfólks á skipum.
Skjöl frá SRA (skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna - lagt niður í desember 2014). Upplýsingar um tímavinnu á skipum og frídaga sjómanna/starfsfólksins. Skjölin hafa legið óhreyfð í skjalasafni FJS enda tilheyra skjölin ekki starfsemi FJS._x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210812618.8.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsLaunafylgiskjöl frá SRA (Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna)
Í lok árs 2014 var SRA lagt niður en SRA sá um bókhald rannsóknastofnana ríkisins. Einhverra hluta vegna enduðu slatti af skjölum SRA hjá FJS og við nánari athugun er eitthvað af þessum skjölum þess eðlis að það megi athuga með grisjun á þeim. _x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210812518.8.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsLaunagjaldskrá starfsmanna á vegum SRA (Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna)
Skrá yfir launakostnað.
Laun starfsmanna og launatengd gjöld sem eru framlög í sjóði stéttarfélaga samkvæmt kjarasamningum, mótframlag í lífeyrissjóði og tryggingagjald.
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210812418.8.2021Fjársýsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds - millifærslur - 99100-GL og 9910-50-GL
Fylgiskjöl bókhalds. Lokafærslur, ýmsar millifærslur, flutningar milli fjárlagaliða, uppgjörsfærslur._x0000_
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210809416.8.2021Þjóðskjalasafn Íslands - RíkisspítalarFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds Ríkisspítalans.
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds Ríkisspítala þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210806612.8.2021RíkislögreglustjóriFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn.
Bókhaldsgögn frá árunum 1997-2010._x0000_
HeimilaðRíkislögreglustjóri hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds, sem talin eru hafa tímabundið upplýsingagildi, er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210709315.7.2021RíkissaksóknariRafræn útgáfa varðveittÓskað er eftir endurskoðun endurskoðun á úrskurði í grisjunarbeiðni á afritum gagna lögreglu í kærumálum vegna ákvarðana lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að fella mál niður. Sjá mál nr. 2105322_x0000_

Ríkissaksóknari unir ekki ákvörðuninni sem tekin var í máli nr. 2105322 og óskar eftir endurskoðun hennar._x0000_
HeimilaðRíkissaksóknari hefur heimild til að grisja afrit gagna lögreglu í kærumálum vegna ákvarðana lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að fella mál niður sem myndast hafa á tímabilinu 2000 til 2016.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að afrit skjalanna sem um ræðir hafa enga þýðingu umfram þau gögn sem liggja í LÖKE auk þess sem það er ekki Ríkissaksóknara að veita aðgang að umræddum gögnum heldur lögregluembætta og héraðssaksóknara. LÖKE kerfið er á ábyrgð ríkislögreglustjóra og það er því hans að tryggja varðveislu þeirra gagna sem þar eru vistuð í samræmi við lög.
21070499.7.2021Fjársýsla ríkisinsVinnugögnÁrsreikningar stofnanna í B, C, D, E hluta
Um er að ræða vinnugögn varðandi ársreikninga stofnana ríkisins, B-C-D-E hluta félaga og fyrirtækja.
HeimilaðFjársýsla ríkisins hefur heimild til að grisja Ársreikninga stofnanna í B, C, D, E hluta.
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að umræddir ársreikningar eru vinnugögn með tímabundið gildi sem einnig eru varðveitt hjá viðeigandi félögum og fyrirtækjum.
210701315.12.2021Landspítali - HáskólasjúkrahúsVinnugögnBráðamóttökuskrá
HeimilaðLandspítali-háskólaskjúkrahús hefur heimild til að grisja bráðamóttökuskrá sem myndast hefur á tímabilinu 2019 til 2021.Á ekki við.Forsendan er sú að um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið gildi og að upplýsingar í skjölunum eru varðveitar í sjúkrarskrá.
210701315.12.2021Landspítali - HáskólasjúkrahúsVinnugögnBráðamóttökuskrá
HeimilaðLandspítali-háskólaskjúkrahús hefur heimild til að grisja bráðamóttökuskrá sem myndast hefur á tímabilinu 2019 til 2021.Á ekki við.Forsendan er sú að um er að ræða skjöl sem hafa tímabundið gildi og að upplýsingar í skjölunum eru varðveitar í sjúkrarskrá.
210629305.07.2021HéraðssaksóknariRafræn útgáfa varðveittAfrit af málsskjölum úr GoPro Foris (2016-2021)
Um er að ræða afrit af málsskjölum úr GoPro Foris 19.1.17 (2016-2021) sbr. úrskurð 31/2021 um afturvirk skil á rafrænu formi dags. 30. júní 2021. Afrit/ljósrit hafa verið tekin og lögð upp á bréfalykil af innkomnum og útsendum erindum._x0000_
HeimilaðHéraðssaksóknari hefur heimild til að grisja afrit af málsskjölum úr GoPro Foris sem myndast hafa á tímabilinu 1. Janúar 2016 til 31. Janúar 2021.Á ekki viðForsenda ákvörðunar er sú að um afrit/ljósrit er að ræða og verður frumritið varðveitt ásamt því að rafrænt eintak verður afhent í vörsluútgáfu í GoPro Foris gagnasafninu.
210629330.06.2021Landspítali - Háskólasjúkrahús VinnugögnRannsóknarbeiðnir.
Skjölin eru pappírsbeiðnir um rannsóknir sem sendar hafa verið til rannsóknakjarna Landspítala.
HeimilaðLandspítali-háskólasjúkrahús hefur heimild til að grisja rannsóknarbeiðnir sem myndast hafa á tímabilinu 2007 til 2013.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að Landspítali hefur nú þegar heimild til að grisja rannsóknarbeiðnir á tímabilinu 2013-2018. Í fyrra máli (1811139) var lagt til að álit yfirlæknis sem fylgdi með þá væri tekið gilt en í bréfinu staðfestir yfirlæknirinn að rannsóknarbeiðnirnar hafa ekkert „upplýsingarlegt eða læknisfræðilegt gildi eftir að búið er að vinna úr þeim og koma rannsóknarniðurstöðum til þess læknis sem óskað hefur eftir rannsókninni.“
210628430.06.2021Landgræðsla ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds, reikningsyfirlit frá bönkum, reikningar og kvittanir. Skjölin tengjast rekstri stofnunarinnar og samstarfsverkefnum.HeimilaðLandgræðsla ríkisins hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210619329.06.2021Þjóðskjalasafn Íslands vegna NjarðvíkurkaupstaðarFylgiskjöl bókhaldsNjarðvíkurkaupstaður - Fylgiskjöl bókhalds - Launaseðlar - Vinnuskýrslur.
Fylgiskjöl bókhalds Njarðvíkurkaupstaðar. Launaseðlar, launamiðar og vinnuskýrslur árin 1979 - 1993.
Fylgiskjöl bókhalds Rafveitu Njarðvíkur árið 1984.
HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds Njarðvíkurkaupstaðar þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210611829.06.2021Menntaskólinn á LaugarvatniVinnugögnVinnugögn kennara
Skjölin sem um ræðir eru vinnugögn kennara sem hafa dagað upp í geymslu skólaritara. Pappírarnir eru 15-20 ára gamlir og eru vinnugögn kennara í tengslum við verkefni og aðra vinnu nemenda._x0000_
HeimilaðMenntaskólinn á Laugarvatni hefur heimild til að grisja vinnugögn kennara sem myndast hafa á tímabilinu 2000 til 2004. Forsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða. Engin réttindi nemenda eru fólgin í þessum skjölum.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn er að ræða. Engin réttindi nemenda eru fólgin í þessum skjölum.
210611416.06.2021Slökkvilið höfuðborgarsvæðisinsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhaldsÁ ekki viðEkki tekið til afgreiðslu þar sem Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur heimild til að eyða fylgiskjölum bókhalds skv. reglum nr. 627/2010
210607429.06.2021Náttúrufræðistofnun ÍslandsRafræn útgáfa varðveittInnsendar skýrslur á pappír
HeimilaðNáttúrufræðistofnun Íslands hefur heimild til að grisja aðsendar fjölritaðar skýrslur á pappírsformi sem myndast hafa á tímabilinu 2016 til 2021 og framvegis þegar hagnýtu gildi er lokið. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi stofnunarinnar hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu.
210532229.06.2021RíkissaksóknariAfrit - frumrit hjá annarri stofnunAfrit gagna lögreglu í kærumálum sem eru felld niður
Skjölin (afrit) berast ríkissaskóknara frá lögreglu og héraðssaksóknara vegna ofangreindrar kæru á ákvörðun þeirra um að fella mál niður og er um að ræða vinnueintak saksóknarans sem fær kærumálið til meðferðar. Frumrit skjalanna eru vistuð hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara auk þess sem þau eru skönnuð inn í LÖKE-kerfið._x0000_
SynjaðÁ ekki við
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að þessi afrit eru hluti af málsgögnum í kærumálunum sem kom inn á borð ríkissaksóknara og sem hann leggur til grundvallar ákvörðunar. Bent er á að hægt sé að endurskoða þessa ákvörðun þegar LÖKE kerfið hefur verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns Íslands.
210529129.06.2021SýslumannaráðAfrit - frumrit hjá annarri stofnunBækur upplýsingarit og samantektir
HeimilaðDómsmálaráðuneytið-Sýslumannaráð hefur heimild til að grisja bækur, upplýsingarit og samantektir útgefnar af öðrum stofnunum sem myndast hafa á tímabilinu 1975 til 2013. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl sem eru send sýslumannsembættunum til upplýsingar og koma að því er virðist ekki að neinni ákvarðanatöku hjá þeim.
210528929.06.2021SýslumannaráðVinnugögnStimpilklukkuspjöld - Póstkvittanabækur - Skrá yfir ábyrgðarbréf - Afgreiðsluseðlar
HeimilaðDómsmálaráðuneyti-Sýslumannaráð hefur heimild til að grisja stimpilklukkuspjöld, póstkvittanabækur, skrá yfir ábyrgðarbréf og póstkröfur og afgreiðsluseðla yfir ábyrgðarbréf sem myndast hafa á tímabilinu 1990 til 2015.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn með lítið gildi er um að ræða.
210528809.06.2021SýslumannaráðVinnugögnNafnskírteini - Ökuskírteini - Vegabréf
Ósótt nafnskírteini sem Hagstofa gaf út á árunum 1980-2005. Um er að ræða skjalið sjálft en vantar mynd þar sem umsækjendur sóttu aldrei skírteinið sitt til sýslumanns. Sótt skírteini voru afhent umsækjendum og engu haldið eftir hjá embættinu um þau.

HeimilaðDómsmálaráðuneyti -Sýslumannaráð hefur heimild til að grisja nafnskírteini, ökuskírteini og vegabréf (ósótt) sem myndast hafa á tímabilinu 1980 til 2021 þegar hagnýtu gildi er lokið. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að þessi skjölin hafa enga þýðingu hvorki fyrir embættin eða þá sem skjölin eiga við um
210526309.06.2021Framhaldsskólinn í VestmannaeyjumFylgiskjöl bókhaldsBókhald og endurskoðun
Skjölin verða til við rekstur stofnunarinnar þ.m.t. öll innkaup fyrir kennslu og rekstur skólans. Allur rekstur stofnunarinnar á ársgrundvelli er í þessum bókhaldsgögnum. Um er að ræða reikninga, kvittanir, greiðsluyfirlit, afstemmingar reikninga og bókhalds._x0000_
HeimilaðFramhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210524809.06.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæPrófúrlausnir og verkefniNámsmatsgögn
Um er að ræða verkefni, ritgerðir, hlutapróf og skyndipróf sem kennarar hafa ekki afhent nemendum aftur eftir yfirferð af ýmsum ástæðum. _x0000_
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Garðabæ hefur heimild til að grisja námsmatsgögn sem myndast hafa á tímabilinu 2018 og til framtíðar tveimur árum eftir að þau myndast í samræmi við eyðingu prófúrlausna.Varðveita skal sem sýnishorn einn kassa af eigin vali sem inniheldur dæmi um allar skjalagerðirnar.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
210517009.06.2021Orkubú Vestfjarða ohf.Fylgiskjöl bókhaldsBókhald
Skjölin verða til við lögbundið bókhald fyrirtækisins. Um er að ræða öll númeruð fylgiskjöl fjárhagsbókhalds- og viðskiptamannabókhalds þ.e. reikninga, kvittanir, endurgreiðslur, millifærslur og leiðréttingar._x0000_
HeimilaðOrkubú Vestfjarða ohf. hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210511009.06.2021FiskistofaRafræn útgáfa varðveittMillifærslur 2008-2017
Um er að ræða skjöl sem varða millifærslu á kvóta milli skipa. Beiðnir um millifærslur og blað sem staðfestir færslurnar, hvort tveggja er varðveitt KVOTI.
HeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja millifærslur vegna kvóta á milli skipa sem myndast hafa á tímabilinu 2008 til 2017, þegar vörsluútgáfa af KVOTI er komin til Þjóðskjalasafns og samþykkt.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að gagnasafnið KVOTI hefur verið tilkynnt og samþykkt.
210508614.05.2021AkureyrarbærFylgiskjöl bókhaldsAfstemmingar lánadrottna
Afstemmingar á lánadrottnum eru gerðar reglulega til að hafa eftirlit með hreyfingum á reikningum þeirra og staðfesta að staða í bókhaldi bæjarins sé rétt.
HeimilaðAkureyrarbær hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210508514.05.2021AkureyrarbærFylgiskjöl bókhaldsBankaafstemmingar o.fl.
HeimilaðAkureyrarbær hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210503914.05.2021Þjóðminjasafn Íslands vegna ÞjóðmenningahússFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds - Þjóðmenningarhús
Óskað er eftir því að grisja skjöl sem tengjast bókhaldi Þjóðmenningarhússins.
HeimilaðÞjóðminjasafn Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds úr Þjóðmenningahúsi þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210503814.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnViðverulistar kennarafunda
Um er að ræða lista yfir starfsmenn sem sækja kennarafundi. Fram kemur nafn á fundi, dagsetning, staðsetning og tímasetning. Síðan koma nöfn þeirra sem sóttu tiltekinn fund. _x0000_
HeimilaðFjölbrautarskóli Breiðholts hefur heimild til að grisja viðverulista kennarafunda sem myndast hafa á tímabilinu 2011 og áfram þegar hagnýtu gildi lýkur.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn með tímabundið gildi er að ræða.
210503714.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnDagbókarfærslur um nemendur hjá Námsráðgjöf FB (Fjölbrautaskólinn í Breiðholti)
Dagbókarfærslur um nemendur verða til hjá námsráðgjöfum á Excelformi þar sem haldið er utan um viðtölin með stikkorðum um það sem fram fór. Hver námsráðgjafi heldur utan um sín viðtöl og verður til eitt Excel skjal af þessu tagi fyrir hvert misseri í skólanum. Síðan eru teknar saman skýrslur í lok hvers skólaárs sem byggja á þessum upplýsingum._x0000_
HeimilaðFjölbrautarskóli Breiðholts hefur heimild til að grisja exel skjöl-dagbókarfærslur um nemendur hjá Námsráðgjöf FB sem myndast hafa á tímabilinu 2005 til dagsins í dag, þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar eru skráðar í skýrslu sem er varðveitt til frambúðar.
210503614.05.2021Sveitarfélagið GarðabærFylgiskjöl umsóknaUmsókn um fjárhagsaðstoð og fylgiskjöl - 2003 og áfram
HeimilaðGarðabær hefur heimild til að grisja fylgiskjöl með umsókn um fjárhagsaðstoð sem myndast hafa á tímabilinu 2003 og áfram þegar sjö ár eru liðinn frá tilurð þeirra.Á ekki við.Í samræmi við fyrri afgreiðslur á fylgiskjölum með umsóknum um húsaleigubætur þá þykir rétt að heimila eyðingu á skjölunum þegar sjö ár eru liðin frá myndun þeirra. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa ekki gildi lengur fyrir einstaklingana sem um ræðir.
210503614.05.2021Sveitarfélagið GarðabærFylgiskjöl umsóknaUmsókn um fjárhagsaðstoð og fylgiskjöl - 2003 og áfram
HafnaðÁ ekki viðÁ ekki við.Garðabær hefur ekki heimild til að eyða umsóknum um fjárhagsaðstoð. Enda er um að ræða skjöl sem eiga að varðveitast í skjalasafni.
210502614.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiFylgiskjöl bókhaldsSumarskóli - Kvittanir vegna greiðslu skólagjalda
HeimilaðFjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210433914.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiFylgiskjöl bókhaldsLaunafylgiskjöl
Skjölin verða til vegna launagreiðslna til starfsmanna skólans. Oracle (Orri) launakerfið er notað fyrir launagreiðslur til starfsmanna skólans. Launaseðlarnir eru allir rafrænir.
HeimilaðFjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210432514.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnVottorð - Tímabundin og langtíma
Skjölin verða til hjá utanaðkomandi aðilum, þ.e. sérfræðingum og fagaðilum, t.d. læknisvottorð. Dæmi vottorð læknis fyrir því að nemandi geti ekki sótt tíma vegna veikinda. _x0000_
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja vottorð, tímabundinn og langtíma sem myndast hafa á tímabilinu 1975 og áfram þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
210432414.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnStaðfestingar á skólavist og greiðslu skólagjalda á íslensku og erlendum málumHeimilaðFjölbrautarskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja staðfestingar á skólavist og greiðslu skólagjalda á íslensku og erlendum málum sem myndast hafa á tímabilinu 1998 og áfram þegar hagnýtu gildi er lokið. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um skjöl með tímabundið gildi að ræða. Lagt er til að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
210432314.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnir og verkefni
Fjölbrautaskólinn leggur fyrir lokapróf tvisvar á ári í lok haust- og vorannar. Nemendur fá fimm daga til að gera athugasemd við niðurstöðu prófa. Eftir það er einkunnum prófúrlausna ekki breytt. Eftir það hafa prófúrlausnir ekkert vægi. _x0000_
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja prófúrlausnir og verkefni sem myndast hafa á tímabilinu 1975 og áfram þegar tvö ár eru liðin frá próftökudegi.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
210432214.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnMætingaskrá vegna lokaprófa
Um er að ræða lista yfir þá nemendur sem mæta í lokapróf í tilteknum áföngum._x0000_
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja mætingaskrár vegna lokaprófa sem myndast hafa á tímabilinu 1975 og áfram þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að þessar upplýsingar hafa ekkert gildi til framtíðar. Niðurstaða úr prófi er varðveitt og er vitnisburður um að próf hafi verið þreytt og ef nemandi þreytir ekki próf þá er það fært til bókar í námsferli.
210432114.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnErlendir námsferlar - Staðfesting á ensku
Nemendur óska eftir námsferlum sínum á ensku þegar þeir sækja um nám erlendis._x0000_
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja erlenda námsferla, staðfestingu á ensku sem myndast hafa á tímabilinu 1998 og áfram þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða afrit af skjölum sem eru í vörslu skólans og hafa tímabundið gildi
210432014.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnLeyfisbeiðnir nemenda
Leyfisbeiðnir nemenda varða mestmegnis ferðalög innanlands og utan, t.d. vegna íþróttaferða/keppnisferða, skíðaferða og framlengd frí eftir helgidaga vegna ferðalaga._x0000_
HeimilaðFjölbrautarskólinn í Breiðholti hefur heimild til að grisja leyfisbeiðnir nemenda sem myndast hafa á tímabilinu 1975 og áfram þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða
210428914.05.2021Sjúkrahúsið AkureyriSjúkragögnInnlagnaskrá á lyflækningadeild
Bækur sem ritað var í nöfn sjúklinga, dagsetning innlagnar, kennitala, fyrsta sjúkdómsgreining og stofunúmer, til hagræðingar fyrir starfsfólk til að hafa yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga. Síðar fært í tölvuskjal._x0000_
HeimilaðSjúkrahúsið á Akureyri hefur heimild til að grisja innlagningarskrá á lyflækningadeild sem myndast hefur á tímabilinu júní 1991 til ágúst 2010 þegar hagnýtu gildi lýkur.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn er að ræða sem hafa tímabundið gildi. Upplýsingarnar eru annars varðveittar í sjúkraskrá viðkomandi.
210426014.05.2021Fjölbrautaskóli SuðurnesjaVinnugögnVottorð
Vottorðin verða til hjá utanaðkomandi aðilum, sérfræðingum eða fagaðilum, t.d. læknisvottorð, staðfestingar frá tannlæknum o.fl. _x0000_
HeimilaðFjölbrautarskóli Suðurnesja hefur heimild til að grisja vottorð sem myndast hafa á tímabilinu 2013 þegar hagnýtu gildi er lokið. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
210425914.05.2021Fjölbrautaskóli SuðurnesjaVinnugögnLeyfisbeiðnir
Ýmsar leyfisbeiðnir. Nemendur skila inn beiðnum um leyfi, t.d. vegna ökuleyfisprófa, læknisheimsókna, sjúkraþjálfunar, utanlandsferða eða annarra ástæðna._x0000_
HeimilaðFjölbrautarskóli Suðurnesja hefur heimild til að grisja leyfisbeiðnir sem myndast hafa á tímabilinu 2013 og áfram þegar hagnýtu gildi þeirra er lokið. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
210425814.05.2021Fjölbrautaskóli SuðurnesjaFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
Um er að ræða fylgiskjöl bókhalds. Möppur sem fundist hafa í geymslum eru t.d. merktar GL innkaupakort, bankayfirlit, afstemming bankareikninga, AP - viðskiptaskuldir, afrit kvittana fyrir skólagjöldum/efnisgjöldum/öldungadeild, mötuneyti kennara, mötuneyti nemenda, skólasjóður, bóksala FS, staðfestingar vegna LÍN styrks._x0000_
HeimilaðFjölbrautaskóli Suðurnesja hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210421003.05.2021Sveitarfélagið GarðabærFylgiskjöl umsóknaLeiguhúsnæði
Um er að ræða gögn tengd umsóknum íbúa um félagslegt leiguhúsnæði frá árinu 2003 og áfram.
HeimilaðGarðabær hefur heimild til að grisja umsóknir um félagslegt húsnæði sem myndast hafa á tímabilinu 2003 og áfram þegar 7 ár eru liðinn frá tilurð skjalanna.Á ekki við.Í samræmi við fyrri afgreiðslur á fylgiskjölum með umsóknum um húsaleigubætur þá þykir rétt að heimila eyðingu á skjölunum þegar sjö ár eru liðin frá myndun þeirra. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa ekki gildi lengur fyrir einstaklingana sem um ræðir.
210419903.05.2021Fjölbrautaskólinn í BreiðholtiVinnugögnGreiningar - Ljósrit
Um er að ræða ljósrit af læknisfræðilegum greiningum varðandi nemendur skólans sem sækja þjónustu hjá námsráðgjöf. Hlutverk þessara gagna er að veita upplýsingar um þær hindranir sem nemandi glímir við í námi til þess að geta veitt honum þjónustu við hæfi. _x0000_
HafnaðÁ ekki við
Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að einstaklingar geta leitað til skólans til að afla sér upplýsinga um þær greiningar sem þeir höfðu á skólagöngu sinni. Ekki er tryggt að einstaklingurinn eigi þessi skjöl hjá sér til lengri tíma ásamt því að skólinn þarf að varðveita þetta hjá sér til að geta sýnt fram á að veitt hafi verið þjónusta í samræmi við þær þarfir sem þurfti að uppfylla í samræmi við greiningar.
210409303.05.2021Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnStarfsmenn fylla út þartilgerð eyðublöð þegar þeir sækja um tímabundin leyfi, t.d. vegna ferðalaga, jarðarfara eða annarra persónulegra ástæðna eða þegar þeir fara í ferðir á vegum skólans. Þar tilgreina þeir einnig hver eða hverjir leysa þá af á meðan._x0000_HeimilaðFjölbrautarskólinn í Garðabæ hefur heimild til að grisja leyfisbeiðnir starfsmanna sem myndast hafa á tímabilinu 2005 og áfram þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi fyrir starfsemi skólans. Heimila ætti eyðingu þegar hagnýtu gildi er lokið.
210402115.04.2021Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestraVinnugögnBeiðni um leiðréttingu samkvæmt þinglýsingabók sýslumannsins á Blönduósi/Sauðárkróki til FMR á Akureyri
HeimilaðSýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur heimild til að grisja beiðnir um leiðréttingu skv. þinglýsingarbók sýslumannsins á Blönduósi/Sauðárkróki til FMR á Akureyri sem myndast hafa á tímabilinu 2001 þegar unnið var að þessum skráningum.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að gildi skjalanna hafði tímabundið gildi og eru upplýsingarnar sem um ræðir að finna í frumritum lóðaleigusamningum sem eru varðveittir hjá sýslumönnum.
210341415.04.2021Heilbrigðisstofnun VestfjarðaFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
Fylgiskjöl, reikningar og fleira sem fært hefur verið í bókhald stofnunarinnar. Afstemningar bankareikninga. Launagögn. Vinnuskýrslur (tímastimplanir). Afrit af útsendum reikningum. Dagleg uppgjör úr móttöku. _x0000_
HeimilaðHeilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210334215.04.2021Verkmenntaskólinn á AkureyriRafræn útgáfa varðveittUmsóknir og valblöð
Umsóknir um nám í VMA voru áður á pappírsformi en frá haustönn 2018 hafa allar umsóknir farið fram í gegnum menntagátt sem er vefur Menntamálastofnunar.
HafnaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að ekki er búið að tilkynna gagnasafnið INNU til Þjóðskjalasafns og úrskurða það varðveisluhæft. Þegar búið er að tilkynna og samþykkja það er kominn grundvöllur fyrir því að eyða pappírssgögnum sem geyma sömu upplýsingar og eru í gagnasafninu.
210332115.04.2021Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestraAfrit - frumrit hjá annarri stofnunInnheimta sekta og sakakostnaðar
Sýslumaðurinn á Norðurlandi (SMNV) vestra sér um innheimtu sekta og sakarkostnðar á landsvísu.
HeimilaðSýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur heimild til að grisja fylgibréf frá Fangelsismálastofnun vegna innheimtu sakarkostnaðar sem myndast hafa á tímabilinu 1995 til 2013, enda eru frumrit bréfanna varðveitt hjá Fangelsismálastofnun.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að frumrit skjalanna sem um ræðir eru varðveitt hjá Fangelsismálastofnun og hjá dómstólum. Einnig eru upplýsingar um greiðslu til í tekjubókhaldskerfi ríkisisins sem hefur verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns Íslands og samþykkt. Einnig þá er verklagið sem um ræðir aflagt.
210324014.05.2021Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsVinnugögnHér er um að ræða ljósmyndir, slides, filmur, snældur, tölvudiska, geisladiska ofl. Gögnin eru ekki flokkuð og í flestum tilvikum ekki hvorki merkt ári, verkefni né tilefni.HeimilaðNýsköpunarmiðstöð Íslands hefur heimild til að grisja hljóð- og myndgögn frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem talin eru upp í liðum 6 til 8 í umsókn sem myndast hafa á tímabilinu 1970 til 2000.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að gögnin sem lagt er til að verði fargað er óaðgengilegt og hefur ekki gildi hvorki fyrir stofnunina eða fræðimenn í framtíðinni.
210313825.03.2021Landbúnaðarháskóli ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds. 5. Umsóknir um skólavist (þar á meðal læknisvottorð s.k. skólavottorð) 1977-1993 12 möppur. 6. Prófúrlausnir nemenda Bændadeildar og Háskóladeildar 1997-2001 - 5 litlir kassar.HafnaðÁ ekki við.Á ekki við.Ekki ætti að veita heimild til að eyða umsóknum um skólavist ásamt fylgiskjölum og prófúrlausnum nemenda en það verður að sækja um heimild til að eyða þessum skjölum sérstaklega enda ekki um fylgiskjöl bókhalds að ræða.
210313824.03.2021Landbúnaðarháskóli ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds 1. Mánaðarlegar launakeyrslur 1974-2004 - 29 möppur. 2. Vinnuskýrslur - búmenn, ræstitæknar 2002-2003 1 mappa. 3. Nemendagarðar - fylgiskjöl/reikningar 1972-1997 - 32 möppur. 4 Bókhald/bókhaldsgögn - greiddir reikningar - 1987-2003 - 299 möppur.HeimilaðLandbúnaðarháskóli Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210311524.03.2021ÍslandspósturFylgiskjöl bókhaldsInnri strimlar úr sjóðsvélum_x0000_
Strimlar eru prentaðir úr sjóðsvélum við hver viðskipti á pósthúsi. Ytri strimill er prentaður og afhentur viðskiptavini, óski hann þess, en innri strimill er jafnan prentaður út og varðveittur á pósthúsinu. Strimlar hvers dags ásamt yfirlitum (X- og Z-skýrslum) eru lagðir í öskjur. Strimlarnir gegna ekki sérstöku hlutverki í starfseminni. Þurfi að leiðrétta færslur er það gert í bókhaldskerfinu. Aldrei er flett upp í strimlunum heldur er fremur stuðst við rafrænar dagbækur. Samkvæmt samningum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor ber Póstinum þó að varðveita innri strimla í eitt ár eftir að viðskipti áttu sér stað. _x0000_
HeimilaðÍslandspóstur ohf. hefur heimild til að grisja innri strimla úr sjóðsvélum sem myndast hafa á tímabilinu 2014 til 2020 og áfram þegar þrjú ár eru liðin frá lokum reikningsárs í samræmi við ákvæði 20. gr. laga um bókhald nr. 145/1994.Á ekki við.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á umræddum skjölum sem hafa náð 3 ára aldri.
210309225.03.2021Verkmenntaskóli AusturlandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds sem eru eldri en frá árinu 2005._x0000_
Beðið er um grisjun á bókhaldsgögnum sem öll eru á pappír en bókhald Verkmenntaskóla Austurland er fært og gert upp í miðlægu bókhaldskerfi sem rekið er af ríkissjóði (Fjársýslu ríkisins). Hvert ár er gert upp og gefinn út ársreikningur af Fjársýslunni._x0000_
HeimilaðVerkmenntaskóli Austurlands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210306824.03.2021Hæstiréttur ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsAfrit kvittana fyrir greiðslu aukatekna ríkissjóðs og fyrir sölu á prentuðum dómasöfnum. Fylgiskjöl bókhalds._x0000_
Þetta eru afrit af kvittunum sem Hæstiréttur gaf út til þeirra sem greiddu aukatekur ríkissjóðs svo sem fyrir útgáfu áfrýjunarstefnu eða dómsendurrit og kvittana til þeirra sem keyptu prentuð eintök af dómasöfunum réttarins. _x0000_
HeimilaðHæstiréttur Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210306324.03.2021Hæstiréttur ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsGreiddir reikningar áranna 1999 – 2013. Fylgiskjöl bókhalds_x0000_
Þetta eru reikningar sem réttinum hafa borist ofangreind ár og verið greiddir._x0000_
HeimilaðHæstiréttur Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210303924.03.2021Sjúkrahúsið AkureyriVinnugögnFakta er rafrænt hljóðupptökukerfi þar sem læknar "diktera" lesa inn upplýsingar um sjúkling sem læknaritari skrifar svo inn í sjúkraskrá viðkomandi í Sögu-kerfi._x0000_HeimilaðSjúkrahúsið á Akureyri hefur heimild til að grisja Fakta hljóðupptökukerfi sem myndast hafa þegar 2 ár eru liðinn frá því að þær eru myndaðar. Uppskriftirnar eru varðveittar í sjúkráskrá einstaklings.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að upptökurnar hafa lítið gildi eftir að þær hafa verið skrifaðar upp en uppskriftin er varðveitt í sjúkraskrá einstaklings.
210237203.03.2021VesturbyggðFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds
Óskað er eftir heimild til grisjunar á bókhaldsgögnum eldri en 7 ára.
Á ekki viðBeiðnin var ekki afgreidd þar sem sveitarfélög hafa nú þegar heimild til að eyða fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir lok reikningsárs með því skilyrði að varðveita sýnishorn skv. reglum nr. 627/2010 um grisjun í skjalasöfnum sveitarfélaga og stofnana.Á ekki við.Á ekki við
210235005.03.2021FiskistofaVinnugögn
Rafræn útgáfa varðveitt
Vigtar og ráðstöfunarskýrslur - VORHeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja vigtar og ráðstöfunarskýrslur - vor sem myndast hafa á tímabilinu 2011 til 2013. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að gagnagrunnurinn VOR hefur verið tilkynntur og samþykkt að hann verði afhent í vörsluútgáfu þar sem upplýsingarnar úr skýrslunum eru varðveittar.
210233330.03.2021RíkiskaupFylgiskjöl bókhaldsBókhald
Bókhaldsgögn eldri en 7 ára. Færslubækur, verðlagningar, erlendir reikningar, innkaupa reikningar, fylgiskjöl, dagbækur, reikningsyfirlit, endursendir reikningar, vaxtanótur, afhendingarseðlar, afrit af reikningum, óafgreiddar beiðnir, afstemmningar, faktúrur, banka yfirlit, uppgjör, yfirlit þjónustutekna, kvittanir, tékka reikningar, launamiðar, ávísanahefti

