Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Umsjónarmaður skjalasafns

Í leiðbeiningaritum Þjóðskjalasafns Íslands er notað hugtakið umsjónarmaður skjalasafns yfir starfsmann sem hefur daglega umsjón með skjalasafni afhendingarskylds aðila. Hjá stærri afhendingarskyldum aðilum starfa sérstakir skjalaverðir / skjalastjórar, en í þeim minni sinna þeir skjalavörslu og skjalastjórn ásamt öðrum verkefnum. Forstöðumaður afhendingarskylds aðila er eftir sem áður ábyrgðarmaður fyrir skjalavörslu og skjalastjórn viðkomandi aðila, Sjá Ábyrgðarmaður skjalastjórnar og skjalavörslu.