Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Rafrænt gagnasafn

Með rafrænu gagnasafni er átt við hvers konar rafræn kerfi fyrir skipulega myndun og varðveislu gagna, þ.m.t. rafrænna skjala, hjá afhendingarskyldum aðilum, sbr. 3. mgr. 1. gr. reglna nr. 877/2020 um tilkynningu, samþykkt og skil á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila. Rafræn gagnasöfn geta verið með eða án skjala.

Hugtakið rafrænt gagnasafn leysti af hólmi hugtakið rafrænt gagnakerfi sem notað hefur verið í reglum og leiðbeiningaritum Þjóðskjalasafns sem samheiti yfir rafrænar skrár, rafræna gagnagrunna, rafræn dagbókarkerfi og rafræn skjalavörslukerfi. Hugtakið rafrænt gagnasafn er sótt í 2. tölul. 8. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn þar sem kveðið er á um að hlutverk Þjóðskjalasafns sé að „setja reglur um frágang og afhendingu skjala- og gagnasafna afhendingarskyldra aðila til opinberra skjalasafna“.

Hugtakið rafrænt gagnasafn þykir ná betur yfir rafræn gögn sem vistuð eru í fjölbreyttum rafrænum kerfum afhendingarskyldra aðila auk þess sem hugtakið leggur áherslu á gögnin sjálf sem tekin eru til varðveislu en ekki kerfin sem halda utan um gögnin.