HeimilaðRíkiskaup hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210233330.03.2021RíkiskaupFylgiskjöl bókhaldsBókhald
Innheimtubréf
HafnaðÁ ekki við.Á ekki við.Ekki ætti að heimila eyðingu á innheimtubréfum en búið er að pakka óafgreiddum beiðnum og verða þær afhentar ásamt öðrum skjölum.
210223505.03.2021Verkmenntaskóli AusturlandsPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnir nemenda í lokaprófum áfanga og símatsgögn.HeimilaðVerkmenntaskóli Austurlands hefur heimild til að grisja prófúrlausnir nemenda í lokaprófum áfanga og símatsgögn sem myndast hafa á tímabilinu 2016 til 31.8. 2024 þegar tvö ár eru liðin frá próftökudegi. Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
210206405.03.2021Landhelgisgæsla ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn_x0000_
Bókhaldsgögn Landhelgisgæslunnar.
Úr athugasemdareitnum: Óskað er grisjunar á bókhaldsgögnum á hverju ári sem eru 7 ára.
HeimilaðLandhelgisgæsla Íslands hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210205217.02.2021Þjóðskjalasafn Íslands Vinnugögn
Rafræn útgáfa varðveitt
Útlánamiðar á pappír sem tilheyra málum í málasafni undir málalykli 5.3 Útlán til skjalamyndara.HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að grisja úttektarmiða sem myndast hafa á tímabilinu frá 01.04. 2017, þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um skjöl með tímabundið gildi að ræða.
210204330.03.2021Embætti landlæknisRafræn útgáfa varðveittAfrit af undirrituðum útsendum bréfum sem annars færu inn í málasafn embættisins. Bréfin eru ýmist send sem viðhengi í tölvupósti, í gegnum Signet transfer sem er örugga gátt fyrir gagnasendingar eða bréfpósti.
HeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að grisja afrit undirritaðra útsendra bréfa sem myndast hafa á tímabilinu 1. Janúar 2021 og til framtíðar. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi ráðuneytisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu.
210202805.03.2021HugverkastofaFylgiskjöl bókhaldsFylgigögn bókhalds_x0000_
Bókhaldsgögn okkar innihalda afrit af reikningum og öðrum bókhaldsfærslum. Frumrit eru send til Fjársýslu ríkisins.
Leita var eftir viðbótarupplýsingum varðandi aðrar bókhaldsfærslur sem bárust í tölvupósti: Þetta eru útprentaðir listar og yfirlit (greiðslur og þess háttar, allt í bókhaldskerfinu hjá FJS/Orra).
HeimilaðHugverkastofa hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210123912.02.2021Íslandsbanki hf.Fylgiskjöl bókhalds1.3.1 Fjárhagsbókhald - Reikningar til bankansHeimilaðÍslandsbanki hf. hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210123812.02.2021Íslandsbanki hf.Fylgiskjöl bókhalds22.5 - Dagsskjöl_x0000_
Umrædd skjöl myndast í starfsemi Íslandsbanka. Um er að ræða færslur sem færðar hafa verið af gjaldkera eða öðrum starfsmanni bankans og snerta bókhald bankans.

Skjölin hafa verið yfirlesin og eru í samræmi við upplýsingar í kerfum bankans. Þessi skjöl flokkast sem bókhaldsskjöl og hafa verið vistuð í sjö ár eða meira frá lokun á viðkomandi reikningsári í samræmi við 20. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald. Það er því mat Íslandsbanka að ákvæði um geymsluskyldu hafi verið uppfyllt og farga megi gögnunum.

HeimilaðÍslandsbanki hf. hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri. Íslandsbanki hf. varðveita sem sýnishorn 3-5 eintök af öllum gerðum þeirra skjala sem verða til í flokki dagsskjala, eldri og nýjum útgáfum, sem sýnishorn, vegna sögulegs gildis og sýningargildis. Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210122612.02.2021Mörk hjúkrunarheimiliFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds_x0000_
Bókhald. Öll gögn varðandi fjáhagsbókhald, fylgiskjöl og dagbækur.

Beðið var um viðbótarupplýsingar sem bárust með tölvupósti: þetta eru reikningar sem hafa borist okkur á þessum árum og einnig dagbækur (sjóður) fyrir sömu ár, en það sem telst undir Dagbækur er t.d. bankakvittanir og annað slíkt, þar sem er verið að greiða fyrir reikningana og annað tengt starfsemi heimilanna. Óskað er eftir því að heimildin gildi um umbeðin skjöl til framtíðar.
HeimilaðMörk hjúkrunarheimili hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210122512.02.2021Grund dvalar- og hjúkrunarheimiliFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds_x0000_
Bókhald. Öll gögn varðandi fjáhagsbókhald, fylgiskjöl og dagbækur.

Beðið var um viðbótarupplýsingar sem bárust með tölvupósti: þetta eru reikningar sem hafa borist okkur á þessum árum og einnig dagbækur (sjóður) fyrir sömu ár, en það sem telst undir Dagbækur er t.d. bankakvittanir og annað slíkt, þar sem er verið að greiða fyrir reikningana og annað tengt starfsemi heimilanna. Óskað er eftir því að heimildin gildi um umbeðin skjöl til framtíðar.
HeimilaðGrund dvalar- og hjúkrunarheimili hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210122412.02.2021Dvalarheimilið ÁsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds._x0000_
Bókhald. Öll gögn varðandi fjáhagsbókhald, fylgiskjöl og dagbækur.

Beðið var um viðbótarupplýsingar sem bárust með tölvupósti: þetta eru reikningar sem hafa borist okkur á þessum árum og einnig dagbækur (sjóður) fyrir sömu ár, en það sem telst undir Dagbækur er t.d. bankakvittanir og annað slíkt, þar sem er verið að greiða fyrir reikningana og annað tengt starfsemi heimilanna. Óskað er eftir því að heimildin gildi um umbeðin skjöl til framtíðar.

HeimilaðDvalarheimilið Ás hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
210120311.02.2021Menntaskólinn við SundVinnugögnPrófstjórn_x0000_
Þetta eru listar yfir próftaka í tilteknum stofum, í tilteknum prófum á tilteknum dögum. Listar yfir prófyfirsetufólk. Listar héngu upp á upplýsingatöflum fyrir nemendur til að vita hvar ættu að taka próf. Einnig mikilvægt verkfæri til að henda reiður á hverjir mættu í próf og að prófúrlausnir mættra próftaka hafi skilað sér._x0000_
HeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja prófstjórnarskjöl sem myndast hafa á tímabilinu 1996 til 2018. Heimiluð er eyðing þegar tvö ár eru liðinn frá próftöku. Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að þessar upplýsingar hafa ekkert gildi til framtíðar. Niðurstaða úr prófi er varðveitt og er vitnisburður um að próf hafi verið þreytt og ef nemandi þreytir ekki próf þá er það fært til bókar í námsferli.
210109320.01.2021ÍslandspósturUmsóknirUmsóknir um pósthólf og uppsögn þjónustuHeimilaðÍslandspóstur ohf. hefur heimild til að grisja umsóknir um pósthólf og uppsögn þjónustu sem myndast hafa á tímabilinu 2009 og til frambúðarVarðveita skal sem sýnishorn umsóknir og uppsagnir frá einu ári frá einu pósthúsi á höfuðborgarsvæðinu. Skjölin hafa tímabundið gildi og þegar uppsögn hefur farið fram þá er ekki þörf á að varðveita þau með tilliti til hagsmuna afhendingarskylda aðilans eða viðskiptavinarins.
201220811.02.2021VegagerðinFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn_x0000_
Um er að ræða skjalaflokkinn : BG - Fylgiskjöl bókhalds. Skjöl sem tilheyra þessum flokki eru fylgiskjöl reikninga eða reikningarnir sjálfir, sem dæmi þá getur þetta verið tímaskráning og vinnulýsing verktaka fyrir ákveðin verk sem eru unnin fyrir Vegagerðina, á bak við þessi verk eru útboðsgögn samningar um verkin. Allir samningar og útboðsgögn eru varðveitt í skjalasafni Vegagerðarinnar._x0000_
HeimilaðVegagerðin hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
201217411.02.2021Héraðsdómur ReykjavíkurVinnugögnBúsforræðisvottorð á island.is - grisjunarheimildar óskað fyrir alla héraðsdómstólana en HDR er skráður ábyrgur í kerfinu.HeimilaðHéraðsdómur Reykjavíkur hefur heimild til að grisja búsforræðisvottorð sem myndast hafa á tímabilinu frá og með 25.11. 2020Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að þetta séu skjöl sem hafa tímabundið gildi en lagt er til að dómstólarnir fái til sín upplýsingar um hvaða aðilar það eru sem hafa sótt um slík vottorð og niðurstöðu þeirra. Hægt væri að setja þetta í lista sem vistaður er á einu máli þar sem hægt er að sanna að þau sinni þessu hlutverki
201216020.01.2021Menntaskólinn við SundFylgiskjöl bókhaldsLaunalistar_x0000_
Útskriftir launadeildar ríkisins eða launalistar fyrir hvern mánuð 1973-76, 1985-95. Sambærilegum gögnum fyrir tímabilið 1976-1985 var skilað til ÞÍ 2015 undir skjalaheitinu BC Launadeild útskriftir._x0000_
HeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Ekki er talin þörf á því að varðveita sýnishorn þar sem samskonar tegund skjala frá Menntaskólanum við Sund er að finna í safnkosti Þjóðskjalasafns.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
201215920.01.2021Menntaskólinn við SundFylgiskjöl bókhaldsBókhald fylgigögn_x0000_
Skólasjóður - rekstrarsjóður skólans - gögn frá 1990-1995 sem hafa verið færð í BÁR bókhaldskerfið. Efnahagsreikningur, rekstrarreikningur, dagbókarfærslur, yfirlit launamiðar. Millifærslublöð ríkisbókhald fjármálaráðuneyti , innborgunarmiðar, greiðslukvittanir, bankayfirlit._x0000_
HeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
201215920.01.2021Menntaskólinn við SundFylgiskjöl bókhaldsBókhald fylgigögn_x0000_
Skólasjóður - rekstrarsjóður skólans - gögn frá 1990-1995 sem hafa verið færð í BÁR bókhaldskerfið. Efnahagsreikningur, rekstrarreikningur, dagbókarfærslur, yfirlit launamiðar. Millifærslublöð ríkisbókhald fjármálaráðuneyti , innborgunarmiðar, greiðslukvittanir, bankayfirlit._x0000_
HafnaðÁ ekki við.Á ekki við.Menntaskólinn við Sund hefur ekki heimild til að eyða efnahagsreikningum og rekstrarreikningum en það eru skjöl sem teljast ekki sem fylgiskjöl bókhalds og þarf að varðveita í skjalasafni skólans.
201215820.01.2021Menntaskólinn við SundFylgiskjöl bókhaldsBókhald fylgigögn_x0000_
Kaffisjóður kennara- innanhússjóður skólans - gögn frá 1972-1976 til að reka matsölu í skólanum. Listar yfir nöfn og greiðslur kennara fyrir hvern mánuð. Kvittanir fyrir vörukaup._x0000_
HeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að grisja umrædd fylgiskjöl bókhalds þegar þau hafa náð 7ára aldri.
Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
201208715.12.2020FiskistofaFylgiskjöl bókhaldsYfirvinnuskýrslur eftirlitsmanna FiskistofuHeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja yfirvinnuskýrslur sem myndast hafa á tímabilinu 2009-2013.Varðveita skal sem sýnishorn sjö árum eftir lok reikningsárs einn mánuð að vali Fiskistofu á 10 ára fresti fyrir ár sem enda á 2Forsenda ákvörðunarinnar er að heimild er til staðar nú þegar fyrir skjalaflokkinn og er þetta ósk um að henni verði áframhaldið en sýnishornatöku voru settar þröngar skorður í fyrri heimildinni. Þar var tekið fram árið sem sýnishornatakan á að fara fram
201208615.12.2020FiskistofaFylgiskjöl bókhaldsSkil á tekjum til FiskistofuHeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja skil á tekjum til Fiskistofu sem myndast hafa á tímabilinu 2009-2013.Varðveita skal sem sýnishorn sjö árum eftir lok reikningsárs einn mánuð að vali Fiskistofu á 10 ára fresti fyrir ár sem enda á 1Forsenda ákvörðunarinnar er að heimild er til staðar nú þegar fyrir skjalaflokkinn og er þetta ósk um að henni verði áframhaldið en sýnishornatöku voru settar þröngar skorður í fyrri heimildinni. Þar var tekið fram árið sem sýnishornatakan á að fara fram
201208515.12.2020FiskistofaFylgiskjöl bókhaldsÓskað er grisjunar á bókhaldsgögnum Fiskræktarsjóðs fyrir árin 2009-2013,HeimilaðFiskistofa hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds Fiskræktarsjóðs sem myndast hafa á tímabilinu 2009-2013.Varðveita skal sem sýnishorn sjö árum eftir lok reikningsárs einn mánuð að vali Fiskistofu á 10 ára fresti fyrir ár sem enda á 0Forsenda ákvörðunarinnar er að heimild er til staðar nú þegar fyrir skjalaflokkinn og er þetta ósk um að henni verði áframhaldið en sýnishornatöku voru settar þröngar skorður í fyrri heimildinni. Þar var tekið fram árið sem sýnishornatakan á að fara fram
201124014.12.2020Kvennaskólinn í ReykjavíkVinnugögnVottorð. Skjölin verða til hjá utanaðkomandi aðilum (sérfræðingum eða fagaðilum) , t.d. læknisvottorð. Dæmi vottorð læknis fyrir að nemandi geti ekki sótt tíma vegna veikinda.HeimilaðKvennaskólinn í Reykjavík hefur heimild til að grisja vottorð nemenda sem myndast hafa á tímabilinu 1990- 2020 þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða.
201123914.12.2020Kvennaskólinn í ReykjavíkVinnugögnLeyfisbeiðnir nemenda. Beiðnirnar varða mestmegnis ferðalög innanlands og utan, t.d. vegna íþróttaferða/keppnisferða, skíðaferða og framlengd frí eftir helgidaga vegna ferðalaga.HeimilaðKvennaskólinn í Reykjavík hefur heimild til að grisja leyfisbeiðnir nemenda sem myndast hafa á tímabilinu 1990- 2020 þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða.
201118126.11.2020MenntamálastofnunVinnugögnVinnugögn matsaðila.

