Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Rafræn skrá

Rafræn skrá er rafrænt gagnasafn sem heldur utan um skráningu upplýsinga á skipulagðan hátt. Rafræn skrá er frábrugðin rafrænum gagnagrunni að því leyti að í henni er ekki um gagnatöflur að ræða og því engin vensl á milli ólíkra upplýsinga sem færð eru inn í skrána. Um rafrænar skrár afhendingarskyldra aðila gilda reglur nr. 877/2020 um tilkynningu, samþykkt og skil á rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila og verða afhendingarskyldir aðilar að tilkynna slík rafræn gagnasöfn og fá samþykki fyrir notkun þeirra.