Gögn sem eru send frá skóla og notuð til að varpa ljósi á störf skólans í vinnuferli Menntamálastofnunar við ytra mat skóla ásamt því að vera stuðningur við skýrslugerð vegna úttektar.
HeimilaðMenntamálastofnun hefur heimild til að grisja vinnugögn matsaðila vegna ytra mats grunnskóla.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn er að ræða þar sem upplýsingar úr skjölunum varðveitast bæði hjá skólunum sem um ræðir og í skýrslum sem eru útgefnar og varðveittar í skjalasafni Menntamálastofnunar.
201109126.11.2020Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytiðRafræn útgáfa varðveittUndirrituð útsend bréf sem verða til í málaskrá og eru einungis send til viðtakenda sem viðhengi í tölvupósti.HeimilaðSamgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur heimild til að grisja undirrituð bréf á pappír sem eru varðveitt rafrænt í skjalavörslukerfi rafræna skjalavörslukerfisins hefur verið afhent á Þjóðskjalasafn Íslands og samþykkt af safninu. Heimildin er til framtíðar.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að skjalavörslukerfi ráðuneytisins hefur verið tilkynnt og samþykkt að það verði afhent í vörsluútgáfu.
201105713.11.2020ÚtlendingastofnunUmsóknirVegabréfsáritanir inn á Schengen svæðiðHeimilaðÚtlendingastofnun hefur heimild til að grisja vegabréfsáritanir sem myndast hafa á tímabilinu 2015-2020.Á ekki viðEkki er gerð krafa um varðveita umsóknir og fylgigögn lengur en í tvö ár skv. reglum um Schengen svæðið. Réttindin sem falin eru í skjölunum eru tímabundin og þetta er umfangsmikill skjalaflokkur með tímabundið hagnýtt gildi.
201103913.11.2020AkureyrarbærVinnugögnTölvupóstur og skjöl á drifumHeimilaðAkureyrarbær hefur heimild til að grisja tölvupósta og skjöl á N- drifum sem myndast hafa á tímabilinu 2015 og áfram. Heimilt er að eyða vinnugögnum á N-drifi þegar 12 mánuðir eru liðnir frá starfslokum starfsmanns. Vinnugögnin sem hafa ekki gildi við úrvinnslu mála þar sem öll skjöl er varða málið hafa verið sett í viðeigandi kerfi og prentuð út.Á ekki viðVinnugögnin hafa ekki gildi við úrvinnslu mála þar sem öll skjöl er varða málið hafa verið sett í viðeigandi kerfi og prentuð út.

Ekki þarf að taka ákvörðun varðandi tölvupóstana þar sem Reglur um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila nr. 331/2020 ná til þeirra gagna sem Akureyrarbær er að biðja um eyðingu á.
201031830.10.2020Háskóli ÍslandsRafræn útgáfa varðveittAfrit sem prentuð eru út úr Námu.

Afrit úr Námunni eru prentuð út af starfsfólki Háskóla Íslands til hagræðingar í verkefnum.
HafnaðÁ ekki viðÁ ekki viðEkki er hægt að heimila grisjun á þessum skjölum fyrr en að Náman hefur verið tilkynnt og samþykkt þannig að öruggt sé að hægt sé að afhenda kerfið í vörsluútgáfunni.
201031730.10.2020Háskóli ÍslandsRafræn útgáfa varðveitt. VinnugögnAfrit sem prentuð eru út úr Uglunni.

Afrit úr Uglunni eru prentuð út af starfsfólki Háskóla Íslands til hagræðingar í verkefnum.
HafnaðÁ ekki viðÁ ekki viðEkki er hægt að heimila grisjun á þessum skjölum fyrr en að Uglan hefur verið tilkynnt og samþykkt þannig að öruggt sé að hægt sé að afhenda kerfið í vörsluútgáfunni.
201029930.10.2020Fjölbrautaskóli SnæfellingaFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds.

Fylgigögn bókhalds, almenn bókhaldsgögn eldri en 7 ára eða frá 2012 og eldra, bankaafstemmingar, dagbókarfærslur, ljósrit af reikningum, yfirlit, uppgjör á VSK, bankayfirlit, launalistar, launagögn- yfirvinnuseðlar, útprentaðir listar úr bókhaldskerfi.
HeimilaðFjölbrautaskóli Snæfellinga hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds Sunnuhlíðar og Seltjarnar þegar þau hafa ná 7 ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
201029930.10.2020Fjölbrautaskóli SnæfellingaFylgiskjöl bókhaldsEignaskrárHafnaðÁ ekki viðÁ ekki viðSkjöl varðandi eignaskráning eru skjöl sem halda utan um eignir skólans og Fjársýsla ríkisins krefur þau um að undirrita skjölin og geyma þau. Þessi skjöl teljast ekki sem fylgiskjöl bókhalds.
201029830.10.2020Fjölbrautaskóli SnæfellingaVinnugögnLæknisvottorðHeimilaðFjölbrautarskóli Snæfellinga hefur heimild til að grisja læknisvottorð sem myndast hafa á tímabilinu 2004-2019 þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn er að ræða þar sem upplýsingarnar hafa tímabundið gildi og eru skráðar í sjúkraskrá viðkomandi aðila.
201023213.11.2020Vigdísarholt ehf.Fylgiskjöl bókhaldsSunnuhlíð / Seltjörn - Bókhald Öll gögn varðandi fjárhagsbókhald, fylgiskjöl og dagbækur. Einnig listar fyrir yfirfærslu úr launakerfi í fjárhagsbókhaldi, ekki launaútreikningar.HeimilaðVigdísarholt ehf. hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds Sunnuhlíðar og Seltjarnar þegar þau hafa ná 7 ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
201020214.11.2020Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsSamningar, ráðningarsamningar, leigumál og pósturHafnaðÁ ekki viðÁ ekki viðSamningar, ráðningarsamningar, leigumál og póstur teljast ekki til fylgiskjala bókhalds og skulu varðveitast í skjalasafni.
201020213.11.2020Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds frá 2014, launaútreikningar, reikningar og hefðbundin fylgiskjöl bókhaldsHeimilaðHeilbrigðisstofnun Norðurlands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl bókhalds aldri. ára 7 náð hafa þau þegarVarðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
20100566.10.2020Embætti landlæknisVinnugögnGreiðslukortaupplýsingar um viðskiptavini öldurhúsa þar sem greindist COVID-19HeimilaðEmbætti landlækni hefur heimild til að grisja upplýsingar um handhafa greiðslukorta sem greiddu fyrir vöru og þjónustu á tilteknum veitingahúsum sem myndast hafa á tímabilinu frá lokum september og áfram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um tímabundin gögn er að ræða sem hafa ekki varðveislugildi til lengri tíma.
200931702.10.2020Listasafn ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsFylgigögn með útgefnum reikningumHeimilaðListasafn Íslands hefur heimild til að grisja fylgiskjöl með útgefnum reikningum sem myndast hafa á tímabilinu 1988-2012.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200931602.10.2020Listasafn ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsBókhald - LaunavinnslaHeimilaðListasafn Íslands hefur heimild til að grisja launavinnslu skjöl sem myndast hafa á tímabilinu 1988-2020.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200931502.10.2020Listasafn ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsKassakvittanir og dagsuppgjörHeimilaðListasafn Íslands hefur heimild til að grisja bókhald-kassakvittanir og dagsuppgjör sem myndast hafa á tímabilinu 1988 til dagsins í dag.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200925002.10.2020Fjölbrautaskóli Vesturlands, AkranesiSjúkragögnVottorð og staðfestingar vegna fjarvista nemendaHeimilaðFjölbrautaskóli Vesturlands hefur heimild til að grisja vottorð og staðfestingar vegna fjarvista nemenda sem myndast hafa á tímabilinu frá upphafi til dagsins í dag.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða.
200924902.10.2020Fjölbrautaskóli Vesturlands, AkranesiVinnugögnTölvupóstur almenns eðlisHeimilaðFjölbrautarskóli Vesturlands hefur heimild til að grisja tölvupóst almenns eðlis sem myndast hefur á tímabilinu frá upphafi til dagsins í dag.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl með takmarkað upplýsingagildi þar sem tölvupóstar sem þarfnast úrlausnar og varðar verkefni stofnunarinnar er varðveittur í skjalavörslukerfi.
200924702.10.2020Fjölbrautaskóli SuðurlandsPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnirHeimilaðFjölbrautarskóli Suðurlands hefur heimild til að grisja prófúrlausnir sem myndast hafa á tímabilinu 2017-2020.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
200923902.10.2020Menntaskólinn við HamrahlíðVinnugögnSkjölin eru útprent úr gömlum tölvukerfum, aðallega Dos. Svo virðist sem námsferlar nemenda hafi verið prentaðir út úr kerfinu í lok hverrar annar.HeimilaðMenntaskólinn við Hamrahlíð hefur heimild til að grisja námsferilsskrár sem myndast hafa á tímabilinu 1974-1980.Taka ætti sýnishorn sem er ein mappa af umræddum skjölum.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingar úr þessum skjölum er að finna í skjalasafni Menntaskólans við Hamrahlíð sem búið er að afhenda á Þjóðskjalasafn Íslands.
200906415.09.2020Akureyrarbær Beiðni um endurskoðun á grisjunarheimild sveitarfélaga - Frumrit flutningstilkynninga 2016-2018Á ekki viðVarðandi endurskoðun á grisjunarheimild varðandi lið 3.5 í reglum um eyðingu skjala úr skjalasöfnum sveitarfélaga og stofnana þeirra þá vil ég biðja ykkur um að senda inn grisjunarbeiðni á hinu hefðbundna eyðublaði. Reglurnar eiga við um afrit af þessari tegund skjala þannig að séu þessi skjöl hjá ykkur núna út af breyttu verklagi þá þarf að sækja um grisjunarheimildina með hefðbundnum hætti. Þetta getur ekki talist endurskoðun á heimildinni sem veitt er. Hinsvegar vekur þetta upp spurningar um hvort það sé kominn tími til að endurskoða reglurnar en ég er á þeirri skoðun að það sé kominn tími til þess. Sérstaklega í ljósi hvernig skjölin berast ekki lengur eftir gamla hættinum til Þjóðskrár.Á ekki viðÁ ekki við
200906217.09.2020Akureyrarbær Beiðni um endurskoðun á grisjunarheimild 1308028 - VinnuskýrslurHeimilaðAkureyrarbækur hefur heimild til að grisja vinnuskýrslur sbr. umsókn frá 19. Ágúst 2013. Fallist er á beiðnina í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á vinnuskýrslum-fylgiskjölum bókhalds þegar skjölin hafa náð 7 ára aldri í samræmi við ákvæði í lögum um bókhald.Á ekki viðÁ ekki við
200906021.09.2020AkureyrarbærFylgiskjöl bókhaldsBeiðni um endurskoðun á grisjunarheimild sveitarfélaga - BókhaldsgögnSynjaðÁ afgreiðslufundi grisjunarbeiðna hjá Þjóðskjalasafni Íslands 17. september 2020 var tekin fyrir endurskoðun á grisjunarbeiðni vegna sýnishornatöku prófúrlausna dags. 2. september 2020. Beiðninni er hafnað vegna þess að reglurnar um sýnishorn eru í endurskoðun og er þar gert ráð fyrir minni sýnishornatöku.Á ekki viðÁ ekki við
200905921.09.2020Akureyrarbær Beiðni um endurskoðun á grisjunarheimild sveitarfélaga - Prófúrlausnir nemenda í grunnskólumSynjaðÁ afgreiðslufundi grisjunarbeiðna hjá Þjóðskjalasafni Íslands 17. september 2020 var tekin fyrir endurskoðun á grisjunarbeiðni vegna sýnishornatöku prófúrlausna dags. 2. september 2020. Beiðninni er hafnað vegna þess að reglurnar um sýnishorn eru í endurskoðun og er þar gert ráð fyrir minni sýnishornatöku.Á ekki viðÁ ekki við
200905718.09.2020AkureyrarbærVinnugögnLæknisvottorð vegna Vinnuskóla. Um er að ræða frumrit af læknisvottorðum sem umsækjendur um vinnuskólann skila inn til að staðfesta ofnæmi, lélegt heilsufar eða gífurlega vanlíðan sem getur hamlað þeim í umgengni við aðra.Að hlutaAkureyrarbær hefur heimild til að grisja læknisvottorð vegna Vinnuskóla þegar skjölin hafa náð eins árs aldri sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og afram. Heimilt er að eyða pappírsskjölunum en tilkynna verður gagnakerfið Ölfu áður en hægt er að taka skjölum. rafrænum á eyðingar til afstöðuÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn er að ræða þar sem upplýsingarnar eru skráðar í sjúkraskrá viðkomandi aðila.
200905617.09.2020AkureyrarbærVinnugögn. Afrit - frumrit varðveitt hjá stofnunÖldrunarheimili Akureyrarbæjar - Listar yfir lyfjapantanir. Skjölin eru pöntunarlistar yfir lyf þar sem tekið er fram styrkur, magn, fjöldi eininga og verð lyfjana.Að hlutaAkureyrarbær hefur heimild til að grisja Lista yfir lyfjapantanir sem myndast hafa á tímabilinu 1990 og áfram. Heimilt er að eyða pappírsskjölunum en tilkynna verður gagnakerfið Ölfu áður en hægt er að taka skjölum. rafrænum á eyðingar til afstöðuÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða og að heimila ætti grisjun á þeim þegar sjö ár eru liðin frá tilurð skjalanna.
200905518.09.2020AkureyrarbærVinnugögnÖldrunarheimili Akureyrarbæjar - Skráningarbækur yfir notkun á ávana- og fíknilyfjum. Skjölin eru skrár yfir notkun á ávana og- fíknilyfjum hjá Öldrunarheimilum Akureyrar (eldra heiti Hjúkrunarheimilinu Hlíð) 1990-2015.Að hlutaAkureyrarbær hefur heimild til að grisja umbeðnar skráningarbækur myndast hafa á tímabilinu 1990 og áfram, þegar skjölin eru orðin sjö ára. Heimilt er að eyða pappírsskjölunum en tilkynna verður gagnakerfið Ölfu áður en hægt er að taka skjölum. rafrænum á eyðingar til afstöðuÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn er að ræða þar sem upplýsingarnar aðila viðkomandi sjúkraskrá í skráðar eru
200905418.09.2020AkureyrarbærAfrit - frumrit varðveitt hjá stofnun. VinnugögnÖldrunarheimili Akureyrarbæjar - Afrit endursendingarseðla. Skjölin eru afrit endursendingaseðla fyrir lyf. Endursendingarnar voru skráðar á eyðublöðAð hlutaAkureyrarbær hefur heimild til að grisja umbeðin afrit endursendingarseðla myndast hafa á tímabilinu 1990 og áfram, þegar skjölin eru orðin sjö ára. Heimilt er að eyða pappírsskjölunum en tilkynna verður gagnakerfið Ölfu áður en hægt er að taka skjölum. rafrænum á eyðingar til afstöðuÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn er að ræða þar sem upplýsingarnar aðila viðkomandi sjúkraskrá í skráðar eru
200905318.09.2020AkureyrarbærVinnugögn.
Afrit - frumrit hjá annarri stofnun
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - Afrit umsókna til Lyfjanefndar ríkisins/Lyfjastofnunar um undanþágulyf. Skjölin eru afrit af umsóknum til Lyfjanefndar ríkisins/Lyfjastofnunar (nýtt heiti frá og með 2000) um leyfi til að flytja inn og selja gegn lyfseðli lyf sem ekki hefur markaðsleyfi á Íslandi.Að hlutaAkureyrarbær hefur heimild til að grisja umbeðin afrit umsókna til Lyfjanefndar ríkisins/Lyfjastofnunar sem myndast hafa á tímabilinu 1990 og áfram, þegar skjölin eru orðin sjö ára. Heimilt er að eyða pappírsskjölunum en tilkynna verður gagnakerfið Ölfu áður en hægt er að taka skjölum. rafrænum á eyðingar til afstöðuÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn er að ræða þar sem upplýsingarnar aðila viðkomandi sjúkraskrá í skráðar eru
200819417.09.2020Seðlabanki ÍslandsVinnugögnUpplýsingar sem starfsmenn veita regluverði um fjárhagsleg málefni sín og viðskipti.HeimilaðSeðlabanki Íslands hefur heimild til að grisja upplýsingar um fjárhagsmálefni sem myndast hafa á tímabilinu 1961 og til frambúðar.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um er að ræða upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni starfsmanna.
200812517.09.2020Veðurstofa ÍslandsVinnugögnStjórnsýsluleg gögn, bréfaskriftir og málasafn - Afrit frá Orkustofnun. Gögn og safnefni sem er geymt bæði á Veðurstofu Íslands (afrit) og Orkustofnun (frumrit). Afrit af bókhaldsgögnum, stjórnsýslulegum gögnum, bréfaskrifti og skjöl sem eru nú þegar komin í málasafn Orkustofnunar. Skjöl Raforkumálaskrifstofu o.fl. aðila 1947(1923)-1967, einnig eldri skjöl vegna raforkuverkefna, vatnamælinga og jarðfræðirannsókna allt til upphafs og frá vinnu Fossanefndar. Skjöl samkvæmt skjalalykli málasafns Orkustofnunar 1967-1997. Skjöl samkvæmt skjalaflokkunarkerfi Orkustofnunar 1997 (frá 1.1.2000 rafræn) - 2007/2008.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að ekkert er talað um í samningnum sem er fylgiskjal að einhvern tímann ætti að eyða þessum skjölum ásamt því að þessi skjöl voru líklega hugsuð þannig að þau hefðu eitthvað hlutverk og gildi fyrir Veðurstofuna. Veðurstofan ætti að afhenda þessi skjöl til ÞÍ í samræmi við lög.
200809417.09.2020Rannsóknastofnun landbúnaðarinsFylgiskjöl bókhalds.
Vinnugögn
Bókhald. Skjölin eru bókhaldsgögn og fylgiskjöl bókhaldsHeimilað að hlutaRannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur heimild til að grisja að hluta bókhaldsskjöl sem myndast hafa á tímabilinu 1994-2005. Hafnað er grisjun á eftirfarandi skjölum. Hafnað er eyðingu á Aðalbók gjalda og tekna 1992 – 1999, Tilraunabúið á Hesti – aðalbók gjalda og tekna – hvers mánaðar 1994 – 1997 og Sérverkefni – framvinduskýrslur, styrkupphæðir 1987 – 1996 en inn í síðastnefnda atriðinu þá er að finna samninga og undirrituð skjöl er varða þessi verkefni. Jafnframt er hafnað eyðingu á Rekstraráætlun 1992-2005. Skjölin varða verkefni stofnunarinnar og geta haft gildi til framtíðar fyrir fræðimenn.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
200807318.09.2020FljótsdalshéraðVinnugögn.
Kjörseðlar
E Vinnugögn / Atkvæðaseðlar úr skoðanakönnunHeimilaðFljótdalshérað hefur heimild til að grisja atkvæðasela úr skoðanakönnun 2018 sem myndast hafa á tímabilinu 2018.Varðveita skal sem sýnishorn atkvæðaseðla úr skoðanakönnuninni.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöður úr skoðanakönnunum eru varðveittar til frambúðar og því hafa seðlarnir ekki gildi til framtíðar.
200804017.09.2020AkraneskaupstaðurVinnugögnViðhorfskönnun meðal íbúa á Akranesi. Unnin var könnun á meðal íbúa 67 ára og eldri varðandi félags- og tómstundaþátttöku.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að talið er að skjölin og upplýsingarnar sem var safnað saman hafa heimildagildi fyrir síðari tíma.
200709414.07.2020Sveitarfélagið GarðabærFylgiskjöl umsóknaSveitarfélagið Garðabær - Umsóknir um húsnæðisbætur og fylgiskjölHeimilað að hlutaGarðabær hefur heimild til að eyða eftirfarandi umbeðnum skjölum vegna umsókna um húsnæðisbætur sem myndast hafa á tímabilinu frá 1994 – 2016:
1. Afrit af gögnum er varða upplýsingar um tekjur og eignir (s.s. skattframtöl og launaseðlar).
2. Aflýstum húsaleigusamningum.
Ítrekað er að heimild til grisjunar nær ekki til eftirfarandi umbeðinna skjala vegna umsókna um húsnæðisbóta á fyrrgreindur tímabili: 1. Frumrit af umsókn.
2. Tilfallandi samskipti milli umsækjanda og starfsmanns.
Varðveita skal sem sýnishorn öll umbeðin skjöl vegna umsókna um húsnæðisbætur á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á umbeðnum fylgiskjölum vegna umsókna um húsnæðisbætur hjá sveitarfélögum er rétt að heimila grisjun að hluta með þeim skilmálum að tekin verði sýnishorn. Umsóknir og tilfallandi samskipti séu skjöl sem geymi heimildir um hlutverk og þjónustu Garðabæjar og endurspegla húsnæðisþörf og félagslegar aðstæður og eru þar af leiðandi sögulegar heimildir um íslenskt samfélag
200709314.07.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Krakkakot - DagbækurHeimilaðLeikskólinn Krakkakot hefur heimild til að eyða umbeðnum dagbókum sem myndast hafa á tímabilinu frá 1996 og til framtíðar.Varðveita skal sem sýnishorn eina öskju af umbeðnum dagbókum að eigin vali á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða auk þess sem upplýsingar í dagbókum eru varðveittar á öðrum stöðum.
200709214.07.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Krakkakot - MorgunfundabækurHeimilaðLeikskólinn Krakkakot hefur heimild til að eyða umbeðnum morgunfundarbókum sem myndast hafa á tímabilinu 2000 – 2020.Varðveita skal sem sýnishorn eina öskju af umbeðnum morgunfundarbókum að eigin vali á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða auk þess sem upplýsingar í morgunfundabókum eru varðveittar á öðrum stöðum.
200629214.07.2020BorgarholtsskóliVinnugögnBeiðnir um brautarskiptiHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum beiðnum um brautarskipti sem myndast hafa á tímabilinu 2015 - 2020 þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
200629114.07.2020BorgarholtsskóliVinnugögnLangtíma læknisvottorð nemenda og fylgiskrárHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum langtíma læknisvottorðum nemenda og fylgiskrám sem myndast hafa á tímabilinu 2014 og til framtíðar þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
200629014.07.2020BorgarholtsskóliUmsóknirBeiðnir um leyfiHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum beiðnum um leyfi sem myndast hafa á tímabilinu 2014 og til framtíðar þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
200628914.07.2020BorgarholtsskóliVinnugögnLífsstílssamningar afreksíþróttanemaHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum lífstílssamningum afreksíþróttamanna sem myndast hafa á tímabilinu 2018 og til framtíðar þegar hagnýtu gildi er lokið.Varðveita skal sem sýnishorn eina öskju af umbeðnum lífstílssamningum afreksíþróttamanna á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn. Lagt er til að varðveita skuli sem sýnishorn eina öskju af umbeðnum skjölum á árum sem enda á 0.
200628814.07.2020BorgarholtsskóliVinnugögnSkammtíma læknisvottorðHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum skammtíma læknisvottorðum sem myndast hafa á tímabilinu 2014 og til framtíðar þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl með upplýsingum sem hafa lítið gildi til framtíðar og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
200628714.07.2020BorgarholtsskóliVinnugögnStaðfestingar ýmiskonar sem eru prentaðar út úr upplýsingakerfinu Innu, t.d. yfirlit yfir námsferla og staðfestingar á skólavistHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum skjölum vegna staðfestinga sem myndast hafa á tímabilinu 2015 og til framtíðar þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða afrit af skjölum sem eru í vörslu skólans og hafa tímabundið gildi og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
200628614.07.2020BorgarholtsskóliUmsóknirBeiðnir um úrsagnir úr áföngumHeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum beiðnum um úrsagnir úr áföngum sem myndast hafa á tímabilinu 2017 og til framtíðar þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi sé að ræða og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
200627917.07.2020GrindavíkurbærAfrit - frumrit hjá annarri stofnunAðseturstilkynningar / Beiðni um skráningu EES- eða EFTA- borgara í þjóðskrá í lengri tíma en 3 mánaðaÁ ekki viðÁ fundi varðveislu- og grisjunarnefndar Þjóðskjalasafns Íslands dags. 9. júlí 2020 var fjallað um grisjunarbeiðni Grindavíkurbæjar, dags. 22. júní 2020, þar sem sótt er um grisjun á aðseturs tilkynningum EES og EFTA borgara þar sem beiðninni var vísað frá.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að nú þegar hefur Grindavíkurbær heimild til að grisja umbeðin skjöl sbr. 5. tl. 3. gr. reglna nr. 627/2010 um grisjun í skjalasöfnum sveitarfélaga og stofnana þeirra.
200617419.06.2020LandsnetVinnugögnVinnugögn í Aski (CoreData) - rafrænu skjalakerfiHeimilaðLandsnet hefur heimild til að grisja vinnugögn í Aski (CoreData) sem myndast hafa á tímabilinu 01.01.2014-31.12.2018, þegar hagnýtu og/eða stjórnsýslulegu hlutverki sé lokiðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða og lokaafurðin er alltaf til í skýrslum, greinargerðum, áætlunum eða minnisblöðum. Vörsluútgáfan verður heildstæð án þessara vinnugagna.
200617114.07.2020Menntaskólinn í KópavogiVinnugögnÁminningar veittar nemendum vegna brota á skólareglum.HeimilaðMenntaskólinn í Kópavogi hefur heimild til að eyða umbeðnum áminningum sem myndast hafa á tímabilinu frá 2007 – 2010.Varðveita skal sem sýnishorn umbeðnar áminningar frá einum mánuði haustið 2008 og einum mánuði vorið 2010.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða.
200616614.07.2020ÍslandspósturFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsskjöl. Gögn sem hafa orðið til vegna daglegrar fjármálaumsýslu: Frumrit reikninga (innlendra, erlendra, birgðafærslur), bankakvittanir og millifærslur (leiðréttingar, afstemmingar lánadrottna og viðskiptamanna, innheimtukröfur o.fl.).HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn umbeðinna bókhaldsskjala frá einum mánuði að eigin vali á ári sem endar á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
200613814.07.2020Landhelgisgæsla ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsAukaverk - RatsjárstofnunHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn umbeðinna bókhaldsskjala frá einum mánuði að eigin vali á ári sem endar á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
200604619.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnGreindarpróf sálfræðiþjónustuHeimilað að hlutaGarðabær hefur heimild til að eyða skráningarblöðum greindarprófs sálfræðiþjónustu sem myndast hafa á tímabilinu 1996 og til framtíðar. Niðurstöðusíðu prófsins skal aftur á móti varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200604519.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Leikskólinn Akrar - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaLeikskólinn Akrar hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200604419.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Leikskólinn Bæjarból - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaLeikskólinn Bæjarból hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200604319.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Flataskóli - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaFlataskóli hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200604219.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Leikskólinn Holtakot - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaLeikskólinn Holtakot hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200604119.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Leikskólinn Hæðarból - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaLeikskólinn Hæðarból hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200604019.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Leikskólinn Kirkjuból - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaLeikskólinn Kirkjuból hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200603919.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Leikskólinn Krakkakot - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaLeikskólinn Krakkakot hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200603819.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Leikskólinn Lundaból - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaLeikskólinn Lundaból hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200603719.06.2020Sveitarfélagið Garðabær Urriðaholtsskóli - Hljóm-2 útfyllt eyðublöðHeimilað að hlutaUrriðaholtsskóli hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200603619.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnHLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir tvisvar á síðasta ári í leikskóla til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika.Heimilað að hlutaGarðabær hefur heimild til að eyða skráningarblöðum umbeðinna eyðublaða sem myndast hafa á tímabilinu 2002 og til framtíðar tveimur árum eftir útfyllingu þeirra. Ítrekað er að heimildin nær ekki til niðurstöðusíðu eyðublaðsins og hana skal varðveita í skjalasafni.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að niðurstöðusíða prófsins inniheldur niðurstöður þess sem varða hagsmuni skjólstæðings og á því að varðveita og skila til Þjóðskjalsafns Íslands á meðan skráningarblöð prófsins innihalda upplýsingar sem hafa tímabundið gildi meðan á úrvinnslu prófsins stendur.
200603519.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnFlataskóli 5 ára deild - MyndböndHeimilaðFlataskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200603419.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnUrriðaholtsskóli - MyndböndHeimilaðUrriðaholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200603319.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Sunnuhvoll - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Sunnuhvoll hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200603219.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Lundaból - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Lundaból hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200603119.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Krakkakot - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Krakkakot hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200603019.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Kirkjuból - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Kirkjuból hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200602919.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Hæðarból - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Hæðarból hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200602819.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Holtakot - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Holtakot hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200602719.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Bæjarból - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Bæjarból hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200602619.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Akrar - MyndböndHeimilaðLeikskólinn Akrar hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 og til framtíðar þegar staðfest afhending viðkomandi stofnunar sem tekur við þeim til úrvinnslu hefur farið fram.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar eru sú að myndböndin hafa tímabundið gildi hjá leikskólanum sem tekur þau upp skv. beiðni annarra afhendingarskyldra aðila sem notar þau í úrvinnslu mála hjá sér.
200600918.06.2020Kvennaskólinn í ReykjavíkVinnugögnM - Tölvuskráning - forritunargögnÁ ekki viðÁ afgreiðslufundi grisjunarbeiðna Þjóðskjalasafns Íslands þann 18. júní 2020 ákvað þjóðskjalavörður að vísa beiðninni frá.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að gögnin í beiðninni eru ekki skjöl sem eru hluti af skjalasafni.
200600814.07.2020Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsC-BókhaldsgögnHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn umbeðinna bókhaldsskjala frá einum mánuði að eigin vali á ári sem endar á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
200531714.07.2020Landhelgisgæsla ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsBókhald - VarnarmálastofnunHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn umbeðinna bókhaldsskjala frá einum mánuði að eigin vali á ári sem endar á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
200530711.06.2020Kvennaskólinn í ReykjavíkPrófúrlausnir og verkefniUndirskjalaflokkur DBA PrófverkefniHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn prófverkefni nemenda sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi og að áður hefur háskólum, framhaldsskólum og grunnskólum verið veitt heimild til eyðingar prófúrlausna.
200525011.06.2020Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnMyndbönd, sérfræðiþjónusta skóladeildarHeimilaðGarðabær hefur heimild til að eyða umbeðnum myndböndum vegna greininga á börnum sem myndast hafa á tímabilinu 2014 til framtíðar, þegar þau eru orðin fimm ára gömulÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar var sú að um væri að ræða vinnugögn með tímabundið upplýsingagildi þar sem niðurstaða er varðveitt í skýrslum og matslistum í skjalasafni viðkomandi aðila. Lagt er til að grisjun sé heimil þegar gögnin hafa náð fimm ára aldri sbr. ákvörðun grisjunarráðs 31. maí 2018
200523011.06.2020Menntaskólinn við HamrahlíðVinnugögnEinkunnalistarHeimilaðMenntaskólinn við Hamrahlíð hefur heimild til að eyða umbeðnum einkunnalistum sem myndast hafa á tímabilinu 1966-2012.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða vinnugögn og skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
200521111.06.2020SkatturinnUmsóknir,
Rafræn útgáfa varðveitt
Umsóknir um barnabótaupplýsingarHeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum umsóknum sem myndast hafa frá 2015 og munu myndast til framtíðar að tveimur skilyrðum uppfylltum: 1. Að eyðing sé heimil þegar umsóknirnar hafa náð 10 ára aldri. 2. Þegar Skatturinn hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið GoPro Foris til Þjóðskjalsafnsins og afhent vörsluútgáfu úr því.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200521011.06.2020SkatturinnUmsóknir,
Vinnugögn
Málalykill 11.1 Vottorð - Eyðublaðið 14.10. Skjölin eru eyðublöð sem viðskiptavinir fylla út til þess að sækja um vottorð.HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum skjölum sem myndast hafa frá 2015 og munu myndast til framtíðar að tveimur skilyrðum uppfylltum: 1. Að eyðing sé heimil þegar skjölin hafa náð 10 ára aldri. 2. Þegar Skatturinn hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið GoPro Foris til Þjóðskjalsafnsins og afhent vörsluútgáfu úr því..Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200520911.06.2020SkatturinnUmsóknir,
Rafræn útgáfa varðveitt
Umsókn um niðurfellingu bifreiðagjalda - eyðublað frá TryggingastofnunHeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa á tímabilinu 2015 til dagsins í dag þegar stofnunin hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið Gopro Foris til Þjóðskjalasafnsins og afhenda vörsluútgáfu úr því.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200520814.07.2020SkatturinnFylgiskjöl bókhaldsMálalykill 02.01 BókhaldHeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum bókhaldsskjölum sem myndast hafa á tímabilinu frá 2000 og til framtíðar þegar þau hafa náð sjö ára aldri.Varðveita skal sem sýnishorn öll umbeðin bókhaldsskjöl fyrir desember á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
200520714.07.2020SkatturinnUmsóknir,
Rafræn útgáfa varðveitt
Eyðublöð RSK 5.02 Tilkynning til skattyfirvalda, til launagreiðendaskrár staðgreiðslu og/eða virðisaukaskattsskrárHeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 til 2020 í dag þegar stofnunin hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið VSK-2000 til Þjóðskjalasafnsins og afhenda vörsluútgáfu úr því.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200520611.06.2020SkatturinnVinnugögn,
Rafræn útgáfa varðveitt
Eyðublað RSK 10.25 Samanburðaskýrsla virðisaukaskatts. Þetta eru eyðublöð fyrir Skattinn til þess að skrá gögn í gagnakerfið Hörpu (framtala forrit Skattsins).HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa á tímabilinu 2001 til dagsins í dag þegar stofnunin hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið Hörpu til Þjóðskjalasafnsins og afhenda vörsluútgáfu úr því.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200520514.07.2020SkatturinnVinnugögn,
Rafræn útgáfa varðveitt
Eyðublað RSK 10.15 Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við endurbætur og viðhald á húsnæði í eigu sveitarfélaga. Þetta eru eyðublöð fyrir Skattinn til þess að skrá endurgreiðslu á virðisauka í VSK gagnakerfið.HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa á tímabilinu 2001 til 2016 í dag þegar stofnunin hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið VSK-2001 til Þjóðskjalasafnsins og afhenda vörsluútgáfu úr því.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200520311.06.2020SkatturinnVinnugögn
Rafræn útgáfa varðveitt
Eyðublað RSK 1.05 Launaframtal-launagreiðslur frá rekstrar aðila. Þetta eru eyðublöð fyrir Skattinn til þess að skrá Launaframtal og launagreiðslu í gagnakerfið Hörpu.HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa á tímabilinu 2000 til dagsins í dag þegar stofnunin hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið Hörpu til Þjóðskjalasafnsins og afhenda vörsluútgáfu úr því.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200520211.06.2020SkatturinnVinnugögn,
Rafræn útgáfa varðveitt
Eyðublað RSK 2.01 Launamiði. Þetta voru eyðublöð fyrir Skattinn til þess að skrá launamiða í kerfið Gagnaskil.HeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa á tímabilinu 2000 til dagsins í dag þegar stofnunin hefur lokið við að tilkynna gagnakerfið Gagnaskil til Þjóðskjalasafnsins og afhenda vörsluútgáfu úr því.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar verða varðveittar í vörsluútgáfu.
200504819.05.2020Menntaskólinn í KópavogiVinnugögnMætingaryfirlit. Þegar fjarvistarfulltrúi var að fylgjast með mætingu einstakra nemenda prentaði hann út stöðuna á mætingu á ákveðnum dögum til að fylgjast með framvindu mætingu hjá nemanda.HeimilaðMenntaskólinn í Kópavogi hefur heimild til að eyða umbeðnum mætingaryfirliti yfir einstaka nemendur sem myndast hafa á tímabilinu 2007-2010.Varðveita skal sem sýnishorn mætingaryfirlit frá einum mánuði haustið 2008 og einum mánuði vorið 2010 að eigin vali.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem um ræðir hefur mjög takmarkað upplýsingagildi til lengri tíma.
200503411.06.2020FiskistofaVinnugögnTöflur og reitir úr gagnagrunninum GAFL/ASK sem geymir upplýsignar um afla landaðann hér á landi, bæði frá íslenskum og erlendum skipum.HeimilaðFiskistofa hefur heimild til að eyða eftirfarandi reitum í gagnagrunninum GAFL/ASK sem myndast hafa á tímabilinu 15.05.2006-30.102017 þegar hagnýtu og/eða stjórnsýslulegu hlutverki er lokið:

• ASK_FRADRATTARTEGUNDIR.THYNGD

• ASK_LANDANIR.LONDUNARSTADIR_HEIMILISFANG

• ASK_LONDUNARSTADIR.HEIMILISFANG

• ASK_LONDUNARSTADIR.LODS_UMSJON_ID

• ASK_VEIDISVAEDI.YFIRVEIDISVAEDI_ID

• ASK_VEIDISVAEDI2.YFIRVEIDISVAEDI_ID

• ASK_VIGTANIR.TEGUND_ENDURVIGTUNAR

• ASK_VIGTARNOTUR_TAB.FRA_VLEYFI_UPPF_ID

• ELDI_REKSTRARLEYFI_T.VINNSLULEYFI

• KVOTI_LODS_VORUR.LODS_NR

• KVOTI_VERKUN.ATH

• UFS_STADIR.POSTNUMER

• UFS_STADIR2.POSTNUMER

• ORRI_FISKTEGUNDIR.YFIR_FLOKKUR

• ASK_VIGTARNOTUR_TAB.STADA_FLUTNINGS

• ASK_VIGTARNOTUR_TAB.BRUTTOVIGTUN_GAMA_ID
Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að vörsluútgáfan af GAFLI/ASK er heildstæð án þessara taflna og reita.
200433607.05.2020Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðPrófúrlausnirSkjölin eru prófúrlausnir sem lagðar eru fyrir þá sem þreyta próf til viðurkennds bókara.HeimilaðAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur heimild til að eyða umbeðnum prófúrlausnum vegna prófs til viðurkennds bókara sem myndast hafa á tímabilinu 2012-2018, þremur árum frá dagsetningu prófúrlausnar.Varðveita skal sem sýnishorn tvær öskjur að eigin vali á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að áður hefur háskólum, framhaldsskólum og grunnskólum verið veitt heimild til eyðingar prófúrlausna þar sem um skjöl er að ræða sem hafa takmarkað upplýsingagildi. Skilyrði er að prófúrlausnir séu varðveittar í þrjú ár frá dagsetningu elsta prófsins. Lagt er til að tekin verði sýnishorn.
200326427.03.2020Embætti landlæknisStaðsetn­ingar­gögn einstaklinga sem greinast með Covid-19 sjúkdóminn.Skjölin verða til í þeim tilgangi að hægt að sé að rekja ferðir einstaklings sem greinast með Covid-19 sjúkdóminn. Hlutverk þeirra er að efla sóttvarnar­starf með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónu­veirunnar sem orsakar sjúkdóminn.HeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að eyða staðsetningar­gögnum einstaklinga sem greinast með Covid-19 sjúkdóminn sem myndast hafa á árinu 2020 þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðRökin fyrir því að heimila eyðingu er að um tímabundin gögn er að ræða sem hafa ekki varðveislu­gildi til lengri tíma.
200322901.04.2020Landhelgisgæsla ÍslandsBókhalds­gögn Byggingar­nefndar flugstöðvar Leifs EiríkssonarReikningar úr bókhaldi Byggingar­nefndar flug­stöðvar Leifs Eiríkssonar.HeimilaðLandhelgisgæsla Íslands hefur heimild til að umbeðnum reikningum frá Byggingar­nefnd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem myndast hafa á tímabilinu 1986-1988.Varðveita skal sem sýnishorn alla reikninga Byggingar­nefndar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá desember mánuði árið 1987.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgi­skjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200322707.05.2020Landhelgisgæsla ÍslandsBókhaldsgögn RatstjárstofnunarFlutningseyðublöðHeimilaðLandhelgisgæsla Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum flutningseyðublöðum 1990-2006. tímabilinu á hafa myndast sem RatsjárstofnunarVarðveita skal sem sýnishorn öll flutningseyðublöð Ratsjárstofnunar frá desember á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að vegna fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200322601.04.2020Landhelgisgæsla ÍslandsBókhalds­gögn Ratsjár­stofnunarInnkaupa­beiðnir Ratsjár­stofnunar. Ratsjár­stofnun var lögð niður 2008.HeimilaðLandhelgis­gæsla Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum innkaupa­beiðnum Ratsjár­stofnunar sem myndast hafa á tímabilinu 1990 til 2006.Varðveita skal sem sýnishorn allar innkaupa­beiðnir Ratsjár­stofnunar frá desember á árum sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgi­skjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200322401.04.2020Landhelgis­gæsla ÍslandsBókhalds­gögn Ratsjár­stofnunarSjóðir – Ratsjár­stofnun – Reikningar og afstemmingar.HeimilaðLandhelgis­gæsla Íslands hefur heimild til að eyða sjóðsskjölum Ratsjár­stofnunar sem myndast hafa á tímabilinu 2004 til 2009.Varðveita skal sem sýnishorn öll sjóðsskjöl Ratsjár­stofnunar fyrir desember­mánuð á árum sem enda á 5.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200226512.03.2020MenntamálastofnunVinnugögn/­nemendalistarListar með upplýsingum um nemendur í 10. bekk grunnskóla sem taka munu þátt í PISA-könnuninni (Programme for International Student Assessment) á vegum OECD. Á listunum koma fram nafn og kennitala nemenda, en einnig þarf upplýsingar um hvort nemendur séu mögulega ekki færir til að taka þátt vegna ýmissa ástæðna. Því geta viðkvæmar persónuupplýsingar komið fram á listunum.HeimilaðMenntamálastofnun hefur heimild til að eyða umbeðnum nemendalistum/vinnugögnum vegna PISA prófa sem mynduðust á árunum 2009, 2012 2015 og til frambúðar.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um vinnugögn er að ræða sem hafa ekkert gildi þegar búið er að leggja prófið fyrir. Niðurstöðurnar eru ekki greindar niður á nemanda eða skóla og því óþarft að sjá hvort nemandi hafi þreytt próf eða ekki.
200216928.02.2020Menntaskólinn við HamrahlíðSpjaldskráSpjaldskrá yfir nemendur MH frá upphafi skólastarfs, 1966, til ársins 2003. Þeim er raðað í stafrófsröð. Spjöldin urðu til þegar nemendur innrituðust í skólann eða þegar þeir luku námi. Á spjöldin er skráð nafn nemanda, nafnnúmer eða kennitala og útskriftarönn.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl sem nýtast við að leita í öðrum skjölum sem eru komin á Þjóðskjalasafn Íslands. Einnig eru þau dæmi um verklag við utanumhald nemenda frá upphafi skólans.
200214028.02.2020Múlabær, dagþjálfun aldraðraBeiðnir/umsóknirBeiðnir/umsóknir fyrir fólk sem aldrei hefur innritast í Múlabæ af hinum ýmsu ástæðum. Múlabær fær reglulega sendar beiðnir frá heilbrigðisstarfsfólki þar sem sótt er um dagdvöl fyrir aldraða og öryrkja. Oft eru sendar beiðnir á margar dagdvalir þegar fólk er komið í þörf fyrir aðstoð og því gerist það að sumt af þessu fólki kemur aldrei til með að nýta sér dagdvöl í Múlabæ. Einnig gerist það að fólk er annað hvort farið inn á hjúkrunarheimili eða jafnvel látið þegar því er boðið pláss í dagþjálfun. Á beiðninni eru upplýsingar um umsækjendur sem notaðar eru til að hafa samband við viðkomandi og heilsufarsupplýsingar sem gagnast til að skipuleggja þjónustuna ef til kemur.HeimilaðMúlabær, dagþjálfun aldraðra hefur heimild til að eyða umbeðnum beiðnum/umsóknum fyrir fólk sem aldrei hefur innritast í Múlabæ sem myndast hafa á tímabilinu 2016 til 2020.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa ekki gildi fyrir stofnunina þegar kemur í ljós að einstaklingurinn mun ekki nýta sér dagdvölina. Skráð er í kerfi að umsókn hafi borist og upplýsingar um þann sem átti að nýta sér úrræðið.
200213128.02.2020Landhelgisgæsla ÍslandsBókhalds­gögn Varnar­liðsinsKvittanir fyrir staðgreiðslu og yfirlit yfir staðgreiðslur eða kröfur starfsmanna frá Sýslumanni. Um er að ræða gögn sem voru með 10 ára trúnaðarskyldu sem tók í gildi 2006 sem nú er liðin.HeimilaðLandhelgisgæsla Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum bókhaldsgögnum frá Varnarliðinu sem myndast hafa á tímabilinu 2000 til 2001.Á ekki viðÍ ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim.
200211112.03.2020Sýslumaðurinn í VestamannaeyjumK-bóta­greiðslur, bókhalds­gögnFylgiskjöl bókhalds, almennt er tengjast bótagreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands.Heimilað að hlutaSýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur heimild til að eyða eftirfarandi skjölum sem tengjast bótagreiðslum Tryggingastofnunar ríkisins og Sjúkratrygginga Íslands sem myndast hafa á tímabilinu 1994 til 2014, þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs:

- Afrit af afgreiðsluseðlum vegna afsláttarkorts.

- Ljósrit af umsóknum um fæðingarorlof, umsókn send TR.

- Greiðslulisti vegna atvinnuleysisbóta.

- Kvittun fyrir útborgun greiðslna.

- Afrit af umsóknum vegna slysabóta.

- Ljósrit af gögnum sent til TR/SÍ til afgreiðslu.

- Greiðslugögn vegna endurgreiðslu á tannlæknakostnaði.

- Greiðslugögn vegna endurgreiðslu á ferðakostnaði.

- Mánaðaruppgjör – bókhald.
Á ekki viðUm er að ræða afrit af fylgiskjölum bókhalds og afritum af skjölum sem eru til hjá öðrum stofnunum.
200211112.03.2020Sýslumaðurinn í VestamannaeyjumK-bóta­greiðslur, bókhalds­gögnFylgiskjöl bókhalds, almennt er tengjast bótagreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands.Synjað að hlutaÁ ekki viðÁ ekki viðEkki er heimilt að eyða frumritum af umsóknum um sjúkradagpeninga og sjúkradagpeningavottorð.
200208113.02.2020Þjóðskjalasafn ÍslandsSkjala­safn Toll­vöru­geymsl­unnar. Aðflutningsskýrslur og úttektarnóturSkjölin hafa orðið til við starfsemi Tollvörugeymslunnar. Um er að ræða skýrslur vegna aðflutnings á vörum og varningi frá útlöndum til Íslands og úttektarnótna innflytjenda í framhaldi af því. Hlutverk skjalanna hefur fyrst og fremst þjónað þeim tilgangi að tollsetja varning í rétta og viðeigandi tollflokka og í framhaldi þess innheimta opinber gjöld af varningnum, eftir því sem við átti.HeimilaðÞjóðskjalasafn Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum aðflutningsskýrslum og úttektarnótum úr skjalasafni Tollvörugeymslunnar sem myndast hafa á tímabilinu 1980 til 1986.Varðveita skal sem sýnishorn tvær öskjur frá hverju ári sem um er rætt. Eina öskju á ári af aðflutningsskýrslum og eina öskju á ári af úttektarnótum.VANTAR
200204907.05.2020Vinnueftirlit ríkisinsBókhaldsgögnGögn sem hafa orðið til vegna daglegrar fjármálaumsýslu: Afrit ferðareikninga, Bankakvittanir, launamiðar, ýmsar tilkynningar frá fyrirtækjum, afrit sjóðbóka og fylgiskjöl, afrit millifærslubeiðna , uppgjör svæðisskrifstofa, dagsuppgjör, afrit visa og flugkorta, afrit innborgana, innheimtukröfur, millifærslur o.fl., afrit staðgreiðslunótur, eignaskrá, afstemmingar milli kerfa, ýmsar uppl. vegna bíla stofnunarinnar, uppgjör lánadrottna, hreyfingalistarHeimilað að hlutaVinnueftirlit ríkisins hefur heimild til að eyða umbeðnum bókhaldsgögnum sem myndast hafa á tímabilinu 2012-2020 þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs með þeirri undantekningu að heimild til eyðingu eignaskrár er ekki heimil.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember fyrir þau ár sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200203913.02.2020Fjölbrautaskóli Vesturlands, AkranesiStaðfest­ingar til starfs­mannaUm er að ræða staðfestingar sem fyrrum starfsmenn óska eftir, t.a.m. um starfstíma og slíkt. Staðfestingarnar eru unnar upp úr upplýsingum í Orra og í starfsmannamöppum.HeimilaðFjölbrautaskóli Vesturlands hefur heimild til að eyða um staðfestingum til starfsmanna vegna starfstíma og þess háttar sem myndast hafa á tímabilinu 2017 til 2019 og til frambúðar, þegar hverju skólaári er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa ekkert gildi til framtíðar fyrir skólann. Upplýsingarnar í skjölunum er að finna á öðrum stöðum.
200203813.02.2020Fjölbrautaskóli Vesturlands, AkranesiStaðfest­ingar á skólavist og greiðslu skólagjalda á íslensku og erlendum málumStaðfestingar á skólavist og greiðslu skólagjalda á íslensku og erlendum málum. Nemendur geta óskað eftir staðfestingu á skólavist og greiðslu skólagjalda. Þessar staðfestingar eru stundum gefnar út á öðrum tungumálum en íslensku. Fulltrúi á skrifstofu skólans útbýr slíkar staðfestingar og sendir til nemenda.HeimilaðFjölbrautaskóli Vesturlands hefur heimild til að eyða umbeðnum staðfestingum á skólavist og greiðslu skólagjalda á íslensku og erlendum málum sem myndast hafa á tímabilinu 2017 til 2019 og til frambúðar, þegar hverju skólaári er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa ekkert gildi til framtíðar fyrir skólann. Upplýsingarnar í skjölunum er að finna á öðrum stöðum.
200130707.05.2020Heyrnar- og talmeinastöð ÍslandsBókhaldsgögnAlmenn bókhaldsgögn, fylgiskjöl með reikningshaldi og bókhaldi stofnunar. Fylgiseðlar, fyrirfram- reikningar, pantanir til erlendra og innlendra birgja, bankayfirlit og afstemmingar. Gögnin lágu á sínum tíma til grundvallar bókhaldi stofnunar og afleiddir ársreikningar o.fl. eru til í öðrum kerfum s.s. Orra hjá Fjársýslu ríkisins.HeimilaðHeyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum afritum af pappírs- og reikningsárs. lokum frá liðin eru ár sjö þegar fyrr, og 2012 árinu frá reikningum rafrænumVarðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn sem um ræðir frá desember á árum sem enda á 0.Í ljósi fyrri heimilda til grisjunar á fylgiskjölum bókhalds er rétt að heimila grisjun á þeim skjölum sem hafa náð 7 ára aldri, með þeim skilmálum að varðveitt séu sýnishorn.
200128513.02.2020Menntaskólinn í KópavogiTíma­bundin vottorðTímabundin vottorð eru vottorð sem nemendur skila til að gera grein fyrir því hvers vegna þeir mæta ekki í skólann eða í ákv. kennslustundir.HeimilaðMenntaskólinn í Kópavogi hefur heimild til að eyða umbeðnum tímabundnum vottorðum sem myndast hafa á tímabilinu 2012 til 2019 og til frambúðar, þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin hafa hvorki gildi fyrir nemandann né skólann til lengri tíma.
200128013.02.2020Fjölbrautaskólinn í GarðabæStaðfest­ingar á skólavist og greiðslu skólagjalda á íslensku og erlendum málumSkjölin sem um ræðir eru staðfestingar á skólavist nemenda, oft gerðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Einnig staðfest afrit af stúdentsskírteini nemenda og/eða þeim áföngum sem þeir hafa lokið við skólann.HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum staðfestingum á skólavist og útskrift fyrir nemendur á íslensku og erlendum málum sem myndast frá og með hausti 2018 og áfram, þegar hverju skólaári lýkur.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl er að ræða sem hafa lítið gildi fyrir stofnunina þar sem afrit af stúdentsskírteinum eru varðveitt í málasafni skólans.
200127313.02.2020Fjölbrautaskólinn í GarðabæMætinga­skráningar vegna lokaprófaUm er að ræða lista yfir þá nemendur sem mæta í lokapróf.HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum mætingaskráningum vegna lokaprófa sem myndast frá og með haustinu 2018 og til frambúðar þegar viðkomandi prófúrlausnum er eytt.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að mætingaskrárnar hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða stofnunina. Vitnisburður um próftöku er prófið sjálft og einkunn úr prófinu.
200127213.02.2020Fjölbrautaskólinn í GarðabæLangtíma­vottorðVottorð nemenda vegna staðfestingu á veikindum sem vara lengur en í 3 daga. Einnig læknisvottorð um langvinn veikindi sem skýra fjarvistir nemenda á önninni eða skólaárinu.HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum langtímavottorðum sem myndast hafa frá og með haustinu 2018 og til frambúðar, þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða.
200127113.02.2020Fjölbrautaskólinn í GarðabæTölvupósturTölvupóstur almenns eðlis. Skólanum berst nokkuð af tölvupósti sem er almenns eðlis, um opnunartíma, netföng eða mjög almennar fyrirspurnir um starfsemi skólans. Ef tölvupóstur tengist máli sem er í vinnslu í stofnuninni er hann vistaður í skjalavistunarkerfi skólans með viðkomandi máli. Gildir einu hvort um er að ræða innkominn tölvupóst eða útsendan.HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum tölvupósti sem er almenns eðlis sem hefur myndast frá og með haustinu 2018 og til frambúðar, þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að um er að ræða skjöl með takmarkað upplýsingagildi þar sem tölvupóstar sem þarfnast úrlausnar og varðar verkefni stofnunarinnar er varðveittur í skjalavörslukerfi.
200115707.05.2020SkatturinnEyðublöðEyðublöð fyrir RSK 10.29 Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra fyrirtækjaHeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa frá 2013 að eftirfarandi tveimur skilyrðum uppfylltum: 1. Að GoPro - Foris hafi verið endurtilkynnt af Skattinum og samþykktur af Þjóðskjalasafni út af sameiningu Ríkisskattstjóra og Tollstjóra um síðustu áramót. 2. Að vörsluútgáfa hafi verið afhent Þjóðskjalasafni úr GoPro - Foris fyrir það tímabil sem grisja á.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að gögnin eru þegar varðveitt í GoPro – Foris sem var tilkynnt af Ríkisskattstjóra og samþykkt rafrænt skjalavörslukerfi af Þjóðskjalasafni. Þó skal samþykkja beiðnina að tveimur skilyrðum uppfylltum: 1. Að GoPro – Foris hafi verið endurtilkynnt af Skattinum og samþykkt af Þjóðskjalasafni út af sameiningu Ríkisskattstjóra og Tollstjóra um síðustu áramót. 2. Að vörsluútgáfa hafi verið afhent Þjóðskjalasafni úr GoPro - Foris fyrir það tímabil sem grisja á.
200115607.05.2020SkatturinnEyðublöðEyðublöð fyrir RSK 10.26 Leiðréttingarskýrsla virðisaukaskattsHeimilaðSkatturinn hefur heimild til að eyða umbeðnum eyðublöðum sem myndast hafa á tímabilinu 2010 til dagsins í dag að eftirfarandi tveimur skilyrðum uppfylltum: 1. Að VSK – Gagnagrunnur hafi verið endurtilkynntur af Skattinum og samþykktur af Þjóðskjalasafni út af sameiningu Ríkisskattstjóra og Tollstjóra um síðustu áramót. 2. Að vörsluútgáfa hafi verið afhent Þjóðskjalasafni úr VSK – Gagnagrunni fyrir það tímabil sem grisja á.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að gögnin eru þegar varðveitt í VSK - gagnagrunni sem var tilkynntur af Ríkisskattstjóra og samþykktur af Þjóðskjalasafni. Þó skal samþykkja beiðnina að tveimur skilyrðum uppfylltum: 1. Að VSK – Gagnagrunnur hafi verið endurtilkynntur af Skattinum og samþykktur af Þjóðskjalasafni út af sameiningu Ríkisskattstjóra og Tollstjóra um síðustu áramót. 2. Að vörsluútgáfa hafi verið afhent Þjóðskjalasafni úr VSK – Gagnagrunni fyrir það tímabil sem grisja á.
200115405.02.2020Hafnarsamlag NorðurlandsVigtar­nóturSkjölin eru vinnugögn og verða til við vigtun sjávarafla, þar sem hvert fiskikar frá viðkomandi fiskiskipi er vigtað og magn og tegund fiskaflans er skráð. Upplýsingarnar eru síðan skráðar í Gaflinn - gagnagrunn Fiskistofu og jafnframt í FileMaker skrá hjá Hafnarsamlaginu. Hvert fiskiskip á sína möppu/möppur og til verða á hverju ári ca 12-15 möppur af þessum vinnugögnum.HeimilaðHafnarsamlag Norðurlands hefur heimild til að eyða umbeðnum vigtarnótum sem myndast hafa á tímabilinu 2008 til 2018, þegar Fiskistofa hefur afhent Þjóðskjalasafni Íslands vörsluútgáfu af rafræna gagnakerfinu GAFL og vörsluútgáfan verið samþykkt.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar séu varðveittar í GAFL gagnagrunni Fiskistofu sem hefur verið afhentur í samþykktri vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns Íslands.
200115305.02.2020Hafnarsamlag NorðurlandsVinnugögnLandhelgisgæslan sendir upplýsingar úr tilkynninga- og gagnakerfinu SafeSeaNet til Hafnarsamlagsins varðandi væntanlegt erlent komuskip og íslensk skip sem koma frá útlöndum og eru væntanleg. Hjá Hafnarsamlaginu eru þessar upplýsingar prentaðar út og notuð sem vinnugögn. Upplýsingarnar eru m.a. um stærð skips, eigendur og um síðustu tíu viðkomuhafnir. Á Hafnarsamlagi Norðurlands er síðan upplýsingum um hvaða þjónustu skipið fær í viðkomuhöfn samlagsins bætt við fyrirliggjandi gögn í gagnakerfinu SafeSeaNet. Upplýsingarnar um þjónustu við skipið hjá samlaginu eru einnig skráðar í FileMaker skrá hjá Hafnarsamlaginu og eru notaðar við innheimtu hafna- og vörugjalda.HafnaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að ekki er hægt að taka rökin fyrir grisjun gild þar sem segir að upplýsingar séu varðveittar rafrænt. Ástæðan er sú að rafrænu kerfin sem um ræðir hafa ekki verið tilkynnt til opinbers skjalasafns.
200106905.02.2020Menntaskólinn við HamrahlíðLæknis­vottorð nemenda vegna skammtíma­veikinda eða meiðslaVottorð sem nemendur eldri en 18 ára þurfa að skila inn vegna veikinda sem vara lengur en í einn dag. Vottorðin útskýra fjarveru nemenda úr kennslustundum og þar með fá nemendur frádregnar fjarvistir við útreikning á skólasóknareinkunn.HeimilaðMenntaskólinn við Hamrahlíð hefur heimild til að eyða umbeðnum læknisvottorðum nemenda vegna skammtímaveikinda eða meiðsla sem myndast frá skólaárinu 2019-2020 og til framtíðar, þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl með upplýsingum sem hafa lítið gildi til framtíðar og því ætti að heimila grisjun þegar hagnýtu gildi er lokið.
200104616.01.2019Menntaskólinn við SundSkammtíma læknis­vottorðUm er að ræða læknisvottorð sem nemendur sem eru 18 ára og eldri þurfa að skila samkvæmt skólareglum til að fá fjarvistir skráðar sem veikindi. Vottorðin koma frá heilsugæslustöðvum, læknastofum, tannlæknastofum og fl. meðferðaraðilum.HeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að eyða umbeðnum skammtíma læknisvottorðum sem myndast hafa frá ársbyrjun 2016.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem um ræðir hefur mjög takmarkað upplýsingagildi til lengri tíma og upplýsingarnar um fjarvistirnar eru vistaðar annars staðar.
191200413.12.2019Leikskólinn Kirkjuból, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofu­skýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagna­grunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Kirkjuból hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Kirkjuból þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191200317.12.2019Menntaskólinn í KópavogiVinnugögnLæknisvottorð nemenda. Læknisvottorð nemenda vegna lokaprófa. Nemendur sem eru veikir í lokaprófi áfanga þurfa að framvísa læknisvottorði til að staðfesta veikindi sín og fá leyfi til að taka sjúkrapróf. Nemendalistar eru listar yfir nemendur sem mæta í lokapróf. Listinn er yfir alla þá nemendur sem eru skráðir í áfangann. Merkt er við þá nemendur sem mæta í lokapróf. Beiðni um tilfærslur frá nemendum á prófi á sjúkraprófsdag. Þessi gögn eru skráð í INNU.HeimilaðMenntaskólinn í Kópavogi hefur heimild til að eyða umbeðnum læknisvottorðum, nemenda­listum og beiðnum um tilfærslum.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að þessar upplýsingar hafa ekkert gildi til framtíðar. Niðurstaða úr prófi er varðveitt og er vitnisburður um að próf hafi verið þreytt og ef nemandi þreytir ekki próf þá er það fært til bókar í námsferli.
191200317.12.2019Menntaskólinn í KópavogiVinnugögnLæknisvottorð nemenda. Læknisvottorð nemenda vegna lokaprófa. Nemendur sem eru veikir í lokaprófi áfanga þurfa að framvísa læknisvottorði til að staðfesta veikindi sín og fá leyfi til að taka sjúkrapróf. Nemendalistar eru listar yfir nemendur sem mæta í lokapróf. Listinn er yfir alla þá nemendur sem eru skráðir í áfangann. Merkt er við þá nemendur sem mæta í lokapróf. Beiðni um tilfærslur frá nemendum á prófi á sjúkraprófsdag. Þessi gögn eru skráð í INNU.HeimilaðMenntaskólinn í Kópavogi hefur heimild til að eyða umbeðnum læknisvottorðum, nemedalistum og beiðnum um tilfærslum.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að þessar upplýsingar hafa ekkert gildi til framtíðar. Niðurstaða úr prófi er varðveitt og er vitnisburður um að próf hafi verið þreytt og ef nemandi þreytir ekki próf þá er það fært til bókar í námsferli.
191125113.12.2019Leikskólinn Sunnuhvoll, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofuskýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagnagrunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Sunnuhvoll hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Sunnuhvoll þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191125013.12.2019Leikskólinn Krakkakot, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofuskýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagnagrunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Krakkakot hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Krakkakot þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191124913.12.2019Leikskólinn Lundaból, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofuskýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagnagrunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Lundaból hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Lundaból þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191124813.12.2019Leikskólinn Hæðarból, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofuskýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagnagrunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Hæðarból hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Hæðarból þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191124713.12.2019Leikskólinn Holtakot, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofuskýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagnagrunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Holtakot hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Holtakot þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191124613.12.2019Leikskólinn Bæjarból, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofuskýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagnagrunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Bæjarból hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Bæjarból þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191124513.12.2019Leikskólinn Akrar, GarðabæVinnugögnListi yfir nemendur og foreldra, listi yfir starfsmenn, upplýsingar vegna hagstofuskýrslu. Þessi gögn voru skráð í gagnagrunninn Mentor sem var tilkynntur sem úrelt tölvukerfi frá 28.11.2019HeimilaðLeikskólinn Akrar hefur heimild til að eyða gögnum úr kerfinu þegar stjórnsýslulegu eða hagnýtu gildi þeirra er lokið. Eyða skal gögnum úr kerfinu á viðurkenndan hátt.Á ekki viðLeikskólinn Akrar þarf ekki að afhenda gögn sem skráð eru í gagnagrunninn Mentor í formi vörsluútgáfu til Þjóðskjalasafns, þar sem gögnin eru til á pappír.
191123119.12.2019Heilbrigðis­stofnun SuðurnesjaSjúkragögnAðsend skjöl (afrit) í sjúkraskrá einstaklinga. Um er að ræða aðsend skjöl (afrit) sem berast til stofnunarinnar s.s. beiðnir, umboð, læknabréf og rannsóknarniðurstöður sem hafa verið skönnuð inn sem viðhengi inn í sjúkraskrá einstaklings í rafræna sjúkrarskrárkerfið SAGA._x0000_SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞar sem Sögukerfið hefur enn ekki verið tilkynnt til Þjóðskjalasafnsins og samþykkt er ekki grundvöllur fyrir því að heimila grisjun á sjúkraskrárgögnum þrátt fyrir það að gögnin séu til á rafrænu formi. Á meðan hátturinn er þessi þá eru heilbrigðisstofnanir í pappírsskjalavörslu.
191123119.12.2019Heilbrigðisstofnun SuðurnesjaSjúkragögnAðsend skjöl (afrit) í sjúkraskrá einstaklinga. Um er að ræða aðsend skjöl (afrit) sem berast til stofnunarinnar s.s. beiðnir, umboð, læknabréf og rannsóknarniðurstöður sem hafa verið skönnuð inn sem viðhengi inn í sjúkraskrá einstaklings í rafræna sjúkrarskrárkerfið SAGA._x0000_SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞar sem Sögukerfið hefur enn ekki verið tilkynnt til Þjóðskjalasafnsins og samþykkt er ekki grundvöllur fyrir því að heimila grisjun á sjúkraskrárgögnum þrátt fyrir það að gögnin séu til á rafrænu formi. Á meðan hátturinn er þessi þá eru heilbrigðisstofnanir í pappírsskjalavörslu.
191123019.12.2019Heilbrigðisstofnun SuðurnesjaSjúkragögnSjúkragögn vegna innlagna, útskrifta, legudaga o.fl. Um er að ræða skjöl v. innlagna, útskrifta, legudaga, fæðingarskráninga, hjúkrunar, sjúkraflutninga og aðgerða. Skjölin eru sjúkragögn sem hafa verið skönnuð inn sem viðhengi tengd viðeigandi samskiptum inn í sjúkraskrá einstaklings í rafræna sjúkraskrárkerfið SAGA._x0000_SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞar sem Sögukerfið hefur enn ekki verið tilkynnt til Þjóðskjalasafnsins og samþykkt er ekki grundvöllur fyrir því að heimila grisjun á sjúkraskrárgögnum þrátt fyrir það að gögnin séu til á rafrænu formi. Á meðan hátturinn er þessi þá eru heilbrigðisstofnanir í pappírsskjalavörslu.
191123019.12.2019Heilbrigðisstofnun SuðurnesjaSjúkragögnSjúkragögn vegna innlagna, útskrifta, legudaga o.fl. Um er að ræða skjöl v. innlagna, útskrifta, legudaga, fæðingarskráninga, hjúkrunar, sjúkraflutninga og aðgerða. Skjölin eru sjúkragögn sem hafa verið skönnuð inn sem viðhengi tengd viðeigandi samskiptum inn í sjúkraskrá einstaklings í rafræna sjúkraskrárkerfið SAGA._x0000_SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðÞar sem Sögukerfið hefur enn ekki verið tilkynnt til Þjóðskjalasafnsins og samþykkt er ekki grundvöllur fyrir því að heimila grisjun á sjúkraskrárgögnum þrátt fyrir það að gögnin séu til á rafrænu formi. Á meðan hátturinn er þessi þá eru heilbrigðisstofnanir í pappírsskjalavörslu.
191122919.12.2019Heilbrigðisstofnun SuðurnesjaSjúkragögnRöntgenmyndir. Röntgenmyndir (filmur) sem teknar voru til að meta ástand sjúklings, sjúkdómsgreina eða finna breytingar. Röntgenlæknir les úr myndum, eftir úrlestur eru niðurstöður færðar inn í journal/rafræna sjúkraskrá einstaklings.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum sjúkragögnum þegar tíu ár eru liðin frá myndun þeirra.Varðveita skal eina öskju sem spannar allt tímabilið sem sýnishorn.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar sem koma úr rannsókninni sem röntgenmyndin á við er varðveitt í sjúkraskrá einstaklingsins og myndirnar eru ekki nýtanlegar í samanburði í komandi rannsóknum.
191122919.12.2019Heilbrigðisstofnun SuðurnesjaSjúkragögnRöntgenmyndir. Röntgenmyndir (filmur) sem teknar voru til að meta ástand sjúklings, sjúkdómsgreina eða finna breytingar. Röntgenlæknir les úr myndum, eftir úrlestur eru niðurstöður færðar inn í journal/rafræna sjúkraskrá einstaklings.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum sjúkragögnum þegar tíu ár eru liðin frá myndun þeirra.Varðveita skal eina öskju sem spannar allt tímabilið sem sýnishorn.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingarnar sem koma úr rannsókninni sem röntgenmyndin á við er varðveitt í sjúkraskrá einstaklingsins og myndirnar eru ekki nýtanlegar í samanburði í komandi rannsóknum.
191122319.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnUmsóknir um úttektir í reiðufé. Umsóknir um úttektir í reiðufé (Cash Collection Voucher)- Um er að ræða umsóknir fyrir úttektir í reiðufé.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum umsóknum um úttektir í reiðufé starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191122319.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnUmsóknir um úttektir í reiðufé. Umsóknir um úttektir í reiðufé (Cash Collection Voucher)- Um er að ræða umsóknir fyrir úttektir í reiðufé.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum umsóknum um úttektir í reiðufé starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191122219.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnFjárveitingar. Fjárveitingar - Um er að ræða formlegar beiðnir um viðbótar fjárveitingar.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að hugsanlegt er að skjölin hafi gildi fyrir fræðimenn framtíðarinnar sem ætla að rannsaka veru varnarliðsins.
191122219.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnFjárveitingar. Fjárveitingar - Um er að ræða formlegar beiðnir um viðbótar fjárveitingar.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að hugsanlegt er að skjölin hafi gildi fyrir fræðimenn framtíðarinnar sem ætla að rannsaka veru varnarliðsins.
191122119.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnUmsóknir um dagpeninga. Umsóknir um dagpeninga. Um er að ræða umsóknir dagpeninga vegna ferða starfsmanna.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum listum yfir innkaupabeiðnum vegna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191122119.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnUmsóknir um dagpeninga. Umsóknir um dagpeninga. Um er að ræða umsóknir dagpeninga vegna ferða starfsmanna.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum listum yfir innkaupabeiðnum vegna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191122019.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnInnkaupabeiðnir. Innkaupabeiðnir - Um er að ræða innkaupabeiðnir vegna vinnu og þjónustu.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum innkaupabeiðnum vegna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða. Upplýsingar um þessar fjárhæðir er að finna í ársreikningum.
191122019.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnInnkaupabeiðnir. Innkaupabeiðnir - Um er að ræða innkaupabeiðnir vegna vinnu og þjónustu.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum innkaupabeiðnum vegna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða. Upplýsingar um þessar fjárhæðir er að finna í ársreikningum.
191121919.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnGreiðsluheimildir. Greiðsluheimildir (Voucher for disbursement)- Um er að ræða greiðsluheimildir vegna vinnu og þjónustu.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum greiðsluheimildum frá varnarliðinu.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða. Upplýsingar um þessar fjárhæðir er að finna í ársreikningum.
191121919.12.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnGreiðsluheimildir. Greiðsluheimildir (Voucher for disbursement)- Um er að ræða greiðsluheimildir vegna vinnu og þjónustu.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum greiðsluheimildum frá varnarliðinu.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða. Upplýsingar um þessar fjárhæðir er að finna í ársreikningum.
191115919.11.2019Verzlunarskóli ÍslandsVinnugögnLangtímavottorð nemenda. Nemendur koma með vottorð/staðfestingar á leyfum eða veikindum á skrifstofu skólans sem vara lengur en 3 daga. Eru þessi vottorð/leyfi vistuð í GoPro málasafn og skráð í Innu nemendabókhaldskerfi.HeimilaðVerzlunarskóli Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum langtímavottorðum nemenda.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um er að ræða vinnugögn með tímabundið gildi sem einnig eru skönnuð inn í skjalavörslukerfi skólans sem hefur verið tilkynnt og er á leiðinni til ÞÍ í vörsluútgáfu.
191115919.11.2019Verzlunarskóli ÍslandsVinnugögnLangtímavottorð nemenda. Nemendur koma með vottorð/staðfestingar á leyfum eða veikindum á skrifstofu skólans sem vara lengur en 3 daga. Eru þessi vottorð/leyfi vistuð í GoPro málasafn og skráð í Innu nemendabókhaldskerfi.HeimilaðVerzlunarskóli Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum langtímavottorðum nemenda.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um er að ræða vinnugögn með tímabundið gildi sem einnig eru skönnuð inn í skjalavörslukerfi skólans sem hefur verið tilkynnt og er á leiðinni til ÞÍ í vörsluútgáfu.
191112822.11.2019Menntaskólinn í KópavogiPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnir. Menntaskólinn í Kópavogi leggur fyrir lokapróf tvisvar á ári í lok haust-og vorannar. Nemendur hafa fimm daga til að gera athugasemd við niðurstöðu prófa eftir það er einkunnum prófúrlausna ekki breytt. Eftir það hafa prófúrlausnir ekkert vægi._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
191112822.11.2019Menntaskólinn í KópavogiPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnir. Menntaskólinn í Kópavogi leggur fyrir lokapróf tvisvar á ári í lok haust-og vorannar. Nemendur hafa fimm daga til að gera athugasemd við niðurstöðu prófa eftir það er einkunnum prófúrlausna ekki breytt. Eftir það hafa prófúrlausnir ekkert vægi._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
191111121.11.2019BorgarholtsskóliFylgiskjöl bókhaldsBeiðni um endurskoðun á grisjunarheimild frá 2014 þar sem var farið fram á nýjan hátt á sýnishornatöku þar sem bara er tekin sýnishorn frá desember á árum sem enda á 0.HeimilaðFallist á nýja sýnishornatöku.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Á ekki við.
191111121.11.2019BorgarholtsskóliFylgiskjöl bókhaldsBeiðni um endurskoðun á grisjunarheimild frá 2014 þar sem var farið fram á nýjan hátt á sýnishornatöku þar sem bara er tekin sýnishorn frá desember á árum sem enda á 0.HeimilaðFallist á nýja sýnishornatöku.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Á ekki við.
191109221.11.2019BorgarholtsskóliFylgiskjöl bókhaldsLaunalistar. Um er að ræða yfirlit yfir launagreiðslur starfsmanna.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi.
191109221.11.2019BorgarholtsskóliFylgiskjöl bókhaldsLaunalistar. Um er að ræða yfirlit yfir launagreiðslur starfsmanna.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi.
191109121.11.2019BorgarholtsskóliPrófúrlausnir og verkefniÁfangakannanir. Áfangakannanir eru lagðar fyrir nemendur á hverri önn. Markmiðið er að á þriggja ára tímabili séu lagðar fyrir kannanir í öllum áföngum skólans. Spurningar kannananna snúa að áföngunum sem slíkum, námsefni, vinnu nemenda og kennara. Niðurstöður fær skólameistari og kallar hann á kennara til sín og ræðir þær, þ.e. bæði það sem er gott og það sem þarf að laga._x0000_HeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum áfangakönnunum. Forsenda ákvörðunarinnar er að fara ætti með þessi skjöl eins og um próúrlausnir sé að ræða. Heimila ætti eyðingu þeirra þegar hagnýtu gildi er lokið.
191109121.11.2019BorgarholtsskóliPrófúrlausnir og verkefniÁfangakannanir. Áfangakannanir eru lagðar fyrir nemendur á hverri önn. Markmiðið er að á þriggja ára tímabili séu lagðar fyrir kannanir í öllum áföngum skólans. Spurningar kannananna snúa að áföngunum sem slíkum, námsefni, vinnu nemenda og kennara. Niðurstöður fær skólameistari og kallar hann á kennara til sín og ræðir þær, þ.e. bæði það sem er gott og það sem þarf að laga._x0000_HeimilaðBorgarholtsskóli hefur heimild til að eyða umbeðnum áfangakönnunum. Forsenda ákvörðunarinnar er að fara ætti með þessi skjöl eins og um próúrlausnir sé að ræða. Heimila ætti eyðingu þeirra þegar hagnýtu gildi er lokið.
191108520.11.2019Verkmenntaskólinn á AkureyriFylgiskjöl bókhaldsFylgigögn bókhalds. Almenn bókhaldsgögn eldri en 7 ára eða frá 2012 og eldri, bankaafstemmingar, dagbókarfærslur, eignarskrár – ljósrit af reikningum, yfirlit frá birgjum, uppgjör á VSK, bankayfirlit._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191108520.11.2019Verkmenntaskólinn á AkureyriFylgiskjöl bókhaldsFylgigögn bókhalds. Almenn bókhaldsgögn eldri en 7 ára eða frá 2012 og eldri, bankaafstemmingar, dagbókarfærslur, eignarskrár – ljósrit af reikningum, yfirlit frá birgjum, uppgjör á VSK, bankayfirlit._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191104921.11.2019BiskupsstofaPrófúrlausnir og verkefniPersónuleikapróf guðfræðinema. Guðfræðinemar sem lokið hafa öllum áföngum í BA-prófi geta sótt um starfsnám hjá þjóðskirkjunni til að verða embættisgeng að því loknu. Nemarnir þurfa m.a. að mæta til viðtals og þreyta persónuleikapróf sem sálfræðingur leggur fyrir._x0000_HeimilaðBiskupstofa hefur heimild til að eyða umbeðnum persónuleikaprófum.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem um ræðir eru eins og prófúrlausnir. Ef nemandi fær skírteinið sem kveður á um að hann megi starfa sem prestur þá er það staðfesting á því að hann hafi staðist persónuleikaprófið.
191104921.11.2019BiskupsstofaPrófúrlausnir og verkefniPersónuleikapróf guðfræðinema. Guðfræðinemar sem lokið hafa öllum áföngum í BA-prófi geta sótt um starfsnám hjá þjóðskirkjunni til að verða embættisgeng að því loknu. Nemarnir þurfa m.a. að mæta til viðtals og þreyta persónuleikapróf sem sálfræðingur leggur fyrir._x0000_HeimilaðBiskupstofa hefur heimild til að eyða umbeðnum persónuleikaprófum.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem um ræðir eru eins og prófúrlausnir. Ef nemandi fær skírteinið sem kveður á um að hann megi starfa sem prestur þá er það staðfesting á því að hann hafi staðist persónuleikaprófið.
191104322.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnListi yfir félagsgjöld starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum listum yfir félagsgjöld starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191104322.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnListi yfir félagsgjöld starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum listum yfir félagsgjöld starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191104222.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnStaðgreiðsla starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum staðgreiðslum starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191104222.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnStaðgreiðsla starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum staðgreiðslum starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191102622.11.2019Menntaskólinn við HamrahlíðVinnugögnStaðfestingar á skólavist og útskrift fyrir nemendur, á íslensku og erlendum málum.HeimilaðMenntaskólinn við Hamrahlíð hefur heimild til að eyða umbeðnum staðfestingum á skólavist og útskrift fyrir nemendur.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar eru til í öðrum skjölum hjá skólanum.
191102622.11.2019Menntaskólinn við HamrahlíðVinnugögnStaðfestingar á skólavist og útskrift fyrir nemendur, á íslensku og erlendum málum.HeimilaðMenntaskólinn við Hamrahlíð hefur heimild til að eyða umbeðnum staðfestingum á skólavist og útskrift fyrir nemendur.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar eru til í öðrum skjölum hjá skólanum.
191102022.11.2019Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnÝmsar leyfis- og undanþágubeiðnir til skólaráðs. Nemdur skila inn beiðnum um leyfi, t.d. vegna utanlandsferða eða annarra ástæðna til skólaráðs. Einnig um undanþágur frá námsáföngum sem þau ættu annars að ljúka. _x0000_HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum leyfisbeiðnum og undanþágubeiðnum til skólaráðs.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að leyfisveitngarnar eru skráðar í fundargerðir skólaráðs sem eru varðveittar í málasafni stofnunarinnar.
191102022.11.2019Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnÝmsar leyfis- og undanþágubeiðnir til skólaráðs. Nemdur skila inn beiðnum um leyfi, t.d. vegna utanlandsferða eða annarra ástæðna til skólaráðs. Einnig um undanþágur frá námsáföngum sem þau ættu annars að ljúka. _x0000_HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum leyfisbeiðnum og undanþágubeiðnum til skólaráðs.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að leyfisveitngarnar eru skráðar í fundargerðir skólaráðs sem eru varðveittar í málasafni stofnunarinnar.
191101922.11.2019Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnSkammtímavottorð / staðfestingar forráðamanna. Skammtímavottorð eru vottorð sem nemendur skila til að útskýra fjarvistir í einstökum kennslustundum.HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum skammtímavottorðum varðandi fjarvista nemenda. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem um ræðir hefur mjög takmarkað upplýsingagildi til lengri tíma og upplýsingarnar um fjarvistirnar eru vistaðar annars staðar.
191101922.11.2019Fjölbrautaskólinn í GarðabæVinnugögnSkammtímavottorð / staðfestingar forráðamanna. Skammtímavottorð eru vottorð sem nemendur skila til að útskýra fjarvistir í einstökum kennslustundum.HeimilaðFjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur heimild til að eyða umbeðnum skammtímavottorðum varðandi fjarvista nemenda. Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin sem um ræðir hefur mjög takmarkað upplýsingagildi til lengri tíma og upplýsingarnar um fjarvistirnar eru vistaðar annars staðar.
191101822.11.2019Fjölbrautaskólinn í GarðabæPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnirHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
191101822.11.2019Fjölbrautaskólinn í GarðabæPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnirHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
191027211.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnListar yfir lífieyrissjóðsgreiðslur starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum listum yfir lífeyrissjóðsgreiðslur starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191027211.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnListar yfir lífieyrissjóðsgreiðslur starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum listum yfir lífeyrissjóðsgreiðslur starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
191027111.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsFylgiskjöl bókhalds - VinnugögnMeðlagsgreiðslur starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum meðlagsgreiðslum starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191027111.11.2019Landhelgisgæsla ÍslandsFylgiskjöl bókhalds VinnugögnMeðlagsgreiðslur starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum meðlagsgreiðslum starfsmanna varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191027011.11.2019AkureyrarbærVinnugögnMyndir teknar vegna stöðubrotaHeimilaðAkureyrarbær hefur heimild til að eyða umbeðnum myndum vegna stöðubrota.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingagildi skjalanna er tímabundið. Útistandandi kröfum er haldið lifandi en myndir sem tengjast kröfum sem hafa verið gerðar upp þurfa ekki að vera til staðar þegar leitað er að upplýsingum um brot eða greiðslu sektarinnar.
191027011.11.2019AkureyrarbærVinnugögnMyndir teknar vegna stöðubrotaHeimilaðAkureyrarbær hefur heimild til að eyða umbeðnum myndum vegna stöðubrota.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingagildi skjalanna er tímabundið. Útistandandi kröfum er haldið lifandi en myndir sem tengjast kröfum sem hafa verið gerðar upp þurfa ekki að vera til staðar þegar leitað er að upplýsingum um brot eða greiðslu sektarinnar.
191026911.11.2019AkureyrarbærVinnugögnMætingalistar vegna námskeiða.HeimilaðAkureyrarbær hefur heimild til að eyða umbeðnum mætingalistum vegna námskeiða.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingagildi skjalanna er mjög tímabundið ásamt því að upplýsingar um setu á námskeiðinu er varðveitt hjá mannauðssviði Akureyrarbæjar.
191026911.11.2019AkureyrarbærVinnugögnMætingalistar vegna námskeiða.HeimilaðAkureyrarbær hefur heimild til að eyða umbeðnum mætingalistum vegna námskeiða.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingagildi skjalanna er mjög tímabundið ásamt því að upplýsingar um setu á námskeiðinu er varðveitt hjá mannauðssviði Akureyrarbæjar.
191012611.11.2019Vegagerðin vegna Vita- og hafnamálastofnunarFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn Vita- og hafnamálastofnunar í Gróttuvita - Bókhaldsgögn Vegagerðarinnar. Skjölin tilheyra aflagðri stofnun: Vita- og hafnamálastofnun sem var sameinuð Siglingamálastofnun í Siglingastofnun Íslands 1996. Stofnanirnar voru tvær: Vitastofnun og Hafnarmálastofnun sem ráku sameiginlega skrifstofu. Voru líklega sameinaðar 1933.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191012611.11.2019Vegagerðin vegna Vita- og hafnamálastofnunarFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn Vita- og hafnamálastofnunar í Gróttuvita - Bókhaldsgögn Vegagerðarinnar. Skjölin tilheyra aflagðri stofnun: Vita- og hafnamálastofnun sem var sameinuð Siglingamálastofnun í Siglingastofnun Íslands 1996. Stofnanirnar voru tvær: Vitastofnun og Hafnarmálastofnun sem ráku sameiginlega skrifstofu. Voru líklega sameinaðar 1933.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191010411.11.2019Fjölbrautaskóli SuðurnesjaPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnir. Á hverri önn þreyta nemendur lokapróf í mismunandi áföngum til að sýna fram á kunnáttu sína í viðkomandi námsgrein. Út frá þessum lokaprófum ásamt ýmsu öðru námsmati fær nemandi lokaeinkunn í viðkomandi áfanga._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
191010411.11.2019Fjölbrautaskóli SuðurnesjaPrófúrlausnir og verkefniPrófúrlausnir Á hverri önn þreyta nemendur lokapróf í mismunandi áföngum til að sýna fram á kunnáttu sína í viðkomandi námsgrein. Út frá þessum lokaprófum ásamt ýmsu öðru námsmati fær nemandi lokaeinkunn í viðkomandi áfanga._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn prófúrlausnir allra sem hafa upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
191009911.11.2019Verzlunarskóli ÍslandsVinnugögnSkammtímavottorð varðandi fjarvista nemenda.HeimilaðVerzlunarskóli Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum skammtímavottorðum varðandi fjarvista nemenda.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða
191009911.11.2019Verzlunarskóli ÍslandsVinnugögnSkammtímavottorð varðandi fjarvista nemenda.HeimilaðVerzlunarskóli Íslands hefur heimild til að eyða umbeðnum skammtímavottorðum varðandi fjarvista nemenda.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða
191009211.11.2019Þjóðskjalasafn ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsReykjanesbær (Hafnahreppur) - Fylgiskjöl bókhalds. Fylgiskjöl bókhalds Hafnarhrepps. Reikningar og kvittanir._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191009211.11.2019Þjóðskjalasafn ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsReykjanesbær (Hafnahreppur) - Fylgiskjöl bókhalds Fylgiskjöl bókhalds Hafnarhrepps. Reikningar og kvittanir._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191009110.02.2020Embætti landlæknisVinnugögnFréttabréf og fréttatilkynningar. Fréttabréf og fréttatilkynningar. Gögn send til uppslýsingar, fróðleiks, skoðunar, kynningar og umsagnar.HeimilaðEmbætti landlæknis hefur heimild til að eyða umbeðnum fréttabréfum og fréttatilkynningum.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er um er að ræða skjöl sem eru send embættinu til upplýsingar, eru afrit og koma að því er virðist ekki að neinni ákvarðanatöku hjá Embætti landlæknis. Frumrit eru varðveitt hjá viðeigandi skjalamyndurum.
191000604.11.2019RíkisskattstjóriFylgiskjöl bókhaldsBókhald. Bókhaldsgögn stofnunarinnar - reikningar og þess háttarHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
191000604.11.2019RíkisskattstjóriFylgiskjöl bókhaldsBókhald Bókhaldsgögn stofnunarinnar - reikningar og þess háttarHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190920525.09.2019Kvikmyndamiðstöð ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsUm er að ræða fylgiskjöl og reikninga í bókhaldiHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll bókhaldsgögn fyrir desember frá árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190908423.09.2019Leitarstöð Krabbameinsfélag ehfSjúkragögnRöntgenmyndir af brjóstum (filmur) sem teknar voru við skimun fyrir brjóstakrabbameini.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum sjúkragögnum þegar tíu ár eru liðin frá myndun þeirra.Varðveita skal eina öskju sem spannar allt tímabilið sem sýnishorn.Forsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar sem koma úr rannsókninni sem röntgenmyndin á við er varðveitt í sjúkraskrá einstaklingsins og myndirnar eru ekki nýtanlegar í samanburði í komandi rannsóknum.
190823723.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnÁrstölur - launaupplýsingar starfsmanna Varnarliðsins.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að hægt er að ímynda sér að upplýsingarnar sem er að finna í þessum skjölum geti nýst fræðimönnum framtíðarinnar við rannsóknir á Varnarliðinu.
190823623.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnLaunadagbók starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða launadagbók starfsmanna Varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
190823523.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnÁrlegir launamiðar starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða árlegum launamiðum starfsmanna Varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
190823423.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnLaunaseðlar tarfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða launaseðlum starfsmanna Varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
190823323.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnLeave records/reports starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða Leave records/reports starfsmanna Varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
190823226.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnNafnalistar starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðLandhelgisgæslan hefur heimild til að eyða umbeðnum nafnalistum starfsmanna varnarliðsins.Varðveita skal sem sýnishorn einn lista frá hverju ári þ.e.a.s. listann frá desember á hverju ári.Forsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega. Launamiðar voru sendir til Ríkisskattstjóra þar sem upplýsingarnar eru varðveittar.
190823123.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnTalningar starfsmanna Varnarliðsins.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl er að ræða sem gætu haft gildi fyrir fræðimenn í framtíðinni sem munu rannsaka veru varnarliðsins hér á landi. Um tölfræðiupplýsingar er að ræða.
190823023.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnTímakort starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða tímakortum starfsmanna Varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
190822923.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnÚtborgunarlistar Varnarliðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða útborgunarlistum Varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
190822823.09.2019Landhelgisgæsla ÍslandsVinnugögnYfirvinnubeiðnir starfsmanna Varnarliðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða yfirvinnubeiðnum starfsmanna Varnarliðsins.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar sem geta varðað réttindi starfsmanna eru varðveitt í starfsmannamöppum og svo skattframtölum launþega.
190820623.09.2019SkipulagsstofnunVinnugögnStarfsmannamál: Starfsmannamál - orlof-veikindi - frí ofl. 1989-1995, Starfsmenn hættir A-Ö 1988-1997, Starfsmenn hættir 1998-2000, Ráðningasamningar (frumrit/samrit, lituð blöð) og afrit (fjármálaráðuneytið), Uppsagnabréf til Skipulagsstofnunar, Uppsagnabréf frá Skipulagsstofnun. Starfsmannamál – Launamál, taxtar, almennt: Séreignalífeyrissjóðir – samningar, Bréf frá Starfsmanna-skrifstofu ríkisins, Lög um réttindi og skyldur, Dagpeningar, akstursgjald, Trúnaðarmenn, Íþróttastyrkir til starfsfólks frá 06.03. 1997 – 31.12.2003, Listar, ljósrit af reikningum / greiðslukvittunumSynjaðSkipulagsstofnun skal varðveita: Starfsmenn hættir A-Ö 1988-1997, 1 mappa, Starfsmenn hættir 1998-2000, 1 mappa, Ráðningasamningar (frumrit/samrit, lituð blöð) og afrit (fjármálaráðuneytið) – Starfsmanna-skrifstofa ríkisins, Sölvhólsgötu, Uppsagnabréf til Skipulags-stofnunar - Starfsmanna-skrifstofa ríkisins, Sölvhólsgötu, Uppsagnabréf frá Skipulagsstofnun - Starfsmanna-skrifstofa ríkisins, Sölvhólsgötu, Séreignalífeyrissjóðir – samningar, Bréf frá Starfsmanna-skrifstofu ríkisins, TrúnaðarmennÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin geta innihaldið upplýsingar um réttindi starfsmanna stofnunarinnar.
190820623.09.2019SkipulagsstofnunVinnugögnStarfsmannamál: Starfsmannamál - orlof-veikindi - frí ofl. 1989-1995, Starfsmenn hættir A-Ö 1988-1997, Starfsmenn hættir 1998-2000, Ráðningasamningar (frumrit/samrit, lituð blöð) og afrit (fjármálaráðuneytið), Uppsagnabréf til Skipulags-stofnunar, Uppsagnabréf frá Skipulags-stofnun. Starfsmannamál – Launamál, taxtar, almennt: Séreignalífeyrissjóðir – samningar, Bréf frá Starfsmanna-skrifstofu ríkisins, Lög um réttindi og skyldur, Dagpeningar, akstursgjald, Trúnaðarmenn, Íþróttastyrkir til starfsfólks frá 06.03. 1997 – 31.12.2003, Listar, ljósrit af reikningum / greiðslukvittunumHeimilaðSkipulagsstofnun hefur heimild til að eyða: Starfsmannamál - orlof-veikindi - frí ofl. 1989-1995, 1 mappa, Lög um réttindi og skyldur, Dagpeningar, akstursgjald Íþróttastyrkir til starfsfólks frá 06.03. 1997 – 31.12.2003 (1 mappa) , Listar, ljósrit af reikningum/ greiðslukvittunumÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin eru vinnugögn varðandi launaútreikning og hafa tímabundið upplýsingagildi.
190820523.09.2019SkipulagsstofnunFylgiskjöl bókhaldsLaunamál - Ferðareikningar, tímaskráningar og tímaskýrslurHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll skjöl um launamál frá desember á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190820423.09.2019SkipulagsstofnunFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn - Fylgiskjöl bókhaldsHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl bókhalds frá desember á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190800421.08.2019Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Hæðarból - Óskir foreldra um sumarleyfi barna sinna í leikskólaHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum óskum um sumarleyfi þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða þar sem upplýsingarnar eru varðveittar annars staðar. Því er lagt til að heimilt verði að eyða skjölunum þegar hagnýtu gildi er lokið.
190800321.08.2019Sveitarfélagið GarðabærVinnugögnLeikskólinn Hæðarból - Óskir starfsmanna um sumarleyfiHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum óskum um sumarleyfi þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða þar sem upplýsingarnar eru varðveittar annars staðar. Því er lagt til að heimilt verði að eyða skjölunum þegar hagnýtu gildi er lokið.
190720515.08.2019ReykjanesbærFylgiskjöl umsóknaSkattagögn einstaklinga vegna þjónustu hjá sveitarfélaginu.

Skattagögn (framtöl) einstaklinga sem borist hafa vegna ýmissar þjónustu hjá sveitarfélaginu t.a.m. fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur, sérstakan húsnæðisstuning o. fl._x0000_
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum skattagögnum sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll skattagögn frá árum sem enda á 0Forsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða þar sem upplýsingarnar er að finna hjá Ríkisskattstjóra.
190715916.08.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsUmsóknirHeilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi - Starfsmannamál 1984-2013

Atvinnuumsóknir
SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðGrisjun atvinnuumsókna í opinbert starf getur brotið gegn rétti aðila máls til aðgangs að gögnum máls skv. stjórnsýslulögum nr. 37/1993.
190715815.08.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsVinnugögnHeilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi - Starfsmannamál 1984-2013

Vinnuplön



Fjarvistir starfsmanna
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190715515.08.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsLaunagögn:

Vinnuskýrslur

Launaútreikningar

Afrit af launaseðlum
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190713816.09.2019FjarðabyggðVinnugögnMannauðs- og launagögn - Skattkort. Skattkortin voru hluti af launaútreikningi stofnunarinnar.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum skattkortum þegar hagnýtu gildi er lokið. Forsenda ákvörðunarinnar er að um gögn með tímabundið upplýsingagildi er að ræða þar sem allar upplýsingar eru varðveittar hjá Ríkisskattstjóra. Með breytingum á lögum 45/1987 voru skattkortin aflögð og því ekki í notkun lengur
190702415.08.2019Lögreglustjórinn á SuðurnesjumVinnugögnSkýrslubækur umferðarmála. Skölin eru skýrslubækur umferðarmála. Um er að ræða skýrslubækur lögreglubíla sem fylltar eru út á vettvangi og unnið eftir í lögreglukerfi ríkisins, LÖKE. Í skýrslubókunum er eftir eyðublað 3.3 en frumrit fer í málaskrá og afrit 2 fær kærði.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum skýrslubókum umferðarmála sem myndast hafa á tímabilinu 2016 til 2019, þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um afrit er að ræða og frumrit varðveitt í málasafni lögreglunnar.
190615128.06.2019Verzlunarskóli ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn, Bókhaldsgögn s.s. gögn um millifærslur, greiðslu reikningar o.fl._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190614918.12.2019Landsbankinn hf.StarfsumsóknirStarfsumsóknir, ásamt fylgiskjölum, sem berast bankanum t.d. þegar verið er að sækja um sumarstarf. Hér er um að ræða þær umsóknir sem leiða ekki til starfs.HafnaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að til þessa hefur ekki verið leyft að grisja atvinnuumsóknir/starfsumsóknir, þar sem þær geta varðað hagsmuni og réttindi þeirra einstaklinga sem sóttu um störfin. Samkvæmt áliti lögfræðings verður að gæta samræmis við aðra afhendingaskylda aðila og hvernig beiðnir um grisjun á starfsumsóknum hafa verið afgreiddar áður.
190610015.08.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsTrúnaðarmálHeilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi - Fundargerðir, dagbækur hjúkrunarfræðinga (rapport) Dagbækur sem eru handskrifaðar og innihalda rapport/stöðu á vaktaskiptum hverju sinni_x0000_SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að dagbækurnar eru frumheimildir og vitnisburður um grunnþætti í starfi og þjónustu sveitarfélagsins og hafa þess vegna heimildagildi. Að auki geta bækurnar innihaldið upplýsingar sem snerta réttindi starfsmanna og/eða vistmanna sambýlanna og ber því að varðveita þær
190609915.08.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsSjúkragögnHeilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi - Sjúkraskrár, afrit af rannsóknarsvörum Rannsóknarsvör sem búið er að skrá í journala viðkomandi sjúklings_x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum sjúkraskrárgögnum sem eru afrit af rannsóknarsvörum sem myndast hafa á tímabilinu 1998 til 2006Á ekki viðForsenda ákvörðunar er sú að gögnin eru einnig vistuð í sjúkraskrá viðkomandi sjúklings.
190609815.08.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsVinnugögnHeilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi - Starfsmannagögn. Á vegum Geislavarna ríkisins – aflestur af tæki v/röntgengeislunar starfsmanna/læknum. Niðurstöður mælinga.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum skjölum sem innihalda aflestur af tækjum vegna röntgengeislunar.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að gögnin hafa tímabundið gildi fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands auk þess sem Geislavarnir ríkisins varðveita upplýsingarnar.
190609728.06.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsHeilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi - Bókhaldsgögn:

Almenn bókhaldsgögn frá 1988-2011, bankaafstemmingar, dagbókarfærslur, eignarskrár – ljósrit af reikningum, yfirlit frá birgjum, uppgjör á VSK, bankayfirlit (þarf að fá beiðnina rafrænt til að sjá hvort það sé eitthvað meira)._x0000_
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190609628.06.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsSjúkragögnHeilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi - Innlagnir, útskriftir, legudagar og fæðingarskráningHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum skjölum um innlagnir, útskriftir, legudagar og fæðingarskráningar þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar úr eyðublöðunum eru varðveittar í sjúkraskrá einstaklings.
190606816.01.2020Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiðMinnisblöð til ráðherra og ráðuneytisstjóraMinnisblöðin verða til rafrænt í málaskrá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Þeim er beint til ráðherra eða ráðuneytisstjóra til upplýsingar eða samþykktar á málatilbúnaði og/eða ákvörðun. Ef ráðherra eða ráðuneytisstjóri árita minnisblaðið er það skannað rafrænt beint inn í færslu þess í málaskrá og vistast þar.HeimilaðSamgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hefur heimild til að eyða umbeðnum minnisblöðum til ráðherra á pappír sem myndast frá og með dagsetningu grisjunarheimildar, þegar máli er lokið og fullvisst er að skönnun á minnisblaði hafi heppnast.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að ráðuneytið er í rafrænni skjalavörslu. Heimilt er að eyða þegar máli er lokið og fullvisst að minnisblaðið sé skannað inn og að skönnunin hafi heppnast. Lýsing á verklagi komi skýrt fram í notendahandbók ráðuneytisins um rafræna skjalavörslukerfið.
190606816.01.2019Menntaskólinn við SundÚtfyllt eyðublöð úr þriggja anna kerfiMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að eyða umbeðnum útfylltu eyðublöðum úr þriggja anna kerfi sem myndast hafa á tímabilinu 2015 til 2020, þegar tvö ár eru liðin frá útskrift nemanda.HeimilaðMenntaskólinn við Sund hefur heimild til að eyða umbeðnum útfylltum eyðublöðum úr þriggja anna kerfi sem myndast hafa á tímabilinu 2015 til 2020, þegar tvö ár eru liðin frá útskrift nemanda.Á ekki viðHér er um að ræða skjöl sem hafa tímabundið gildi þar sem upplýsingarnar eru varðveittar í námsvalsskjölum og svo námsferli nemanda.
190606728.06.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga 2005-2012. Um er að ræða fylgiskjöl sem eru eldri en 7 ára svo og handskrifaðar vinnuskýrslur og upplýsingar vegna launavinnslu – aðrar en ráðningarsamninga og tilkynningar um breytingar í starfi.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190523421.05.2019Sjúkrahúsið AkureyriSjúkragögnUm er að ræða afrit af eyðublaði sem segir til um innlögn sjúklinga og eru til upplýsingar fyrir starfsfólk sjúkrahússins.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum eyðublöðum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar úr eyðublaðinu eru varðveitt í sjúkraskrá einstaklings.
190523321.05.2019Sjúkrahúsið AkureyriSjúkragögnRöntgenmyndir eru teknar til að meta ástand sjúklings og til að sjúkdómsgreina, sjá hvernig sjúkdómur þróast eða hvort mein af einhverju tagi er til staðar. Röntgenlæknir les úr myndunum og skráir úrlestur í sjúkraskrá sjúklings.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum sjúkragögnum þegar tíu ár eru liðin frá myndun þeirra.Varðveita skal sem sýnishorn eina öskju af röntgenmyndum sem spanna tímabilið.Forsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar sem koma úr rannsókninni sem röntgenmyndin á við er varðveitt í sjúkraskrá einstaklingsins og myndirnar eru ekki nýtanlegar í samanburði í komandi rannsóknum.
190520728.05.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsHeilbrigðisstofnun Siglufjarðar - Bókhaldsgögn.

Almenn bókhaldsgögn, launagögn sem innihalda vinnuskýrslur og aðrar bókhaldslegar upplýsingar um starfsfólk og kvittanir og bókhaldsgögn yfir komugjöld og aðrar greiðslur á heilbrigðisþjónustu og uppgjör.
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190520628.05.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsHeilbrigðisstofnun Fjallabyggðar - Bókhaldsgögn.

Almenn bókhaldsgögn, launagögn sem innihalda vinnuskýrslur og aðrar bókhaldslegar upplýsingar um starfsfólk og kvittanir og bókhaldsgögn yfir komugjöld og aðrar greiðslur á heilbrigðisþjónustu og uppgjör.
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190520503.06.2019LyfjastofnunVinnugögnEftirritunarskyldir lyfseðlar.

Eftirritunarskyldir lyfseðlar verða til þegar læknar ávísa eftirritunarskyldum lyfjum á sjúkling.
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum eftirritunarskyldum lyfseðlum þegar tvö ár eru liðin frá tilurð þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl er að ræða sem hafa ekkert upplýsingagildi tveimur árum eftir tilurð þeirra.
190519428.05.2019Veðurstofa ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds.

Um er að ræða fylgigögn bókhalds, þ.e. kvittanir ýmiskonar, reikningsyfirlit frá bönkum og reikningar frá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi fylgigögn tengjast bæði almennum rekstri stofnunarinnar og samstarfsverkefnum.
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190518203.06.2019AkureyrarbærVinnugögnEyðublöð með SMT skráningum í leikskólum AkureyrarbæjarHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum eyðublöðum með SMT skráningu þegar fimm ár eru liðin frá myndun þeirra.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl er að ræða þar sem upplýsingarnar sem eyðublaðið geymir er að finna í úrbótaáætlunum og fundargerðum lausnarteyma hjá leikskólum Akureyrarbæjar
190518103.06.2019AkureyrarbærSjúkragögnSlökkvilið Akureyrar - Afrit af skýrslum um sjúkraflutninga.

Um er að ræða afrit skýrslum um sjúkraflutninga. Skýrslunar voru skráðar á eyðublöð frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu á árabilinu 1998-2005.
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum afritum af skýrslum um sjúkraflutninga þegar skjölin hafa náð 10 ára aldri.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um afrit af skjölum er að ræða þar sem frumritin eru varðveitt hjá landlækni og í sjúkraskrám einstaklinga.
190516915.08.2019Lögreglustjórinn á SuðurnesjumVinnugögnLjósrit af vegabréfum og farmiðum.

Skjölin eru ljósrit af vegabréfum og farmiðum ferðamanna sem talin var þörf á að kanna betur. Handskrifað er á skjölin dagsetning og komutími, flugnúmer, hvaðan ferðamaður kom og tilefni ferðar.
HeimilaðHeimilt að eyða umbeðnum ljósritum af vegabréfum og farmiðum.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða þar sem upplýsingarnar eru varðveittar annarsstaðar og þau atvik sem verða að málum eru varðveitt í málasafni.
190516803.06.2019Lögreglustjórinn á SuðurnesjumVinnugögnÚtprentun á dagbók. Skjölin eru útprentun á dagbók úr lögreglukerfi Ríkisins (LÖKE). Skrárnar eru yfirlit yfir eftirlit lögreglu eftir vöktum.SynjaðÁ ekki viðÁ ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að LÖKE hefur enn ekki verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns Íslands og því ekki hægt að heimila grisjun á skjölunum með þeim rökum þau séu varðveitt rafrænt. Ekki er hægt ganga úr skugga um að skjölin varðveitist rafrænt til frambúðar. Á meðan hátturinn er þessi þá eru löggæslustofnanir í pappírsskjalavörslu
190515903.06.2019Lögreglustjórinn á SuðurnesjumAfrit - frumrit hjá annarri stofnunTollafgreiðsla 2000-2006 ökutækjaskráning starfsmanna varnarliðsins.

Skjölin eru ljósrit af tilkynningu um eigendaskipti, afskráningu ökutækja, inn- og útflutningur á bílum starfsmanna Varnarliðsins á skjal frá Umferðarstofu og frumrit sent á Umferðarstofu og skráð í kerfi hjá þeim.
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum skjölum varðandi ökutækjaskráningu starfsmanna þegar hagnýtu gildi er lokið.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er að skjölin eru afrit af skjölum sem eru til í skjalasafni Umferðarstofu sem er partur af Samgöngustofu.
190515803.06.2019Lögreglustjórinn á SuðurnesjumFylgiskjöl bókhaldsTollafgreiðsla / bókhald 2001-2002 - Uppgjör vegna útseldrar vinnu tollvarða.

Skjölin eru uppgjör vegna útseldrar vinnu tollvarða. Reikningar voru útbúni eftir þessum skjölum.
HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190513521.11.2019Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestraVinnugögnSkjöl sem verða til vegna afgreiðslu bóta hjá umboði 41 fyrir Tryggingamálastofnun. Bótagreiðslur, sjúkradagpeningar, fæðingarorlof, greiðslukvittanir, almenn fylgiskjöl, innsend bréf, slysatrygging, ferðakostnaður, tannlæknareikningar, lyfseðlar, legudagar (útprentaðir listar frá tryggingastofnun) Lyfjaskírteini.Heimilað að hlutaSýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur heimild til að umbeðnum afritum og fylgiskjölum bókhalds sem tengjast bótagreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum ríkisins sem myndast hafa á tímabilinu 1991 til 2012, þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.Á ekki viðHeimila ætti eyðingu á þeim skjölum sem sannarlega eru afrit og fylgiskjöl bókhalds þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.
190513520.11.2019Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestraVinnugögnSkjöl sem verða til vegna afgreiðslu bóta hjá umboði 41 fyrir Tryggingamálastofnun. Bótagreiðslur, sjúkradagpeningar, fæðingarorlof, greiðslukvittanir, almenn fylgiskjöl, innsend bréf, slysatrygging, ferðakostnaður, tannlæknareikningar, lyfseðlar, legudagar (útprentaðir listar frá tryggingastofnun) Lyfjaskírteini.Synjað að hlutaÁ ekki viðÁ ekki viðSýslumaður fær ekki heimild að eyða eftirfarandi skjölum sem tengjast bótagreiðslum frá Tryggingastofnun Íslands og Sjúkratryggingum Íslands: Innsend bréf, frumrit af umsóknum, útsend bréf frá embættinu sem tengjast þessum greiðslum, frumritum af skjölum sem eiga að fara til Tryggingastofnunar ríkisins og Sjúkratrygginga ríkisins.
190513403.06.2019Menntaskólinn við HamrahlíðVinnugögn

  • 1. Læknisvottorð nemenda 18 ára og eldri vegna lokaprófa.

  • 2. Nemendalistar, listi yfir nemendur sem mæta í lokapróf.

  • 3. Viðverumiðar í lokaprófum.


HeimilaðMenntaskólinn við Hamrahlíð hefur heimild til að eyða umbeðnum skjölum sem snúa að prófatöku sem myndast frá og með árinu 2019, á sama tíma og viðkomandi prófúrlausnum er fargað.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að þessar upplýsingar hafa ekkert gildi til framtíðar. Niðurstaða úr prófi er varðveitt og er vitnisburður um að próf hafi verið þreytt og ef nemandi þreytir ekki próf þá er það fært til bókar í námsferli.
190505422.05.2019Háskólinn á AkureyriFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn Háskólans á Akureyri. Fylgiskjöl, ferðabeiðnir, reikningsyfirlit úr banka og afstemmingar, útsendir og mótteknir reikningar, greiðslustaðfestingar úr banka. Sjóðsbækur og ávísanahefti ef um það er að ræða.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190503222.05.2019ÚtlendingastofnunFylgiskjöl bókhaldsGögnin sem óskað er eftir að grisja eru bókhaldsgögn frá 2011 og áfram.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190423521.05.2019Sjúkrahúsið AkureyriVinnugögnÚtprentanir úr tímaskráningarkerfi, H-laun, starfsmenn (læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar) prentuðu út vinnutíma sinn í hverjum mánuði, fengu undirskrift yfirmanns sem staðfestingu og var eyðublaðið svo sent til launafulltrúa sem notaði skýrsluna til að reikna út laun, orlofstíma og annað tengt launum.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190422822.05.2019Kvikmyndasafn ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsUm er að ræða afrit reikninga sem Kvikmyndasafn Íslands sendir frá sér.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190422721.05.2019Þjóðskjalasafn Íslands - Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuvegarinsFylgiskjöl bókhaldsUm er að ræða fylgiskjöl bókhalds í fjórum afhendingum, 1997/14, 2000/7, 2004/57 og 2014/119. Skjölin urðu til við umsjón SRA á bókhaldi þeirra stofnana 2008. bil það um til 1978 árinu frá hana undir heyrðu sem sjóða ogHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190422621.05.2019Þjóðskjalasafn Íslands - Þórður Eydal Magnússon tannlæknirSjúkragögnSkjölin sem um ræðir eru tannmót sem eru tekin af tönnum þeirra sem voru í tannréttingarmeðferð.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum tannmótum.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl er að ræða sem hafa ekkert upplýsingagildi.
190419321.05.2019Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís)VinnugögnUm er að ræða fyrirspurnir til Upplýsingastofu um nám erlendis hjá Rannís. Fyrirspurnirnar berast í tölvupósti, munnlega (heimsókn á skrifstofu Rannís) og í gegnum síma.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um skjöl er að ræða sem hafa ekkert upplýsingagildi.
190403711.04.2019Menntaskólinn við HamrahlíðFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsskjöl Menntaskólans við Hamrahlíð. Bókhald skólans, mötuneytis kennara, mötuneytis nemenda og bóksölu nemenda og þau fylgiskjöl sem bókhaldinu fylgja. Fylgiskjölin sem við fundum voru þessi: Reikningar, kvittanir, yfirlit bankareikninga, útprentaðir hreyfingarlistar bunka (raðað fremst í bunka hvers mánaðar), launagögn - yfirvinnuseðlar (sem starfsmenn hafa útfyllt og skilað til rektors með tilfallandi yfirvinnutímum) og á sama stað afrit ráðningarsamninga stundakennara og einstaka frumritráðningarsamninga sem gerðir hafa verið við nemendur um vinnu á bókasafni, útprentaðir listar úr bókhaldskerfi Oracle - svokallaðir GL-listar - virðast vera listar yfir hreyfingar í bókhaldi, útprentaðir greiðsluyfirlitslistar frá ríkisbókhaldi.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi. Tekið skal fram að ráðningarsamningar sem minnst er á í tölvupóst dags. 11. apríl 2019 telst ekki til bókhaldsskjala og gildir heimildin því ekki um þau skjöl.
190322903.04.2019Lánasjóður íslenskra námsmannaVinnugögnTölvupóstur almenns eðlis. Almennur tölvupóstur. Stofnuninni berst nokkuð af tölvupósti sem er almenns eðlis, s.s. um opnunartíma, símanúmer, netföng eða mjög almennar fyrirspurnir um reglur sjóðsins.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um hreinsun er að ræða úr tölvupósthólfi starfsmanna þar sem tölvupóstar sem varða mál eru varðveitt í málasafni aðilans.
190313702.04.2019RíkisendurskoðunVinnugögnAC málasafn, ársreikningar. Ársreikningar verða til við fjárhagsendurskoðun hjá Ríkisendurskoðun, en henni lýkur alla jafna með áritun ríkisendurskoðanda á ársreikninga.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar vörsluútgáfa hefur verið afhent ÞÍ og samþykkt.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að rafrænt skjalavörslukerfi Ríkisendurskoðunar hefur verið tilkynnt og samþykkt af Þjóðskjalasafni Íslands og mun það koma í vörsluútgáfu til varðveislu hjá ÞÍ.
190312502.04.2019AkureyrarbærVinnugögnSlökkvilið Akureyrar - Byggingarteikningar vegna eldvarnareftirlits. Um er að ræða afrit af byggingarteikningum sem aðilar máls, t.d. eigendur, verktakar og byggingafulltrúar hafa sent inn til að fá umsögn slökkviliðs á brunavörnum.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum tíu árum eftir að þau myndast.Varðveittar sem sýnishorn teikningar af ákveðnum húsum sem lagt var til af AkureyrarbæForsenda ákvörðunarinnar er að lokaútgáfa teikninganna er varðveitt varanlega hjá viðeigandi embættum og mætti líta á þetta sem vinnugögn sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
190310305.04.2019LyfjastofnunVinnugögn, SjúkragögnUndanþágulyfseðlar. Um er að ræða lyfseðla vegna lyfseðilsskyldra lyfja sem hafa ekki markaðsleyfi hér á landi, eða hafa markaðsleyfi en eru ekki markaðssett hér á landi.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum tveimur árum eftir að þau myndast.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingar um lyfjagjafir einstaklinga er skráð í sjúkraskrána sem er varðveitt til frambúðar. Að auki er um afrit er að ræað þar sem frumritið er varðveitt hjá öðrum aðilum.
190310202.04.2019Verzlunarskóli ÍslandsPrófúrlausnir og verkefniÚrlausnir prófa. Hjá Verzlunarskóla Íslands eru lögð fyrir nemendur próf tvisvar á ári, þ.e. á haustönn og vorönn.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum prófúrlausnum tveimur árum eftir að þau myndast.Varðveita skal sem sýnishorn próf sem leyst voru af nemendum með upphafsstafinn A á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að prófúrlausnir eru skjöl sem hafa tímabundið upplýsingagildi.
190306902.04.2019Hagstofa ÍslandsFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn. Útgefnir reikingar og mótteknir ásamt öðrum bókhaldsgögnumHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190216702.04.2019Skattrannsóknarstjóri ríkisinsVinnugögnÚrskurðir og dómar, afrit. Afrit af úrskurðum annars stjórnvalds. Skattrannsóknarstjóri sendir niðurstöður rannsókna sinna til Ríkisskattstjóra, Yfirskattanefndar eða Hérðassaksóknar eftir því sem við á hverju sinni. Þegar niðurstöður í þeim málum liggja fyrir senda þessir aðilar afrit af niðurstöðunum, þ.e. endurálagningu skatts Ríkisskattstjóra, úrskurði yfirskattanefndar og dómar dómstóla til skattrannsóknarstjóra til upplýsinga.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um vinnugögn er að ræða sem send eru aðilanum til upplýsingar og ekkert er unnið með skjölin.
190216602.04.2019Skattrannsóknarstjóri ríkisinsFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn Nær öll bókhaldsgögn í rannsóknarmálum (gögn um fjármál, bankareikingar, skattframtöl, kretitkortareikingar ofl) berast rafrænt og eru skönnuð inn í málakerfið. Í nokkrum tilfellum hafa komið gögn á pappír (ljósrit) sem ekki hafa borist við hefðbundna gagnaöflun, t.d. í andmælum við úrskurðum eða við húsleitir._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190216302.04.2019Skattrannsóknarstjóri ríkisinsVinnugögnVinnugögn. Vinnugögnin eru nokkurs konar eyðublöð þar sem sett eru fram tilmæli, ábendingar og loks ákvörðum eða um er að ræða kvittanir fyrir mætingu í yfirheyrslu og móttöku gagna. Þessi eyðublöð ganga á milli starfsmanna og stjórnenda (yfirleitt undirmanna og yfirmanna) þar til ákvörðun hefur verið tekin, en þá eru þau skönnuð inn á málið. Niðurstöður á þessum vinnugögnum fá alltaf staðfestingu með öðrum og formlegum hætti, t.d. formlegri skýrslu, opinberri tilkynningu til viðkomandi aðila að rannsókn á málum viðkomandi hafi verið hafin eða henni hætt, þannig að þau hafa einungis tímabundið gildi._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að Oracle rafrænt skjalavörslukerfi Skattrannsóknarstjóra hefur verið samþykkt sem rafrænt gagnakerfi og er á leið til safnsins í vörsluútgáfu. Því er talið óhætt að eyða umræddum skjölum þegar hagnýtu gildi er lokið.
190215902.04.2019Veðurstofa ÍslandsVinnugögnMálasafn - Jólakort. Jólakort sem berast frá stofnunum og fyrirtækjum innan lands sem og utan. Þau eru send til okkar af því að við eigum í viðskiptum/samvinnu við þau._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að þessi skjöl eiga ekki við um úrlausn verkefna afhendingarskylda aðilans.
190214802.04.2019Heilbrigðisstofnun SuðurnesjaFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn. Um er að ræða hefðbundin bókhaldgögn, þar með talið færslur á bankareikningum (millifærslur), útsenda reikninga, reikninga frá birgjum (innkaupareikningar), sjóðsuppgjör, vsk uppgjör og verktakareikninga. Gögnin eru til komin vegna almenns rekstrar og tengjast fjármálum stofnunarinnar._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190213802.04.2019Þjóðskjalasafn ÍslandsVinnugögnAfrit á pappírsformi af útsendum gögnum vegna afgreiðslu á fyrirspurnum. Í sumum tilvikum þurfa málsaðilar staðfest afrit á pappír en í öðrum tilvikum aðeins skannað afrit sem þeir fá sent með tölvupósti. Þegar afgreiðsla þessara erinda er með rafrænum hætti verður eftir pappírsafrit af útsendu erindi sem einnig er afrit af safnkosti safnsins.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin sem um ræðir eru afrit af safnkosti Þjóðskjalasafns Íslands og eru þau varðveitt rafrænt í skjalavörslukerfi ÞÍ sem hefur verið samþykkt til rafrænnar varðveislu.
190212602.04.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsFylgiskjöl bókhaldsBókhaldsgögn. Um er að ræða bókhaldsgögn og fylgiskjöl frá árinu 1997-2012. Þetta eru frumrit reikninga sem greiddir hafa verið af stofnuninni afrit reikninga sem að stofnunin hefur sent.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn fylgiskjöl bókhalds fyrir desember mánuð á árum sem enda á 0.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190212502.04.2019Heilbrigðisstofnun NorðurlandsSjúkragögnFramkallaðar röntgenfilmur. Um er að ræða röntgenmyndir sem teknar voru á árunum 1976 -2004 í þeim tilgangi að finna breytingar og greina sjúkdóma._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum sjúkragögnum þegar tíu ár eru liðin frá myndun þeirra.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að upplýsingarnar sem koma úr rannsókninni sem röntgenmyndin á við er varðveitt í sjúkraskrá einstaklingsins og myndirnar eru ekki nýtanlegar í samanburði í komandi rannsóknum.
190210302.04.2019Orkubú Vestfjarða ohf.Afrit bréfaLokanir veitu; rafmagn og hiti. Um er að ræða útsend bréf til viðskiptavina þar sem bent er á að lokun á rafmagni/heitu vatni sé fyrirhuguð einhvern tiltekinn dag vegna vanskila orkukaupanda. Hlutverk skjalanna er að upplýsa viðskiptavini um vanskil og afleiðingar þeirra._x0000_SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er sú að skjölin snúa að verkefnum afhendingarskylda aðilans að ræða og því ættu afrit af útsendum bréfum þeirra að vera varðveitt í málasafni aðilans. Skjalavörslukerfi þeirra hefur ekki verið tilkynnt og því ekki hægt að heimila grisjun á skjölunum vegna þess að skjölin verði varðveitt rafrænt.
190202122.02.2019Landsbanki ÍslandsVinnugögnTölvupóstur. Um ræðir tölvupóst (rafræn samskipti) við innri og ytri aðila, þ.e. starfsmenn bankans, opinbera aðila og viðskiptavini. Ef tölvupóstur tengist máli sem er í vinnslu hjá starfsmanni skal hann vistaður með málinu, óháð því hvaða kerfi er notað. Gildir það einu hvort um er að ræða innkominn tölvupóst eða útsendan.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar tíu ár eru liðin frá myndun þeirra.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að um hreinsun er að ræða úr tölvupósthólfi starfsmanna þar sem tölvupóstar sem varða mál eru varðveitt í skipulögðum kerfum.
190201022.02.2019Sveitarfélagið SkagafjörðurFylgiskjöl bókhalds VinnugögnTímaskráninga starfsmanna. Skjölin eru tímaskráningar starfsmanna sveitarfélagsins, inn- og útskráningar í gagnagrunninn Tímon. Skjölin eru notuð til útreikninga launa og til að halda saman orlofs- og veikindadögum. Búið er að flytja upplýsingar í nýjan gagnagrunn þannig að hagnýtu gildi skjalanna er lokið._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl frá apríl, ágúst og desember fyrir ár sem enda á 0 og 5.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190120822.02.2019Þjóðskjalasafn Íslands vegna skjalasafns LæknavaktarinnarFylgiskjöl bókhaldsSkjalasafn Læknavaktarinnar, fylgiskjöl bókhalds. Skjölin eru fylgiskjöl bókhalds úr skjalasafni Læknavaktarinnar. Um er að ræða kvittanir fyrir þjónustu á heilsugæslu. Kvittanirnar eru afrit úr þrítriti, þó eru einhvern dæmi um frumrit inn á milli. Kvittanirnar eru allar frá árinu 1998._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl frá apríl, ágúst og desember fyrir ár sem enda á 0 og 5.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190120719.02.2019ByggðastofnunFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds fyrir árið 2012. Um er að ræða reikninga sem stofnunin fær, kvittanir fyrir greiðslu þeirra og almenn bókhaldsgögn tengd rekstri Byggðastofnunar auk bókhaldsgagna vegna lána sem stofnunin veitir og lána sem stofnunin tekur í eigin nafni._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl frá apríl, ágúst og desember fyrir ár sem enda á 0 og 5.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190120322.02.2019Landsbanki ÍslandsVinnugögnHljóðrituð símtöl Hljóðritun símtala er ætlað að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina Landsbankans m.a. til að sannreyna fyrirmæli og forsendur viðskipta._x0000_HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar 90 dagar eru liðnir frá myndun þeirra.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að símtölin sem um ræðir kallar ekki á úrlausn af hálfu bankans en þau sem gera það verða að máli í málasafni bankans. Því er upplýsingagildið lítið í þeim símtölum sem um ræðir.
190119922.02.2019Þróunarfélag KeflavíkurflugvallarVinnugögnVerkbeiðnir - Verkfræðideild Varnarliðsins Verkbeiðnirnar sem um ræðir urðu til hjá verkfræðideild Varnarliðsins og segja til um viðgerðir á byggingum, stórar sem smáar, allt frá því að skipta um peru í ljósastæði í það að endurnýja þök eða malbika bílaplön. Þessar verkbeiðnir eru frá árunum 1964-2006. Til eru spjaldskrár sem notaðar voru til ca. ársins 2002 og gefa yfirlit yfir verk sem unnin voru á hverri byggingu fyrir sig en eftir það er ekki hægt að styðjast við hana varðandi leit að verknúmerum í skjalaskápunum.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum vinnugögnum þegar hagnýtu gildi er lokiðÁ ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að beiðnirnar eru skjöl sem hafa tímabundið gildi ásamt því að spjaldskrá sem inniheldur upplýsingar um verkin sem unnin voru verður varðveitt.
190119822.02.2019Þróunarfélag KeflavíkurflugvallarVinnugögnTeikningar - Verkfræðideild Varnarliðsins Teikningarnar sem um ræðir eru af byggingum á fyrrum varnarliðssvæðinu, sem nú heitir Ásbrú og er í dag eitt hverfi Reykjanesbæjar. Teikningarnar hafa ekki talist haldbærar teikningar til að styðjast við auk sem þær voru allar skannaðar inn af Gagnavörslunni ehf. á árunum 2007-2009 og eru skráðar inn í svokallað GIS kerfi sem Varnarliðið skildi eftir og er í vörslu Þróunarfélagsins og Reykjanesbæjar í dag. Þær eru því allar til á rafrænu formi og hafa þar af leiðandi ekkert hlutverk. Því er ekki talin ástæða til að varðveita teikningarnar á pappírsformi til frambúðar. GIS kerfið hefur verið aðalgagnagrunnur Þróunarfélagsins til að hafa uppi á teikningum af svæðinu. Auk þess eru til fisjur af þessum teikningum sem eru flokkaðar í þrjá viðarkassa eftir byggingum á svæðinu.SynjaðÁ ekki við.Á ekki við.Forsenda ákvörðunarinnar er að rafræn varðveisla teikninganna er ekki tryggð. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. - Kadeco getur sótt um grisjun á gögnunum að nýju þegar rafrænt gagnakerfi sem inniheldur skönnuð eintök af teikningunum hefur verið tilkynnt og samþykkt af Þjóðskjalasafni.
190119122.02.2019Háskólinn á BifröstFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds. Bókhaldsgögn á prentuðu formi, svo sem reikningar, greiðsluseðlar og önnur fylgiskjöl bókhaldsins.HeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl frá apríl, ágúst og desember fyrir ár sem enda á 0 og 5.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
190105822.02.2019Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífsFylgiskjöl bókhaldsFylgiskjöl bókhalds. Reikningar (frumrit/afrit), kvittanir og lista ýmis konarHeimilaðHeimilt er að eyða umbeðnum fylgiskjölum bókhalds sjö árum eftir að reikningsári lýkur.Varðveita skal sem sýnishorn öll fylgiskjöl frá apríl, ágúst og desember fyrir ár sem enda á 0 og 5.Forsenda ákvörðunarinnar er að skjölin innihalda upplýsingar sem eru notaðar við færslu bókhalds og hafa því tímabundið gildi
170600918.12.2019FjármálaeftirlitiðAfrit af gögnum bankanna við fall þeirraUm er að ræða heildarafrit bankanna á þeim degi þegar þeir voru yfirteknir af Fjármálaeftirlitinu. Einstök afrit af tölvum og búnaði stjórnenda bankanna.HeimilaðFjármálaeftirlitið hefur heimild til að eyða heildarafritum af haldlögðum gögnum bankanna á spólum á þeim degi sem þeir voru yfirteknir af Fjármálaeftirlitinu, sem myndast hafa á tímabilinu sem nefnt er að ofan.Á ekki viðForsenda ákvörðunarinnar er sú að upplýsingar sem varða hrun bankanna séu varðveittar í skjalasöfnum slitastjórna bankanna, skjalasafni Fjármálaeftirlitsins, skjalasöfnum hinna ýmsu rannsóknarnefnda Alþingis og annarra stofnana sem hafa haft afleiðingar og eftirmála bankahrunsins á sinni könnu. Þá er umfang gagnanna mikið og ekki víst að hægt verði að gera það aðgengilegt nema með miklum tilkostnaði. Þá hafa þessar spólur ekkert verið notaðar síðan afritin voru tekin og er ekki augljóst að hug- og vélbúnaður verði til staðar enda eru skráarsniðin á þessum afritum eins og þau voru árið 2008. Lögfræðiálit, dagsett 13. desember 2019, var unnið varðandi grisjun á umbeðnum afritum þar sem kemur fram að ekki verði séð að grisjun á umræddum afritunarspólum hafi þau áhrif að upplýsingar með lagalegt gildi og sögulegt gildi verði eytt. Þá segir í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála að „Aflétta skal haldi þegar þess er ekki lengur þörf og í síðasta lagi þegar máli er endanlega lokið...“.